Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 14:05 James Maddison, miðjumaður Leicester, fékk mjög góðar fréttir frá Gareth Southgate í dag. Getty/Charlotte Wilson Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. Þetta er þriðja stórmótið sem enska liðið spilar undir stjórn Southgate en hann tók við landsliðinu eftir að Ísland sparkaði Englendingum út af EM í Frakklandi 2016. Enska liðið stóð sig frábærlega fram yfir síðasta Evrópumót en síðustu mánuðir hafa verið liðinu erfiðir enda hefur enska landsliðið ekki fagnað einum sigri í síðustu sex leikjum sínum. James Maddison, miðjumaður Leicester, var valinn í hópinn en hann hefur aðeins leiki einn landsleik fyrir England. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City er í hópnum og það er líka Callum Wilson, framherji Newcastle. Walker hefur verið að glíma við nárameiðsli en ætti að geta náð einhverjum leikjum á HM. Reece James (hné) og Ben Chilwell (aftan í læri) ná sér aftur á móti ekki af sínum meiðslum í tíma fyrir mótið. Maddison hefur unnið sér sæti í liðinu með frábærri frammistöðu á miðju Leicester City þar sem hann er með sex mörk og fjórar stoðsendingar í fyrstu tólf leikjum. Your #ThreeLions squad for the @FIFAWorldCup! pic.twitter.com/z6gVkRTlT3— England (@England) November 10, 2022 Arsenal maðurinn Ben White fær að fara með en hann er fjölhæfur varnarmaður sem hefur verið að spila vel með toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Conor Gallagher hjá Chelsea var sá síðasti inn í hópinn þegar enskir blaðamenn voru að reyna að grafast fyrir um hópinn áður en tilkynningin kom. Harry Maguire, Raheem Sterling og Kalvin Philips eru allir í hópnum þrátt fyrir vera út í kuldanum eða meiddir hjá sínum félögum. Callum Wilson og James Maddison hafa ekki spilað fyrir enska landsliðið í þrjú ár og Kalvin Phillips hefur ekki byrjað leik hjá Manchester City á þessari leiktíð. Southgate velur aftur á móti ekki Ivan Toney sem gæti hér eftir möguleika valið að spila fyrir Heimi Hallgrímsson í landsliði Jamaíka. Tammy Abraham hjá Roma kemst heldur ekki í hópinn. Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, var að spila með liðinu á EM fyrir sextán mánuðum en hann er ekki einu sinni í umræðunni í dag eftir hörmungar sínar á Old Trafford. Liðsfélagi hans Marcus Rashford gerði hins vegar nóg til að vinna sér særi í HM-hópnum. Enska landsliðið hefur ekki orðið heimsmeistari í 56 ár eða síðan liðið vann heimsmeistaratitilinn á heimavelli sínum árið 1966. Enska liðið komst aftur á móti í úrslitaleikinn á EM í fyrrasumar og fór alla leið í undanúrslitaleikinn á síðasta HM í Rússlandi. England tapið fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik EM 2021 og í framlengingu á móti Króatíu í undanúrslitaleik HM 2018. England er í riðli með Bandaríkjunum, Wales og Íran og eru Íranir fyrstu mótherjar þeirra 21. nóvember næstkomandi. HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Þetta er þriðja stórmótið sem enska liðið spilar undir stjórn Southgate en hann tók við landsliðinu eftir að Ísland sparkaði Englendingum út af EM í Frakklandi 2016. Enska liðið stóð sig frábærlega fram yfir síðasta Evrópumót en síðustu mánuðir hafa verið liðinu erfiðir enda hefur enska landsliðið ekki fagnað einum sigri í síðustu sex leikjum sínum. James Maddison, miðjumaður Leicester, var valinn í hópinn en hann hefur aðeins leiki einn landsleik fyrir England. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City er í hópnum og það er líka Callum Wilson, framherji Newcastle. Walker hefur verið að glíma við nárameiðsli en ætti að geta náð einhverjum leikjum á HM. Reece James (hné) og Ben Chilwell (aftan í læri) ná sér aftur á móti ekki af sínum meiðslum í tíma fyrir mótið. Maddison hefur unnið sér sæti í liðinu með frábærri frammistöðu á miðju Leicester City þar sem hann er með sex mörk og fjórar stoðsendingar í fyrstu tólf leikjum. Your #ThreeLions squad for the @FIFAWorldCup! pic.twitter.com/z6gVkRTlT3— England (@England) November 10, 2022 Arsenal maðurinn Ben White fær að fara með en hann er fjölhæfur varnarmaður sem hefur verið að spila vel með toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Conor Gallagher hjá Chelsea var sá síðasti inn í hópinn þegar enskir blaðamenn voru að reyna að grafast fyrir um hópinn áður en tilkynningin kom. Harry Maguire, Raheem Sterling og Kalvin Philips eru allir í hópnum þrátt fyrir vera út í kuldanum eða meiddir hjá sínum félögum. Callum Wilson og James Maddison hafa ekki spilað fyrir enska landsliðið í þrjú ár og Kalvin Phillips hefur ekki byrjað leik hjá Manchester City á þessari leiktíð. Southgate velur aftur á móti ekki Ivan Toney sem gæti hér eftir möguleika valið að spila fyrir Heimi Hallgrímsson í landsliði Jamaíka. Tammy Abraham hjá Roma kemst heldur ekki í hópinn. Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, var að spila með liðinu á EM fyrir sextán mánuðum en hann er ekki einu sinni í umræðunni í dag eftir hörmungar sínar á Old Trafford. Liðsfélagi hans Marcus Rashford gerði hins vegar nóg til að vinna sér særi í HM-hópnum. Enska landsliðið hefur ekki orðið heimsmeistari í 56 ár eða síðan liðið vann heimsmeistaratitilinn á heimavelli sínum árið 1966. Enska liðið komst aftur á móti í úrslitaleikinn á EM í fyrrasumar og fór alla leið í undanúrslitaleikinn á síðasta HM í Rússlandi. England tapið fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik EM 2021 og í framlengingu á móti Króatíu í undanúrslitaleik HM 2018. England er í riðli með Bandaríkjunum, Wales og Íran og eru Íranir fyrstu mótherjar þeirra 21. nóvember næstkomandi.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira