Jerry Lee Lewis er látinn Árni Sæberg skrifar 28. október 2022 17:34 Jerry Lee Lewis var tekinn inn í heiðurshöll kántrítónlistar fyrr á árinu. Jason Kempin/Getty Images Tónlistarmaðurinn Jerry Lee Lewis er látinn 87 ára að aldri. Lewis lést í dag, að því er segir í fréttatilkynningu frá útgefanda hans, Zach Farnum. Þar segir að Lewis hafi verið alvarlega veikur síðastliðin ár og að hann hafi verið tilbúinn að fara yfir móðuna miklu. Athygli vakti á dögunum þegar dægurmiðilinn TMZ tilkynnti að Lewis væri látinn en dró frétt þess efnis síðan til baka eftir að í ljós kom að Lewis var enn á lífi. Útgefandinn Zach Farnum vandaði blaðamanni TMZ ekki kveðjurnar eftir það. Lackluster journalism at its worst. @HarveyLevinTMZ - check your sources. Quit being a coward and call me back. https://t.co/7DSDJHPmsZ— Zach Farnum (@zachfarnum) October 26, 2022 Umdeild goðsögn Óhætt er að fullyrða að Lewis sé á meðal áhrifamestu tónlistarmanna sögunnar en hann var einn brautryðjenda í rokki og róli á sjötta áratug tuttugustu aldar ásamt mönnum á borð við Elvis Presley, Chuck Berry, Buddy Holly og Johnny Cash. Hann gerði garðinn meðal annars frægan með lögum á borð við Great balls of fire og Whole lotta shakin' goin' on. Í spilaranum hér að neðan má sjá hann flytja síðarnefnda lagið. Lewis var umdeildur maður nánast allan hans feril en árið 1958 komust fréttamenn á snoðir um það að hann hefði kvænst þrettán ára gamalli frænku sinni, Myru Gale Brown, á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonu sinni. Ferill hans tók þá skarpa dýfu niður á við og hann fór að glíma við áfengis- og fíkniefnadrauginn. Tónlistarbransinn vestanhafs fyrirgaf honum hins vegar á sjöunda áratugnum og hann hélt áfram að semja tónlist allt til ársins 2006. Lewis lætur eftir sig eiginkonuna Judith Coghlan Lewis og fjögur uppkomin börn. Tveir synir hans eru þegar látnir. Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Óða boðflennan fangelsuð Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
Lewis lést í dag, að því er segir í fréttatilkynningu frá útgefanda hans, Zach Farnum. Þar segir að Lewis hafi verið alvarlega veikur síðastliðin ár og að hann hafi verið tilbúinn að fara yfir móðuna miklu. Athygli vakti á dögunum þegar dægurmiðilinn TMZ tilkynnti að Lewis væri látinn en dró frétt þess efnis síðan til baka eftir að í ljós kom að Lewis var enn á lífi. Útgefandinn Zach Farnum vandaði blaðamanni TMZ ekki kveðjurnar eftir það. Lackluster journalism at its worst. @HarveyLevinTMZ - check your sources. Quit being a coward and call me back. https://t.co/7DSDJHPmsZ— Zach Farnum (@zachfarnum) October 26, 2022 Umdeild goðsögn Óhætt er að fullyrða að Lewis sé á meðal áhrifamestu tónlistarmanna sögunnar en hann var einn brautryðjenda í rokki og róli á sjötta áratug tuttugustu aldar ásamt mönnum á borð við Elvis Presley, Chuck Berry, Buddy Holly og Johnny Cash. Hann gerði garðinn meðal annars frægan með lögum á borð við Great balls of fire og Whole lotta shakin' goin' on. Í spilaranum hér að neðan má sjá hann flytja síðarnefnda lagið. Lewis var umdeildur maður nánast allan hans feril en árið 1958 komust fréttamenn á snoðir um það að hann hefði kvænst þrettán ára gamalli frænku sinni, Myru Gale Brown, á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonu sinni. Ferill hans tók þá skarpa dýfu niður á við og hann fór að glíma við áfengis- og fíkniefnadrauginn. Tónlistarbransinn vestanhafs fyrirgaf honum hins vegar á sjöunda áratugnum og hann hélt áfram að semja tónlist allt til ársins 2006. Lewis lætur eftir sig eiginkonuna Judith Coghlan Lewis og fjögur uppkomin börn. Tveir synir hans eru þegar látnir.
Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Óða boðflennan fangelsuð Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira