Kynnti stefnu og ráðherrana í nýrri ríkisstjórn Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 08:36 Hinn 58 ára Ulf Kristersson hefur stýrt hægriflokknum Moderaterna frá árinu 2017. Getty Ulf Kristersson, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti í morgun stjórnarsáttmálann og ráðherrana í ríkisstjórn sinni. Þrettán ráðherrar koma úr röðum Moderaterna, fimm úr röðum Kristilegra demókrata og sömuleiðis fimm úr röðum Frjálslyndra. Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata, verður viðskiptaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra. Tobias Billström, þingmaður Moderaterna fyrrverandi ráðherra innflytjendamála (2006 til 2014) verður utanríkisráðherra og Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra verður ráðherra málefna vinnumarkaðs og aðlögunar. Ebba Busch verður nýr viðskiptaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra.EPA Þá vekur það athygli að hin 26 ára Romina Pormoukhtari frá Frjálslyndum verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála og verður þar með yngsti ráðherrann í sögu Svíþjóðar. Sænska þingið staðfesti í gær Kristersson í embætti forsætisráðherra og mun hann leiða þriggja flokka ríkisstjórn Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar, sem er nú stærsti flokkurinn á hægri væng stjórnmálanna, mun verja hana vantrausti. Alls greiddu 176 þingmenn atkvæði með tillögunni, en 173 gegn. Kristersson sagði meðal annars að til stæði að koma upp sérstöku þjóðaröryggisráði, að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við tíðar skotárásir í landinu og starfsemi glæpagengja. Þá sagði hann ríkisstjórnina einnig munu gera breytingar á stefnu landsins í orkumálum, dómskerfinu, lífeyrismálum og á vinnumarkaði. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ulf Kristersson nýr forsætisráðherra Svíþjóðar Ulf Kristersson, formaður sænska hægriflokksins Moderaterna, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í sænska þinginu um tillögu þingforsetans Andreas Norlén í morgun. 17. október 2022 10:05 Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. 14. október 2022 08:14 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Þrettán ráðherrar koma úr röðum Moderaterna, fimm úr röðum Kristilegra demókrata og sömuleiðis fimm úr röðum Frjálslyndra. Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata, verður viðskiptaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra. Tobias Billström, þingmaður Moderaterna fyrrverandi ráðherra innflytjendamála (2006 til 2014) verður utanríkisráðherra og Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra verður ráðherra málefna vinnumarkaðs og aðlögunar. Ebba Busch verður nýr viðskiptaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra.EPA Þá vekur það athygli að hin 26 ára Romina Pormoukhtari frá Frjálslyndum verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála og verður þar með yngsti ráðherrann í sögu Svíþjóðar. Sænska þingið staðfesti í gær Kristersson í embætti forsætisráðherra og mun hann leiða þriggja flokka ríkisstjórn Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar, sem er nú stærsti flokkurinn á hægri væng stjórnmálanna, mun verja hana vantrausti. Alls greiddu 176 þingmenn atkvæði með tillögunni, en 173 gegn. Kristersson sagði meðal annars að til stæði að koma upp sérstöku þjóðaröryggisráði, að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við tíðar skotárásir í landinu og starfsemi glæpagengja. Þá sagði hann ríkisstjórnina einnig munu gera breytingar á stefnu landsins í orkumálum, dómskerfinu, lífeyrismálum og á vinnumarkaði.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Ulf Kristersson nýr forsætisráðherra Svíþjóðar Ulf Kristersson, formaður sænska hægriflokksins Moderaterna, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í sænska þinginu um tillögu þingforsetans Andreas Norlén í morgun. 17. október 2022 10:05 Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. 14. október 2022 08:14 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Ulf Kristersson nýr forsætisráðherra Svíþjóðar Ulf Kristersson, formaður sænska hægriflokksins Moderaterna, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í sænska þinginu um tillögu þingforsetans Andreas Norlén í morgun. 17. október 2022 10:05
Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. 14. október 2022 08:14