Jóhann Þór: Það verða gerðar breytingar á hópnum Smári Jökull Jónsson skrifar 27. október 2022 20:39 Jóhann Þór Ólafsson var ánægður með karakter Grindavíkurliðsins í kvöld og staðfesti að breytingar yrðu gerðar á leikmannahópi liðsins á næstunni. Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með stigin tvö sem hans menn náðu í gegn ÍR í kvöld. Hann sagði að breytingar á hópi liðsins væru framundan. „Varnarlega vorum við fínir lengst af. Þeir eru að vísu að hitta vel yfir 40% en við höldum þeim í 79 stigum. Svo lendum við í því líka að þeir setja einhver skot Randver ofan í, spjaldið ofan í og einhver svona mjög erfið skot. Fyrst og fremst er ég stoltur af mínu liði hvernig við þröngvuðum þetta í gegn,“ sagði Jóhann Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við tökum þessi tvö stig, frammistaðan allt í lagi. Sóknarlega erum við mjög stífir og þegar við fáum flæði og búum til góð skot þá hittum við ekki. Við settum stór skot undir restina þegar þess þurfti og þetta var flottur sigur.“ Í þriðja leikhluta náðu ÍR-ingar 11-0 áhlaupi og öll stemmning með þeim. Heimamenn virtust pirraðir en komu til baka fyrir lok fjórðungsins. „Mjög flottur karakter í þessu. Gaman að sjá líka að það voru fimm grindvískir strákar sem sneru þessu við og komu okkur aftur af stað. Flottur karakter og mikilvægur sigur.“ Tveir grískir leikmenn Grindavíkur léku lítil hlutverk í liðinu í kvöld. Gkay Skordilis lék í rúmar fimmtán mínútur og Evangelos Tzolos aðeins í tæpar fimm mínútur. Jóhann Þór sagði að breytinga væri að vænta á leikmannahópi Grindavíkur. „Það verða einhverjar breytingar, ég held að það sé í kortunum og svo sem löngu ákveðið. Það voru veikindi í vikunni og þar af leiðandi voru bara tíu til ellefu á æfingum þannig að ég komi hreint fram með það. Það verða gerðar breytingar á hópnum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 84-79 | Læti í Grindavík þegar heimamenn náðu í annan sigur tímabilsins Grindvíkingar unnu sinn annan sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik suður með sjó í Subway-deildinni kvöld. Lokatölur 84-79 í leik þar sem þjálfari og einn leikmaður ÍR voru reknir út úr húsi. 27. október 2022 21:10 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
„Varnarlega vorum við fínir lengst af. Þeir eru að vísu að hitta vel yfir 40% en við höldum þeim í 79 stigum. Svo lendum við í því líka að þeir setja einhver skot Randver ofan í, spjaldið ofan í og einhver svona mjög erfið skot. Fyrst og fremst er ég stoltur af mínu liði hvernig við þröngvuðum þetta í gegn,“ sagði Jóhann Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við tökum þessi tvö stig, frammistaðan allt í lagi. Sóknarlega erum við mjög stífir og þegar við fáum flæði og búum til góð skot þá hittum við ekki. Við settum stór skot undir restina þegar þess þurfti og þetta var flottur sigur.“ Í þriðja leikhluta náðu ÍR-ingar 11-0 áhlaupi og öll stemmning með þeim. Heimamenn virtust pirraðir en komu til baka fyrir lok fjórðungsins. „Mjög flottur karakter í þessu. Gaman að sjá líka að það voru fimm grindvískir strákar sem sneru þessu við og komu okkur aftur af stað. Flottur karakter og mikilvægur sigur.“ Tveir grískir leikmenn Grindavíkur léku lítil hlutverk í liðinu í kvöld. Gkay Skordilis lék í rúmar fimmtán mínútur og Evangelos Tzolos aðeins í tæpar fimm mínútur. Jóhann Þór sagði að breytinga væri að vænta á leikmannahópi Grindavíkur. „Það verða einhverjar breytingar, ég held að það sé í kortunum og svo sem löngu ákveðið. Það voru veikindi í vikunni og þar af leiðandi voru bara tíu til ellefu á æfingum þannig að ég komi hreint fram með það. Það verða gerðar breytingar á hópnum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 84-79 | Læti í Grindavík þegar heimamenn náðu í annan sigur tímabilsins Grindvíkingar unnu sinn annan sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik suður með sjó í Subway-deildinni kvöld. Lokatölur 84-79 í leik þar sem þjálfari og einn leikmaður ÍR voru reknir út úr húsi. 27. október 2022 21:10 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 84-79 | Læti í Grindavík þegar heimamenn náðu í annan sigur tímabilsins Grindvíkingar unnu sinn annan sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik suður með sjó í Subway-deildinni kvöld. Lokatölur 84-79 í leik þar sem þjálfari og einn leikmaður ÍR voru reknir út úr húsi. 27. október 2022 21:10