Stoðsendingatitilinn undir í leik Keflavíkur og Fram á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 15:01 Tiago Fernandes og Adam Ægir Pálsson í síðasta leik Fram og Keflavíkur í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Fram getur náð toppsæti af Keflavík með stórsigri í innbyrðis leik liðanna í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta en getur einnig bæði eignast markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar. Keflavík og Fram mætast á morgun í síðasta leik sínum í neðri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar en þá fer öll lokaumferðin fram á sama tíma. Leikirnir hefjast klukkan 13.00. Keflavík er þremur stigum og tíu mörkum á undan Fram og því komast Framarar því ekki upp í efsta sætið nema með því að vinna fimm marka sigur. Framarar getur aftur á móti tryggt sér tvö einstaklingsverðlaun í þessum leik á morgun. Guðmundur Magnússon hefur skorað sautján mörk í sumar eða jafnmörg og KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson. Nökkvi fór í atvinnumennsku til Belgíu í septemberbyrjun og spilaði bara tuttugu leiki í sumar. Hann tekur því gullskóinn ef þeir enda jafnir. Guðmundi vantar því eitt mark til að verða fyrir ofan Nökkva. Fram gæti síðan eignast bæði markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar. Tiago Fernandes er fyrir lokaumferðina sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar í deildinni í sumar en hann gaf sína þrettándu stoðsendingu í síðasta leik. Fernandes er með einni stoðsendingu meira en Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson sem hefur gefið tólf. Þeir keppa því um stoðsendingatitilinn á sama velli á morgun en í tólf marka leik liðanna um miðjan september þá voru þeir báðir með stoðsendingaþrennu. Það gætu svo sem reyndar aðrir blandað sér í baráttuna með stórleik því Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson er með ellefu stoðsendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson hefur gefið tíu stoðsendingar. Blikarnir Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson eru síðan báðir með níu stoðsendingar alveg eins og Víkingurinn Pablo Punyed sem varð stoðsendingakóngurinn í fyrra. Stúkan mun bjóða upp á sérstaka Red Zone útgáfu á morgun en þá verður fylgst með öllum leikjunm í beinni og skipti á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsendingin hefst klukkan 12.30 á Stöð 2 Sport og klárast ekki fyrr en eftir leikina. Um kvöldið mun Stúkan síðan gera upp allt mótið í lokaþætti sínum sem hefst klukkan 20.00. Besta deild karla Fram Keflavík ÍF Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira
Keflavík og Fram mætast á morgun í síðasta leik sínum í neðri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar en þá fer öll lokaumferðin fram á sama tíma. Leikirnir hefjast klukkan 13.00. Keflavík er þremur stigum og tíu mörkum á undan Fram og því komast Framarar því ekki upp í efsta sætið nema með því að vinna fimm marka sigur. Framarar getur aftur á móti tryggt sér tvö einstaklingsverðlaun í þessum leik á morgun. Guðmundur Magnússon hefur skorað sautján mörk í sumar eða jafnmörg og KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson. Nökkvi fór í atvinnumennsku til Belgíu í septemberbyrjun og spilaði bara tuttugu leiki í sumar. Hann tekur því gullskóinn ef þeir enda jafnir. Guðmundi vantar því eitt mark til að verða fyrir ofan Nökkva. Fram gæti síðan eignast bæði markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar. Tiago Fernandes er fyrir lokaumferðina sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar í deildinni í sumar en hann gaf sína þrettándu stoðsendingu í síðasta leik. Fernandes er með einni stoðsendingu meira en Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson sem hefur gefið tólf. Þeir keppa því um stoðsendingatitilinn á sama velli á morgun en í tólf marka leik liðanna um miðjan september þá voru þeir báðir með stoðsendingaþrennu. Það gætu svo sem reyndar aðrir blandað sér í baráttuna með stórleik því Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson er með ellefu stoðsendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson hefur gefið tíu stoðsendingar. Blikarnir Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson eru síðan báðir með níu stoðsendingar alveg eins og Víkingurinn Pablo Punyed sem varð stoðsendingakóngurinn í fyrra. Stúkan mun bjóða upp á sérstaka Red Zone útgáfu á morgun en þá verður fylgst með öllum leikjunm í beinni og skipti á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsendingin hefst klukkan 12.30 á Stöð 2 Sport og klárast ekki fyrr en eftir leikina. Um kvöldið mun Stúkan síðan gera upp allt mótið í lokaþætti sínum sem hefst klukkan 20.00.
Besta deild karla Fram Keflavík ÍF Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira