Veltu fyrir sér hvort Ómar væri besti leikmaður heims: „Ógeðslega flottur og getur gert allt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 10:30 Ómar Ingi Magnússon hefur verið algjörlega frábær undanfarna mánuði. Nikola Krstic/MB Media/Getty Images Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Haukar, mætti til Ásgeirs og Stefáns í hlaðvarp Seinni Bylgjunnar í vikunni. Meðal þess sem strákarnir ræddu var frammistaða Ómars Inga Magnússonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar undanfarið, ásamt því að velta upp þeirri spurningu hvort Ómar Ingi væri jafnvel besti handboltamaður heims í dag. „Það er ekki laust við það að maður er að ofpeppast vel því að íslenska landsliðið er að fara að taka þátt á HM í handbolta og drengirnir okkar eru að spila svo ógeðslega vel í boltanum úti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins í upphafi umræðunnar. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru líklega bestu menn vallarins þegar Magdeburg tryggði sér sigur á heimsmeistaramóti félagsliða á dögunum með sigri gegn Barcelona í úrslitaleiknum, annað árið í röð. Ómar skoraði tólf mörk fyrir þýska liðið og Gísli sex, ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og hann fór fögrum orðum um tvímenningana sem eru að gera það gríðarlega gott með þýsku meisturunum. „Þeir eru frábærir báðir tveir og búnir að spila bara ótrúlega vel,“ sagði Stefán Rafn. „Þeir eru bara búnir að sýna það að þeir eru með langbestu mönnum í Bundesligunni, bestu deild í heimi. Að sjá bara Gísla núna í seinustu landsleikjum. Sendingarnar frá honum og hann er bara orðin komplett ótrúlega flottur.“ „Svo erum við með Ómar sem er ótrúlegur leikmaður. Hann er bara ógeðslega flottur og getur gert allt. Fintað, skotið, með frábært auga og tímasetningarnar. Það er bara unun að horfa á þá báða tvo.“ „Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður“ Stefán Árni vitnaði svo í Twitter-færslu frá Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni, íþróttafréttamanni á RÚV, þar sem Þorkell varpar þeirri spurningu fram hvort Ómar sé ekki örugglega í umræðunni um hver sé besti handboltamaður heims. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Refn voru sammála um það að svo væri. Er Ómar Ingi ekki klárlega í umræðunni um besta handboltamann heims í augnablikinu? Hverjir eru aðrir í baráttunni? Matthias Gidsel (DAN), Sander Sagosen (NOR), Jim Gottfridsson (SVÍ), Niklas Landin (DAN), Dika Mem (FRA), Aleix Gomex (SPÁ)...? Fleiri, færri sem koma til greina?— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) October 27, 2022 „Ég las þetta líka og mér fannst þetta frábær punktur að byrja að velta þessu fyrir sér,“ sagði Ásgeir. „Ég held að við getum bara mjög auðveldlega sett niður einhver 4-5 nöfn og hann er klárlega eitt af þeim,“ bætti Ásgeir við áður en Stefán Rafn greip boltann á lofti. „Hann gerir tilkall þarna. Það er alveg pottþétt,“ sagði Stefán. „Miðað við hvernig hann er núna. Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður,“ bætti Stefán við áður en strákarnir færðu sig yfir í aðra umræðu. Vangaveltur þeirra félaga um hvort Ómar sé besti leikmaður heims má heyra í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um Ómar og Gísla hefst eftir 29 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Stefán Rafn um ungversku deildina og Hauka Handbolti Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
„Það er ekki laust við það að maður er að ofpeppast vel því að íslenska landsliðið er að fara að taka þátt á HM í handbolta og drengirnir okkar eru að spila svo ógeðslega vel í boltanum úti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins í upphafi umræðunnar. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru líklega bestu menn vallarins þegar Magdeburg tryggði sér sigur á heimsmeistaramóti félagsliða á dögunum með sigri gegn Barcelona í úrslitaleiknum, annað árið í röð. Ómar skoraði tólf mörk fyrir þýska liðið og Gísli sex, ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og hann fór fögrum orðum um tvímenningana sem eru að gera það gríðarlega gott með þýsku meisturunum. „Þeir eru frábærir báðir tveir og búnir að spila bara ótrúlega vel,“ sagði Stefán Rafn. „Þeir eru bara búnir að sýna það að þeir eru með langbestu mönnum í Bundesligunni, bestu deild í heimi. Að sjá bara Gísla núna í seinustu landsleikjum. Sendingarnar frá honum og hann er bara orðin komplett ótrúlega flottur.“ „Svo erum við með Ómar sem er ótrúlegur leikmaður. Hann er bara ógeðslega flottur og getur gert allt. Fintað, skotið, með frábært auga og tímasetningarnar. Það er bara unun að horfa á þá báða tvo.“ „Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður“ Stefán Árni vitnaði svo í Twitter-færslu frá Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni, íþróttafréttamanni á RÚV, þar sem Þorkell varpar þeirri spurningu fram hvort Ómar sé ekki örugglega í umræðunni um hver sé besti handboltamaður heims. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Refn voru sammála um það að svo væri. Er Ómar Ingi ekki klárlega í umræðunni um besta handboltamann heims í augnablikinu? Hverjir eru aðrir í baráttunni? Matthias Gidsel (DAN), Sander Sagosen (NOR), Jim Gottfridsson (SVÍ), Niklas Landin (DAN), Dika Mem (FRA), Aleix Gomex (SPÁ)...? Fleiri, færri sem koma til greina?— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) October 27, 2022 „Ég las þetta líka og mér fannst þetta frábær punktur að byrja að velta þessu fyrir sér,“ sagði Ásgeir. „Ég held að við getum bara mjög auðveldlega sett niður einhver 4-5 nöfn og hann er klárlega eitt af þeim,“ bætti Ásgeir við áður en Stefán Rafn greip boltann á lofti. „Hann gerir tilkall þarna. Það er alveg pottþétt,“ sagði Stefán. „Miðað við hvernig hann er núna. Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður,“ bætti Stefán við áður en strákarnir færðu sig yfir í aðra umræðu. Vangaveltur þeirra félaga um hvort Ómar sé besti leikmaður heims má heyra í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um Ómar og Gísla hefst eftir 29 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Stefán Rafn um ungversku deildina og Hauka
Handbolti Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira