Íhuga að halda fegurðarsamkeppni á Íslandi fyrir konur í stærri stærðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2022 22:00 Á lokakvöldi keppninnar. Í Japan var haldin á dögunum fegurðarsamkeppnin Today’s Woman fyrir konur í stærri stærðum. Íslensk stúlka sem starfaði við keppnina segir að hugsanlega verði hún haldin á Íslandi í náinni framtíð. „Japan er land með djúpar rætur í hefðum sínum, en þrátt fyrir það er alltaf möguleiki fyrir nýjar og spennandi hugmynd,“ segir Thelma Heimisdóttir í samtali við Vísi. „Konur 18 ára og eldri voru gjaldgengar. Þetta er fyrsta fegurðarsamkeppni sinnar tegundar sem haldin hefur verið í Japan, en hún var sett saman og framkvæmd af Steven Haynes,“ segir Thelma. „Steven Haynes er Bandaríkjamaður sem hefur búið í Japan í yfir 20 ár. Þar starfar hann sem dansari, módel, leikari og framkvæmdastjóri fyrir fegurðarsamkeppnina Supranational. Hann tók þá ákvörðun að setja saman keppni fyrir konur í stærri stærðum þegar hann áttaði sig á því að allar fegurðarsamkeppnir sem hann hafði komið nálægt voru aðeins fyrir konur í „einni“ stærð. Thelma Heimisdótttir „Í byrjun héldu sumir að þetta væri svik eða plat. Margir spurðu mig af hverju ég væri að búa til þessa keppni því konur yfirstærð væru ekkert aðlagandi. Ég trúði því ekki sem ég heyrði og ákvað að gera eitthvað í málinu. Allir eiga rétt á að tilheyra samfélaginu,” segir Steven um keppnina. Hann segir að þetta hafi verið mikilvæg keppni fyrir konurnar sem tóku þátt. Opnað dyr fyrir þær sem hefðu aldrei opnast og gefið þeim rödd sem loksins er hlustað á. Sigurvegarar í ár voru þær Diana L. Barr (Elegant Class) og Chihiro Kise (Sophisticated Class). Steven Haynes „Þessi keppni hjálpaði mér að sjá að ég er einhvers virði, nákvæmlega eins og ég er. Ekki þegar ég er mjórri, léttari eða klæðist minni stærðum, heldur sú kona sem ég er núna. Nú get ég miklu fremur haft jákvæð áhrif; ég get sýnt öðrum að þær eru líka einhvers virði í dag: hvar sem þær eru, hvernig sem þær eru og hverjar þær eru,“ sagði Diana um keppnina. Thelma segir að margar japanskar konur finni fyrir mikilli pressu til að halda sér grönnum. Chihiro Kise segir að þessi keppni muni örugglega hafa mikil áhrif. Hún er mjög ánægð með að keppninni var komið á fót í Japan þar sem fólk ber sig oft saman við aðra og leggur áherslu á samvinnu. Hún hefur heyrt af bæði neikvæðum og jákvæðum viðbrögðum af keppninni. Sigurvegarar keppninnar í Japan. „Þegar samfélagið fer í gegnum breytingar þá heyrist mikið í þeim sem gagnrýna breytingar. Hún segir að keppnin hafi ekki bara góð áhrif á konur í yfirstærð, heldur allar konur. Hún hefur fengið mörg skilaboð á Instagram frá alls konar konum sem segjast hafa lært að taka eftir sinni eigin fegurð án þess að vera bera sig stöðugt saman við aðrar,“ segir Thelma. „Keppnin mun verða haldin á Hawaii á næsta ári, en Steven vonast til þess að geta komið með hana til Evrópu sem fyrst og þá byrja á Íslandi. En það veltur á því hvort konur á Íslandi hafi áhuga á að taka þátt,“ segir Thelma að lokum. Japan Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
„Japan er land með djúpar rætur í hefðum sínum, en þrátt fyrir það er alltaf möguleiki fyrir nýjar og spennandi hugmynd,“ segir Thelma Heimisdóttir í samtali við Vísi. „Konur 18 ára og eldri voru gjaldgengar. Þetta er fyrsta fegurðarsamkeppni sinnar tegundar sem haldin hefur verið í Japan, en hún var sett saman og framkvæmd af Steven Haynes,“ segir Thelma. „Steven Haynes er Bandaríkjamaður sem hefur búið í Japan í yfir 20 ár. Þar starfar hann sem dansari, módel, leikari og framkvæmdastjóri fyrir fegurðarsamkeppnina Supranational. Hann tók þá ákvörðun að setja saman keppni fyrir konur í stærri stærðum þegar hann áttaði sig á því að allar fegurðarsamkeppnir sem hann hafði komið nálægt voru aðeins fyrir konur í „einni“ stærð. Thelma Heimisdótttir „Í byrjun héldu sumir að þetta væri svik eða plat. Margir spurðu mig af hverju ég væri að búa til þessa keppni því konur yfirstærð væru ekkert aðlagandi. Ég trúði því ekki sem ég heyrði og ákvað að gera eitthvað í málinu. Allir eiga rétt á að tilheyra samfélaginu,” segir Steven um keppnina. Hann segir að þetta hafi verið mikilvæg keppni fyrir konurnar sem tóku þátt. Opnað dyr fyrir þær sem hefðu aldrei opnast og gefið þeim rödd sem loksins er hlustað á. Sigurvegarar í ár voru þær Diana L. Barr (Elegant Class) og Chihiro Kise (Sophisticated Class). Steven Haynes „Þessi keppni hjálpaði mér að sjá að ég er einhvers virði, nákvæmlega eins og ég er. Ekki þegar ég er mjórri, léttari eða klæðist minni stærðum, heldur sú kona sem ég er núna. Nú get ég miklu fremur haft jákvæð áhrif; ég get sýnt öðrum að þær eru líka einhvers virði í dag: hvar sem þær eru, hvernig sem þær eru og hverjar þær eru,“ sagði Diana um keppnina. Thelma segir að margar japanskar konur finni fyrir mikilli pressu til að halda sér grönnum. Chihiro Kise segir að þessi keppni muni örugglega hafa mikil áhrif. Hún er mjög ánægð með að keppninni var komið á fót í Japan þar sem fólk ber sig oft saman við aðra og leggur áherslu á samvinnu. Hún hefur heyrt af bæði neikvæðum og jákvæðum viðbrögðum af keppninni. Sigurvegarar keppninnar í Japan. „Þegar samfélagið fer í gegnum breytingar þá heyrist mikið í þeim sem gagnrýna breytingar. Hún segir að keppnin hafi ekki bara góð áhrif á konur í yfirstærð, heldur allar konur. Hún hefur fengið mörg skilaboð á Instagram frá alls konar konum sem segjast hafa lært að taka eftir sinni eigin fegurð án þess að vera bera sig stöðugt saman við aðrar,“ segir Thelma. „Keppnin mun verða haldin á Hawaii á næsta ári, en Steven vonast til þess að geta komið með hana til Evrópu sem fyrst og þá byrja á Íslandi. En það veltur á því hvort konur á Íslandi hafi áhuga á að taka þátt,“ segir Thelma að lokum.
Japan Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein