Utan vallar: Kaupa aftur hlutabréf í Heimi í sögulegu lágmarki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 12:30 Eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum á fyrsta tímabili sínu með Val voru næstu tvö tímabil mikil vonbrigði. vísir/hulda margrét Síðast þegar FH keypti hlutabréfin í Heimi Guðjónssyni í sögulegu lágmarki reyndist það snilldarráð. En geta FH-ingar endurtekið leikinn? „Það er aðeins einn Heimir Guðjóns,“ kyrjuðu viðstaddir á enn einum samstöðufundinum í Kaplakrika þegar Heimir Guðjónsson gekk inn í salinn. Kóngurinn í Krikanum var kominn aftur. Líklega er enginn einstaklingur tengdur blómaskeiði FH með jafn sterkum hætti og Heimir. Hann var aðalpersónan í gullöld Fimleikafélagsins. Fyrst sem leikmaður, svo fyrirliði, aðstoðarþjálfari og loks þjálfari. Heimir var hjá FH í sautján ár og á þeim tíma varð liðið átta sinnum Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari, náði góðum árangri í Evrópukeppnum og endaði annað hvort í 1. eða 2. sæti fjórtán ár í röð. Heimir varð það á að enda í 3. sæti FH 2017 og var í kjölfarið rekinn. Sú ákvörðun reyndist ekki heillavænleg fyrir Fimleikafélagið. FH fékk aðeins 25 stig í 27 leikjum í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili.vísir/hulda margrét Síðan þá hefur FH aldrei verið í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og í sumar bjargaði liðið sér frá falli á markatölu. Aðeins eitt lið (Leiknir) fékk færri stig en FH í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það er af sem áður var. Fyrst í stað virtist Heimir spjara sig betur án FH en FH án Heimis. Hann vann tvo stóra titla á tveimur árum sem þjálfari HB í Færeyjum. Heimir var svo ráðinn til Vals og gerði liðið að Íslandsmeisturum á fyrsta tímabili. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið erfið fyrir Heimi. Þrátt fyrir fína byrjun 2021 þótti spilamennska Valsmanna ekki góð og loftið fór svo hressilega úr blöðrunni undir lok tímabilsins. Heimir fékk samt að halda áfram með Val en tókst ekki að snúa genginu við og var látinn taka pokann sinn um miðjan júlí. Heimir hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla allra þjálfara í seinni tíð.vísir/hulda margrét Miðað við umræðuna mætti halda að Heimir sé orðin hálfgerð risaeðla sem hafi verið skilin eftir af mönnum á borð við Arnari Gunnlaugssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Samt eru bara tvö ár síðan lið Heimis varð Íslandsmeistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann hefur þjálfað í efstu deild á Íslandi í þrettán tímabil og orðið meistari á sex þeirra. Og það er ekki eins og þessir titlar hafi unnist áður en litasjónvarpið kom til sögunnar. En hlutabréfin í Heimi hafa sennilega ekki verið jafn lág og eftir tímabilið 1999. Þá tók FH sénsinn og keypti og það breytti sögu félagsins. FH-ingar vonast eftir svipaðri niðurstöðu núna. Fréttin um að Heimir Guðjónsson væri á leið til FH fékk ekki stórt pláss á íþróttasíðum íslensku blaðanna. En þetta reyndust mikilvægustu félagaskipti í sögu FH.úrklippa úr dv 6. janúar 2000 Staða FH hefur samt líklega heldur ekki verið jafn slæm og síðan um aldamótin. FH-ingar voru vandræðalega slakir í sumar, unnu aðeins einn útileik, ekkert lið sem var í efri hlutanum og héldu sér uppi á markatölu eins og áður sagði. Eftir að hafa verið með tvo þjálfara á árunum 2003-17 hefur FH skipt sex sinnum um þjálfara á síðustu þremur árum. Leikmannahópurinn er líka skringilega samsettur eins og margoft hefur verið fjallað um. Í honum er bara leikmenn sem voru einu sinni góðir og svo leikmenn sem verða (kannski) góðir í framtíðinni. Enginn í hópnum er á toppaldri. Svo eru það blessuðu endurkomurnar sem eru ekki alltaf góð hugmynd og hafa heppnast misvel. Fyrir hverja 2003 endurkomu hjá Ólafi Jóhannessyni er George Kirby endurkoma 1990. En tilfinningin er að FH og Heimir Guðjónsson þurfi á hvort öðru að halda á þessum tíma. Eftir skilnað taki þau saman aftur, barnanna vegna. Það getur farið í allar áttir en það er þess virði að láta á það reyna. Besta deild karla FH Utan vallar Hafnarfjörður Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Það er aðeins einn Heimir Guðjóns,“ kyrjuðu viðstaddir á enn einum samstöðufundinum í Kaplakrika þegar Heimir Guðjónsson gekk inn í salinn. Kóngurinn í Krikanum var kominn aftur. Líklega er enginn einstaklingur tengdur blómaskeiði FH með jafn sterkum hætti og Heimir. Hann var aðalpersónan í gullöld Fimleikafélagsins. Fyrst sem leikmaður, svo fyrirliði, aðstoðarþjálfari og loks þjálfari. Heimir var hjá FH í sautján ár og á þeim tíma varð liðið átta sinnum Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari, náði góðum árangri í Evrópukeppnum og endaði annað hvort í 1. eða 2. sæti fjórtán ár í röð. Heimir varð það á að enda í 3. sæti FH 2017 og var í kjölfarið rekinn. Sú ákvörðun reyndist ekki heillavænleg fyrir Fimleikafélagið. FH fékk aðeins 25 stig í 27 leikjum í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili.vísir/hulda margrét Síðan þá hefur FH aldrei verið í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og í sumar bjargaði liðið sér frá falli á markatölu. Aðeins eitt lið (Leiknir) fékk færri stig en FH í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það er af sem áður var. Fyrst í stað virtist Heimir spjara sig betur án FH en FH án Heimis. Hann vann tvo stóra titla á tveimur árum sem þjálfari HB í Færeyjum. Heimir var svo ráðinn til Vals og gerði liðið að Íslandsmeisturum á fyrsta tímabili. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið erfið fyrir Heimi. Þrátt fyrir fína byrjun 2021 þótti spilamennska Valsmanna ekki góð og loftið fór svo hressilega úr blöðrunni undir lok tímabilsins. Heimir fékk samt að halda áfram með Val en tókst ekki að snúa genginu við og var látinn taka pokann sinn um miðjan júlí. Heimir hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla allra þjálfara í seinni tíð.vísir/hulda margrét Miðað við umræðuna mætti halda að Heimir sé orðin hálfgerð risaeðla sem hafi verið skilin eftir af mönnum á borð við Arnari Gunnlaugssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Samt eru bara tvö ár síðan lið Heimis varð Íslandsmeistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann hefur þjálfað í efstu deild á Íslandi í þrettán tímabil og orðið meistari á sex þeirra. Og það er ekki eins og þessir titlar hafi unnist áður en litasjónvarpið kom til sögunnar. En hlutabréfin í Heimi hafa sennilega ekki verið jafn lág og eftir tímabilið 1999. Þá tók FH sénsinn og keypti og það breytti sögu félagsins. FH-ingar vonast eftir svipaðri niðurstöðu núna. Fréttin um að Heimir Guðjónsson væri á leið til FH fékk ekki stórt pláss á íþróttasíðum íslensku blaðanna. En þetta reyndust mikilvægustu félagaskipti í sögu FH.úrklippa úr dv 6. janúar 2000 Staða FH hefur samt líklega heldur ekki verið jafn slæm og síðan um aldamótin. FH-ingar voru vandræðalega slakir í sumar, unnu aðeins einn útileik, ekkert lið sem var í efri hlutanum og héldu sér uppi á markatölu eins og áður sagði. Eftir að hafa verið með tvo þjálfara á árunum 2003-17 hefur FH skipt sex sinnum um þjálfara á síðustu þremur árum. Leikmannahópurinn er líka skringilega samsettur eins og margoft hefur verið fjallað um. Í honum er bara leikmenn sem voru einu sinni góðir og svo leikmenn sem verða (kannski) góðir í framtíðinni. Enginn í hópnum er á toppaldri. Svo eru það blessuðu endurkomurnar sem eru ekki alltaf góð hugmynd og hafa heppnast misvel. Fyrir hverja 2003 endurkomu hjá Ólafi Jóhannessyni er George Kirby endurkoma 1990. En tilfinningin er að FH og Heimir Guðjónsson þurfi á hvort öðru að halda á þessum tíma. Eftir skilnað taki þau saman aftur, barnanna vegna. Það getur farið í allar áttir en það er þess virði að láta á það reyna.
Besta deild karla FH Utan vallar Hafnarfjörður Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira