Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 12:00 Fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar þegar Hilmar Smári Henningsson tók víti fyrir Hauka í þriðja leikhluta. Skjáskot/RÚV Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku. Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem staðfesti í samtali við Vísi í dag að stjórn KKÍ hefði hætt við að kæra úrslit leiksins til aga- og úskurðarnefndar, eftir að körfuknattleiksdeild Hauka gerði það. Verði úrskurðað Haukum í vil fá þeir 20-0 sigur, en lokatölur í leiknum urðu 88-71 Tindastóli í vil. Málið snýst um það að á einum tímapunkti í leiknum, í þriðja leikhluta, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Hilmar Smári Henningsson var þá að taka vítaskot fyrir Hauka og hitti úr þeim báðum, áður en Tindastóll tók leikhlé og lagfærði stöðuna með því að taka út af einn erlendu leikmannanna. Aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inni á vellinum, í hvoru liði, samkvæmt reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið. Sauðkrækingar viðurkenna mistök sín en binda vonir við að þeim verði ekki refsað með 20-0 tapi. „Viljum ekki hafa tvær kærur“ Aðspurður hvers vegna stjórn KKÍ hefði ekki vísað málinu til aganefndar eins og til stóð svaraði Hannes: „Stjórnin vildi fá niðurstöðu í málið en síðan ákváðu Haukar að kæra málið sjálfir og þá vorum við ekki að kæra líka. Það kom því ekki til þess að við þyrftum að kæra,“ sagði Hannes. Kærufrestur rann út síðasta mánudagskvöld og segir Hannes að vegna anna á skrifstofu KKÍ hafi ekki verið búið að fullklára og senda inn kæru á mánudagsmorgninum. Heyrst hafi svo að Haukar væru tilbúnir með kæru og því hafi KKÍ hætt við sína. „Við viljum ekki hafa tvær kærur í málinu,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegra að stjórn KKÍ sæi um að kæra í svona máli, þar sem reyndi á reglur sambandsins, endurtók Hannes að ekki væri hægt að hafa tvær kærur í málinu: „Við stýrum ekki því sem Haukar ákveða að gera.“ Hvenær fá Njarðvíkingar að vita hverjum þeir mæta? Í kvöld ættu 16-liða úrslitin í bikarnum að vera að klárast en enn stendur eftir leikur Njarðvíkur við annað hvort Tindastól eða Hauka. Aganefnd KKÍ er óháð stjórn en Hannes segir alveg hægt að gefa sér það að nefndin muni í fyrsta lagi geta úrskurðað í málinu í næstu eða þarnæstu viku. Sjö daga frestur Tindastóls til að leggja fram sína vörn renni út í dag og aganefndin þurfi tíma til að skoða öll gögn og komast að niðurstöðu í svo stóru máli. Átta liða úrslitin í bikarnum eiga að fara fram 11.-12. desember og því kappsmál að leikurinn í Ljónagryfjunni, hvort sem hann verður við Tindastól eða Hauka, verði spilaður í tæka tíð fyrir þann tíma. Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem staðfesti í samtali við Vísi í dag að stjórn KKÍ hefði hætt við að kæra úrslit leiksins til aga- og úskurðarnefndar, eftir að körfuknattleiksdeild Hauka gerði það. Verði úrskurðað Haukum í vil fá þeir 20-0 sigur, en lokatölur í leiknum urðu 88-71 Tindastóli í vil. Málið snýst um það að á einum tímapunkti í leiknum, í þriðja leikhluta, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Hilmar Smári Henningsson var þá að taka vítaskot fyrir Hauka og hitti úr þeim báðum, áður en Tindastóll tók leikhlé og lagfærði stöðuna með því að taka út af einn erlendu leikmannanna. Aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inni á vellinum, í hvoru liði, samkvæmt reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið. Sauðkrækingar viðurkenna mistök sín en binda vonir við að þeim verði ekki refsað með 20-0 tapi. „Viljum ekki hafa tvær kærur“ Aðspurður hvers vegna stjórn KKÍ hefði ekki vísað málinu til aganefndar eins og til stóð svaraði Hannes: „Stjórnin vildi fá niðurstöðu í málið en síðan ákváðu Haukar að kæra málið sjálfir og þá vorum við ekki að kæra líka. Það kom því ekki til þess að við þyrftum að kæra,“ sagði Hannes. Kærufrestur rann út síðasta mánudagskvöld og segir Hannes að vegna anna á skrifstofu KKÍ hafi ekki verið búið að fullklára og senda inn kæru á mánudagsmorgninum. Heyrst hafi svo að Haukar væru tilbúnir með kæru og því hafi KKÍ hætt við sína. „Við viljum ekki hafa tvær kærur í málinu,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegra að stjórn KKÍ sæi um að kæra í svona máli, þar sem reyndi á reglur sambandsins, endurtók Hannes að ekki væri hægt að hafa tvær kærur í málinu: „Við stýrum ekki því sem Haukar ákveða að gera.“ Hvenær fá Njarðvíkingar að vita hverjum þeir mæta? Í kvöld ættu 16-liða úrslitin í bikarnum að vera að klárast en enn stendur eftir leikur Njarðvíkur við annað hvort Tindastól eða Hauka. Aganefnd KKÍ er óháð stjórn en Hannes segir alveg hægt að gefa sér það að nefndin muni í fyrsta lagi geta úrskurðað í málinu í næstu eða þarnæstu viku. Sjö daga frestur Tindastóls til að leggja fram sína vörn renni út í dag og aganefndin þurfi tíma til að skoða öll gögn og komast að niðurstöðu í svo stóru máli. Átta liða úrslitin í bikarnum eiga að fara fram 11.-12. desember og því kappsmál að leikurinn í Ljónagryfjunni, hvort sem hann verður við Tindastól eða Hauka, verði spilaður í tæka tíð fyrir þann tíma.
Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira