„Markmiðið er að þjálfa landsliðið mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2022 09:01 Samira Suleman nýtur sín í botn í þjálfun. vísir/arnar Samira Suleman, leikmaður ÍA, varð fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfarapróf. Hún er búin að festa rætur á Íslandi en draumurinn er að þjálfa landslið heimalandsins. Samira kom fyrst hingað til lands 2015 þegar hún gekk í raðir Víkings Ólafsvíkur. Hún hefur einnig spilað með Aftureldingu/Fram, Sindra og ÍA. Meðfram því hefur starfað við þjálfun og menntað sig á því sviði. Og hún er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi. Samira Suliman er fyrsta konan frá Gana til þess að hljóta UEFA B þjálfararéttindi Samira er leikmaður ÍA í meistaraflokki og starfandi yngri flokka þjálfari. Hún er vinsæll og góður þjálfari sem er mikil og góð fyrirmynd fyrir iðkendur #kfía #fótbolti #samirasuleman pic.twitter.com/3rhcqJIURK— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) November 9, 2022 „Ég fékk réttindin fyrr á þessu ári. Hingað til hefur þetta verið gott fyrir mig. Ég lagði mikla vinnu á mig en ég náði prófinu,“ sagði Samira í samtali við Vísi á dögunum. Hún kveðst stolt af því að vera fyrsta ganverska konan til að útskrifast með UEFA B þjálfaragráðuna. „Heima fyrir eru ekki margar konur í þjálfun og það er mjög gott fyrir mig að komast á þetta stig,“ sagði Samira. Hún segist hafa byrjað að þjálfa fljótlega eftir að hún kom til Íslands fyrir sjö árum. „Eins og venjulega með erlenda leikmenn var það í samningnum mínum að ég myndi hjálpa við þjálfun barna. Ég fékk mikinn áhuga á þessu þegar ég hjálpaði krökkunum. Svo ákvað ég að ná mér í réttindi til að geta orðið frábær þjálfari í framtíðinni,“ sagði Samira. Hún stefnir hátt í þjálfun. „Markmiðið er að þjálfa landsliðið mitt,“ sagði Samira. Klippa: Viðtal við Samiru Suleman Alla virka daga er hún inni í Akraneshöllinni að þjálfa framtíðar leikmenn ÍA og nýtur þess í botn. „Eins og þú sérð eru krakkar út um allt hérna. Það er frábært að vera í kringum börn. Aðalástæðan fyrir því að ég fór út í þjálfun var til endurgreiða fótboltanum því hann hefur gefið mér mikið. Fótbolti er allt fyrir mér þannig ég ákvað að fara að þjálfa til að geta gefið til baka til þess sem hefur gefið mér allt í lífinu,“ sagði Samira. Um klukkan 14:00 á hverjum virkum degi hrúgast krakkar inn í Akraneshöllina þar sem Samira og fleiri taka á móti þeim.vísir/arnar Hún gæti ekki verið ánægðari með að þjálfa í höfuðstað fótboltans á Íslandi, Akranesi. „Það er stórkostlegt. Allir hérna elska fótbolta og svo þetta er frábært, svo gott. Þú færð að hitta og læra af stórum þjálfurum. Aðstæður hérna eru góðar og allt er til fyrirmyndar,“ sagði Samira. Íslenski boltinn ÍA Akranes Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Samira kom fyrst hingað til lands 2015 þegar hún gekk í raðir Víkings Ólafsvíkur. Hún hefur einnig spilað með Aftureldingu/Fram, Sindra og ÍA. Meðfram því hefur starfað við þjálfun og menntað sig á því sviði. Og hún er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi. Samira Suliman er fyrsta konan frá Gana til þess að hljóta UEFA B þjálfararéttindi Samira er leikmaður ÍA í meistaraflokki og starfandi yngri flokka þjálfari. Hún er vinsæll og góður þjálfari sem er mikil og góð fyrirmynd fyrir iðkendur #kfía #fótbolti #samirasuleman pic.twitter.com/3rhcqJIURK— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) November 9, 2022 „Ég fékk réttindin fyrr á þessu ári. Hingað til hefur þetta verið gott fyrir mig. Ég lagði mikla vinnu á mig en ég náði prófinu,“ sagði Samira í samtali við Vísi á dögunum. Hún kveðst stolt af því að vera fyrsta ganverska konan til að útskrifast með UEFA B þjálfaragráðuna. „Heima fyrir eru ekki margar konur í þjálfun og það er mjög gott fyrir mig að komast á þetta stig,“ sagði Samira. Hún segist hafa byrjað að þjálfa fljótlega eftir að hún kom til Íslands fyrir sjö árum. „Eins og venjulega með erlenda leikmenn var það í samningnum mínum að ég myndi hjálpa við þjálfun barna. Ég fékk mikinn áhuga á þessu þegar ég hjálpaði krökkunum. Svo ákvað ég að ná mér í réttindi til að geta orðið frábær þjálfari í framtíðinni,“ sagði Samira. Hún stefnir hátt í þjálfun. „Markmiðið er að þjálfa landsliðið mitt,“ sagði Samira. Klippa: Viðtal við Samiru Suleman Alla virka daga er hún inni í Akraneshöllinni að þjálfa framtíðar leikmenn ÍA og nýtur þess í botn. „Eins og þú sérð eru krakkar út um allt hérna. Það er frábært að vera í kringum börn. Aðalástæðan fyrir því að ég fór út í þjálfun var til endurgreiða fótboltanum því hann hefur gefið mér mikið. Fótbolti er allt fyrir mér þannig ég ákvað að fara að þjálfa til að geta gefið til baka til þess sem hefur gefið mér allt í lífinu,“ sagði Samira. Um klukkan 14:00 á hverjum virkum degi hrúgast krakkar inn í Akraneshöllina þar sem Samira og fleiri taka á móti þeim.vísir/arnar Hún gæti ekki verið ánægðari með að þjálfa í höfuðstað fótboltans á Íslandi, Akranesi. „Það er stórkostlegt. Allir hérna elska fótbolta og svo þetta er frábært, svo gott. Þú færð að hitta og læra af stórum þjálfurum. Aðstæður hérna eru góðar og allt er til fyrirmyndar,“ sagði Samira.
Íslenski boltinn ÍA Akranes Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira