Ronaldo var ónotaður varamaður og yfirgaf Old Trafford fyrir leikslok Atli Arason skrifar 19. október 2022 23:00 Ronaldo á varamannabekk Manchester United í kvöld. Getty Images Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, virtist vera ósáttur með stöðu mála og yfirgaf leikvöllinn áður en lokaflautið gall í sigri United gegn Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Ronaldo sat allan leikinn á varamannabekk United og rauk inn í búningsklefa liðsins án þess að fagna með liðsfélögum sínum eftir sigurinn á Tottenham. Leikmannagangurinn á Old Trafford er ólíkt öðrum völlum á Englandi í horni leikvangsins og því urðu allir viðstaddir varir við það þegar Ronaldo gékk með fram hliðarlínunni og inn í klefa í kringum 90. mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo went to the tunnel before the game ended against Tottenham 😬(via @TelemundoSports)pic.twitter.com/nYwKlpKiSd— B/R Football (@brfootball) October 19, 2022 Með athæfi sínu er Ronaldo að ná flestum fyrirsögnum breska fjölmiðla eftir leikinn og dregur það athyglina frá sigri Manchester United gegn öflugu liði Tottenham en Manchester United er einungis einu stigi frá Meistaradeildarsæti eftir sigurinn, þrátt fyrir slæma byrjun liðsins á tímabilinu. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, vildi eðlilega ekki ræða Ronaldo þegar blaðamenn spurðu hann út atvikið eftir leik. „Ég vil hafa fókusinn á liðið en þetta var mögnuð frammistaða hjá öllum gegn góðu liði Tottenham. Til að svara spurningunni um Ronaldo þá mun ég eiga við það mál á morgun, ekki núna,“ svaraði Ten Hag aðspurður út í Ronaldo. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Ronaldo yfirgefur leikvanginn áður en leikur liðsins er flautaður af en Ronaldo gerði slíkt hið sama á undirbúningstímabili liðsins og vakti það mikla athygli á sínum tíma. „Ég skil gremju hans að fá ekki að taka þátt í leiknum en ef þú horfir á stóru myndina þá var liðið hans að sýna mjög góða frammistöðu í kvöld,“ sagði markahrókurinn Alan Shearer, sparkspekingur hjá Amazon Prime, um athæfi Ronaldo. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Manchester United færist nær Meistaradeildarsæti eftir sigur á Tottenham Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. 19. október 2022 21:45 Ferdinand: Ronaldo verður bálreiður með bekkjarsetu Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé og verði öskureiður með að sitja á varamannabekk liðsins. 30. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Ronaldo sat allan leikinn á varamannabekk United og rauk inn í búningsklefa liðsins án þess að fagna með liðsfélögum sínum eftir sigurinn á Tottenham. Leikmannagangurinn á Old Trafford er ólíkt öðrum völlum á Englandi í horni leikvangsins og því urðu allir viðstaddir varir við það þegar Ronaldo gékk með fram hliðarlínunni og inn í klefa í kringum 90. mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo went to the tunnel before the game ended against Tottenham 😬(via @TelemundoSports)pic.twitter.com/nYwKlpKiSd— B/R Football (@brfootball) October 19, 2022 Með athæfi sínu er Ronaldo að ná flestum fyrirsögnum breska fjölmiðla eftir leikinn og dregur það athyglina frá sigri Manchester United gegn öflugu liði Tottenham en Manchester United er einungis einu stigi frá Meistaradeildarsæti eftir sigurinn, þrátt fyrir slæma byrjun liðsins á tímabilinu. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, vildi eðlilega ekki ræða Ronaldo þegar blaðamenn spurðu hann út atvikið eftir leik. „Ég vil hafa fókusinn á liðið en þetta var mögnuð frammistaða hjá öllum gegn góðu liði Tottenham. Til að svara spurningunni um Ronaldo þá mun ég eiga við það mál á morgun, ekki núna,“ svaraði Ten Hag aðspurður út í Ronaldo. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Ronaldo yfirgefur leikvanginn áður en leikur liðsins er flautaður af en Ronaldo gerði slíkt hið sama á undirbúningstímabili liðsins og vakti það mikla athygli á sínum tíma. „Ég skil gremju hans að fá ekki að taka þátt í leiknum en ef þú horfir á stóru myndina þá var liðið hans að sýna mjög góða frammistöðu í kvöld,“ sagði markahrókurinn Alan Shearer, sparkspekingur hjá Amazon Prime, um athæfi Ronaldo.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Manchester United færist nær Meistaradeildarsæti eftir sigur á Tottenham Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. 19. október 2022 21:45 Ferdinand: Ronaldo verður bálreiður með bekkjarsetu Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé og verði öskureiður með að sitja á varamannabekk liðsins. 30. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Manchester United færist nær Meistaradeildarsæti eftir sigur á Tottenham Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. 19. október 2022 21:45
Ferdinand: Ronaldo verður bálreiður með bekkjarsetu Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé og verði öskureiður með að sitja á varamannabekk liðsins. 30. ágúst 2022 07:00