Þarf stundum að þurrka tárin úti í horni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. nóvember 2022 20:00 Elsa Yeoman húsmóðir Kvennaathvarfsins. Stöð 2 „Konurnar eru á öllum aldri. Hingað koma börn á öllum aldri líka. Við höfum fengið nýfædd börn í hús og allt að átján ára.“ Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf var meðal annars rætt við Elsu Yeoman húsmóður athvarfsins. „Ég passa upp á að það sé hlýtt og vinalegt andrúmsloft svo fólki líði eins vel og hægt er í húsi,“ segir Elsa. „Það er mjög misjafnt hvað það geta verið margir í mat. Ég hef stundum verið að elda fyrir þrjá, stundum allt að þrjátíu manns.“ Gefandi að sjá börnin byrja að brosa Kvennaathvarfið er neyðarathvarf fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi í nánu sambandi og börnin þeirra. „Fólk er mjög oft á erfiðum stað en svo kynnumst við hvert öðru og lærum að treysta hvert öðru. Það er oft ótrúlega gefandi að sjá þegar börnin byrja að brosa eða byrja að hlaupa í fangið og vilja hjálpa til við að baka köku.“ Elsa viðurkennir þó að sumir vinnudagar séu strembnari en aðrir og erfitt sé að horfa upp á aðstæður margra. „Það kom mér á óvart hvað það getur tekið á að horfa upp á einstaka mál. Eins og það er gott og gefandi að vinna í þágu athvarfsins, þá viðurkenni ég að maður þarf stundum að bíta, kyngja á munnvatninu og þurrka tárin úti í horni.“ Viðtalið við Elsu má sjá í heild sinni spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Húsmóðir Kvennaathvarfsins Hægt er að horfa á söfnunarþáttinn á Stöð 2+ og hér á Vísi. Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700 Heimilisofbeldi Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Tengdar fréttir „Við vissum ekki hvort við myndum lifa þetta af“ „Meðan hann var í vinnunni þá var þetta allt í lagi, við nutum þess að vera saman. Við höfum alltaf verið mjög þétt fjölskylda þannig að tíminn sem við áttum saman á meðan hann var í vinnu var mjög ljúfur. Svo var það skýið sem kom í kringum hálf fjögur og helgarnar sem voru bara martröð“ 11. nóvember 2022 07:00 Söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Í kvöld er sýndur á Stöð 2 söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá og verður einnig hægt að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. 10. nóvember 2022 13:02 Nauðsynlegt að það foreldri sem beitir ofbeldi leiti sér aðstoðar Oft getur reynst erfitt að komast út úr aðstæðum ofbeldis í nánum samböndum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Jenný Kristínu Valberg, sem komst út úr ofbeldissambandi fyrir nokkrum árum með aðstoð Kvennaathvarfsins og starfar nú sem ráðgjafi og aðstoðar fólk í sömu stöðu. 6. nóvember 2022 22:02 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Lífið Fleiri fréttir Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Sjá meira
Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf var meðal annars rætt við Elsu Yeoman húsmóður athvarfsins. „Ég passa upp á að það sé hlýtt og vinalegt andrúmsloft svo fólki líði eins vel og hægt er í húsi,“ segir Elsa. „Það er mjög misjafnt hvað það geta verið margir í mat. Ég hef stundum verið að elda fyrir þrjá, stundum allt að þrjátíu manns.“ Gefandi að sjá börnin byrja að brosa Kvennaathvarfið er neyðarathvarf fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi í nánu sambandi og börnin þeirra. „Fólk er mjög oft á erfiðum stað en svo kynnumst við hvert öðru og lærum að treysta hvert öðru. Það er oft ótrúlega gefandi að sjá þegar börnin byrja að brosa eða byrja að hlaupa í fangið og vilja hjálpa til við að baka köku.“ Elsa viðurkennir þó að sumir vinnudagar séu strembnari en aðrir og erfitt sé að horfa upp á aðstæður margra. „Það kom mér á óvart hvað það getur tekið á að horfa upp á einstaka mál. Eins og það er gott og gefandi að vinna í þágu athvarfsins, þá viðurkenni ég að maður þarf stundum að bíta, kyngja á munnvatninu og þurrka tárin úti í horni.“ Viðtalið við Elsu má sjá í heild sinni spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Húsmóðir Kvennaathvarfsins Hægt er að horfa á söfnunarþáttinn á Stöð 2+ og hér á Vísi. Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Heimilisofbeldi Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Tengdar fréttir „Við vissum ekki hvort við myndum lifa þetta af“ „Meðan hann var í vinnunni þá var þetta allt í lagi, við nutum þess að vera saman. Við höfum alltaf verið mjög þétt fjölskylda þannig að tíminn sem við áttum saman á meðan hann var í vinnu var mjög ljúfur. Svo var það skýið sem kom í kringum hálf fjögur og helgarnar sem voru bara martröð“ 11. nóvember 2022 07:00 Söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Í kvöld er sýndur á Stöð 2 söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá og verður einnig hægt að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. 10. nóvember 2022 13:02 Nauðsynlegt að það foreldri sem beitir ofbeldi leiti sér aðstoðar Oft getur reynst erfitt að komast út úr aðstæðum ofbeldis í nánum samböndum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Jenný Kristínu Valberg, sem komst út úr ofbeldissambandi fyrir nokkrum árum með aðstoð Kvennaathvarfsins og starfar nú sem ráðgjafi og aðstoðar fólk í sömu stöðu. 6. nóvember 2022 22:02 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Lífið Fleiri fréttir Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Sjá meira
„Við vissum ekki hvort við myndum lifa þetta af“ „Meðan hann var í vinnunni þá var þetta allt í lagi, við nutum þess að vera saman. Við höfum alltaf verið mjög þétt fjölskylda þannig að tíminn sem við áttum saman á meðan hann var í vinnu var mjög ljúfur. Svo var það skýið sem kom í kringum hálf fjögur og helgarnar sem voru bara martröð“ 11. nóvember 2022 07:00
Söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Í kvöld er sýndur á Stöð 2 söfnunarþátturinn Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá og verður einnig hægt að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. 10. nóvember 2022 13:02
Nauðsynlegt að það foreldri sem beitir ofbeldi leiti sér aðstoðar Oft getur reynst erfitt að komast út úr aðstæðum ofbeldis í nánum samböndum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Jenný Kristínu Valberg, sem komst út úr ofbeldissambandi fyrir nokkrum árum með aðstoð Kvennaathvarfsins og starfar nú sem ráðgjafi og aðstoðar fólk í sömu stöðu. 6. nóvember 2022 22:02