Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 23:00 Ofurhlauparinn Mari Järsk. Vísir „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. „Frekar lítið, við komum heim milli tvö og þrjú (á aðfaranótt mánudags) og svo er búinn að vera gestagangur í allan dag,“ sagði ofurhlauparinn aðspurð hvort hún hefði sofið eitthvað síðan keppni lauk. Ósátt með hlaupið þrátt fyrir magnaðan árangur „Þetta hlaup byrjaði hræðilega hjá mér, var hræðilegt alveg frá byrjun til enda. Ég var svolítið svona, var eiginlega bara fegin að ég var ekki fyrsta manneskjan til að detta út. Mér leið bara illa allt hlaupið.“ „Það gerðist eitthvað, ég veit ekki nákvæmlega hvað. Ég gerði fullt af mistökum, til dæmis fór ég af stað fyrstu hringina of hratt fyrir mig og því sem ég er vön að gera. Eftir 50 kílómetra gat ég eiginlega ekki stigið í hælinn þannig að þá mætti sjúkraþjálfarinn minn og bjargaði lífi mínu.“ „Ég var ekki ég sjálf í þessu hlaupi því ég var hálf lasin, mér leið ekki vel allt hlaupið.“ Mari Järsk vakti mikla athygli fyrir mót þegar hún opinberaði að eftir hvern hring í bakgarðshlaupum sem þessum þá fær hún sér eina sígarettu. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnalæknir, birti færslu á Facebook þar sem hann er sannfærður um að ef Mari myndi hætta að reykja yrði hún á heimsmælikvarða. „Ég er það nú þegar, hann veit kannski bara ekki af því,“ sagði Mari og bætti svo við að hún væri ekki viss um að það myndi hjálpa henni að hætta að reykja þar sem hún hefur lengi stundað reykingar og er ekki á þeim buxunum að hætta. „Það tekur langan tíma að ná upp ónæmiskerfinu án þess. Ég er ekki sammála honum. Ég reykti alls ekki mikið, reykti ekki einu sinni heilan pakka. Það er ekki mikið fyrir Mari,“ sagði Mari um sjálfa sig og hló. „Ég gerði mitt allra besta og ég náði ekki að klára [síðasta] hringinn, sem ég vissi ekki því úrið hefur stoppað þegar ég datt. Ég taldi mig hafa tvær mínútur til að ná að klára þegar það voru svona 200 metrar eftir. Þá hefur úrið stoppað þegar ég datt,“ sagði Mari um að hafa ekki unnið mótið. „Það er engin eftirsjá, ekkert. Er aðallega tilfinningadofin. Eins og í vor þegar ég kláraði, var svo meyr. Þegar ég kom heim í morgun leið mér eins og ég hafi gert ekkert.“ Stefnir enn á HM „Ef ég geri vel í Þýskalandi í maí á næsta ári þá get ég enn komist inn á HM sem er í október eftir ár. Það er náttúrulega draumurinn. Ætla bara að einbeita mér að byrja upp á nýtt og ná 50 hringjum þar. Ef ég næ því er ég komin í keppnina sem mig langar í.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Fótbolti Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Fótbolti Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Körfubolti Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Fótbolti Brentford hafnaði tilboði Manchester United Enski boltinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Fótbolti Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Fótbolti Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Körfubolti Fleiri fréttir Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Brentford hafnaði tilboði Manchester United Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Dagskráin: Formúla 1, pílukast í Bandaríkjunum og tvö golfmót Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits David Beckham lagður inn á sjúkrahús Eva Margrét sjöunda á EM Heldur ekki áfram með Leicester Uppgjörið: Serbía - Ísland 1-3 | Allt klappað og klárt fyrir EM Glódís byrjar gegn Serbum á þrjátíu ára afmælisdegi sínum Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Sjá meira
„Frekar lítið, við komum heim milli tvö og þrjú (á aðfaranótt mánudags) og svo er búinn að vera gestagangur í allan dag,“ sagði ofurhlauparinn aðspurð hvort hún hefði sofið eitthvað síðan keppni lauk. Ósátt með hlaupið þrátt fyrir magnaðan árangur „Þetta hlaup byrjaði hræðilega hjá mér, var hræðilegt alveg frá byrjun til enda. Ég var svolítið svona, var eiginlega bara fegin að ég var ekki fyrsta manneskjan til að detta út. Mér leið bara illa allt hlaupið.“ „Það gerðist eitthvað, ég veit ekki nákvæmlega hvað. Ég gerði fullt af mistökum, til dæmis fór ég af stað fyrstu hringina of hratt fyrir mig og því sem ég er vön að gera. Eftir 50 kílómetra gat ég eiginlega ekki stigið í hælinn þannig að þá mætti sjúkraþjálfarinn minn og bjargaði lífi mínu.“ „Ég var ekki ég sjálf í þessu hlaupi því ég var hálf lasin, mér leið ekki vel allt hlaupið.“ Mari Järsk vakti mikla athygli fyrir mót þegar hún opinberaði að eftir hvern hring í bakgarðshlaupum sem þessum þá fær hún sér eina sígarettu. Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnalæknir, birti færslu á Facebook þar sem hann er sannfærður um að ef Mari myndi hætta að reykja yrði hún á heimsmælikvarða. „Ég er það nú þegar, hann veit kannski bara ekki af því,“ sagði Mari og bætti svo við að hún væri ekki viss um að það myndi hjálpa henni að hætta að reykja þar sem hún hefur lengi stundað reykingar og er ekki á þeim buxunum að hætta. „Það tekur langan tíma að ná upp ónæmiskerfinu án þess. Ég er ekki sammála honum. Ég reykti alls ekki mikið, reykti ekki einu sinni heilan pakka. Það er ekki mikið fyrir Mari,“ sagði Mari um sjálfa sig og hló. „Ég gerði mitt allra besta og ég náði ekki að klára [síðasta] hringinn, sem ég vissi ekki því úrið hefur stoppað þegar ég datt. Ég taldi mig hafa tvær mínútur til að ná að klára þegar það voru svona 200 metrar eftir. Þá hefur úrið stoppað þegar ég datt,“ sagði Mari um að hafa ekki unnið mótið. „Það er engin eftirsjá, ekkert. Er aðallega tilfinningadofin. Eins og í vor þegar ég kláraði, var svo meyr. Þegar ég kom heim í morgun leið mér eins og ég hafi gert ekkert.“ Stefnir enn á HM „Ef ég geri vel í Þýskalandi í maí á næsta ári þá get ég enn komist inn á HM sem er í október eftir ár. Það er náttúrulega draumurinn. Ætla bara að einbeita mér að byrja upp á nýtt og ná 50 hringjum þar. Ef ég næ því er ég komin í keppnina sem mig langar í.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Fótbolti Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Fótbolti Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Körfubolti Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Fótbolti Brentford hafnaði tilboði Manchester United Enski boltinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Fótbolti Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Fótbolti Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Körfubolti Fleiri fréttir Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Brentford hafnaði tilboði Manchester United Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Dagskráin: Formúla 1, pílukast í Bandaríkjunum og tvö golfmót Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits David Beckham lagður inn á sjúkrahús Eva Margrét sjöunda á EM Heldur ekki áfram með Leicester Uppgjörið: Serbía - Ísland 1-3 | Allt klappað og klárt fyrir EM Glódís byrjar gegn Serbum á þrjátíu ára afmælisdegi sínum Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Sjá meira