71 árs húsgagnamógull vann ellefu milljarða á sigri Houston Astros Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 17:01 Jim „Mattress Mack“ McIngvale með miðann sem sýnir stærsta veðmál hans á lið Houston Astros. AP Photo/Wayne Parry Houston Astros var um helgina bandarískur meistari í hafnabolta eða urðu öllu heldur heimsmeistarar í hafnabolta eins og Bandaríkjamenn kalla titilinn sinn. Það var þó maður ótengdur félaginu sem fagnaði sigrinum kannski meira en flestir aðrir. Þar erum við að tala um hinn 71 árs gamla húsgagnamógul Jim McIngvale sem gengur oftast bara undir nafninu „Mattress Mack“ í bandarískum fjölmiðlum. Jim McIngvale á og rekur húsgagnavörukeðjuna Gallery Furniture en hann er þekktur fyrir að ná sér í athygli fyrir sig og búðirnar sínar með sérstökum hætti. MATTRESS MACK HAS MADE HISTORY. pic.twitter.com/fkofOZL3eg— br_betting (@br_betting) November 6, 2022 McIngvale hefur stundað það undanfarin ár að veðja stórum peningaupphæðum á stærstu kappleikina í Bandaríkjunum og úrslitaeinvígi Houston Astros og Philadelphia Phillies var þar engin undantekning. Houston Astros vann úrslitaeinvígið 4-1 og það þýddi að karlinn fékk um 75 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut úr öllum þessum veðmálum sínum eða um ellefu milljarða í íslenskum krónum. Astros win, Mattress Mack has won $75 million in the greatest win in sports gambling history https://t.co/52SoGC5QkC— Darren Rovell (@darrenrovell) November 6, 2022 McIngvale hafði veðjað nokkrum sinnum á sigur Houston liðsins frá því í maí og alls voru tíu milljónir dollara undir fyrir hann í þessu úrslitaeinvígi. Þessi vinningsupphæð setti nýtt met því þetta er talið verið það mesta sem einhver hefur grætt á veðmáli tengdu íþróttaviðburðum í heiminum. McIngvale var að sjálfsögðu mættur á leikinn og hoppaði upp úr sæti sínu þegar Houston Astros tryggði sér sigurinn. McIngvale heldur reyndar ekki öllum þessum pening. Hann lofaði viðskiptavinum sínum nefnilega því að ef Astros liðið myndi vinna þá ætlaði hann að endurgreiða þeim tvöfalt til baka sem eyddu meiri en þrjú þúsund dollurum í verslunum hans. Það fer því stór hluti af vinningsupphæðinni í að borga upp það loforð. Hafnabolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira
Þar erum við að tala um hinn 71 árs gamla húsgagnamógul Jim McIngvale sem gengur oftast bara undir nafninu „Mattress Mack“ í bandarískum fjölmiðlum. Jim McIngvale á og rekur húsgagnavörukeðjuna Gallery Furniture en hann er þekktur fyrir að ná sér í athygli fyrir sig og búðirnar sínar með sérstökum hætti. MATTRESS MACK HAS MADE HISTORY. pic.twitter.com/fkofOZL3eg— br_betting (@br_betting) November 6, 2022 McIngvale hefur stundað það undanfarin ár að veðja stórum peningaupphæðum á stærstu kappleikina í Bandaríkjunum og úrslitaeinvígi Houston Astros og Philadelphia Phillies var þar engin undantekning. Houston Astros vann úrslitaeinvígið 4-1 og það þýddi að karlinn fékk um 75 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut úr öllum þessum veðmálum sínum eða um ellefu milljarða í íslenskum krónum. Astros win, Mattress Mack has won $75 million in the greatest win in sports gambling history https://t.co/52SoGC5QkC— Darren Rovell (@darrenrovell) November 6, 2022 McIngvale hafði veðjað nokkrum sinnum á sigur Houston liðsins frá því í maí og alls voru tíu milljónir dollara undir fyrir hann í þessu úrslitaeinvígi. Þessi vinningsupphæð setti nýtt met því þetta er talið verið það mesta sem einhver hefur grætt á veðmáli tengdu íþróttaviðburðum í heiminum. McIngvale var að sjálfsögðu mættur á leikinn og hoppaði upp úr sæti sínu þegar Houston Astros tryggði sér sigurinn. McIngvale heldur reyndar ekki öllum þessum pening. Hann lofaði viðskiptavinum sínum nefnilega því að ef Astros liðið myndi vinna þá ætlaði hann að endurgreiða þeim tvöfalt til baka sem eyddu meiri en þrjú þúsund dollurum í verslunum hans. Það fer því stór hluti af vinningsupphæðinni í að borga upp það loforð.
Hafnabolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira