Finnst skrýtið að hann komi heim á þessum tímapunkti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 14:01 Styrmir Snær Þrastarson í sínum fyrsta leik með Þórsliðinu á þessu tímabili. Vísir/Diego Þórsarar bættu óvænt við sig íslenskum landsliðsmanni eftir að tímabilið í Subway deildinni í körfubolta var byrjað því Styrmir Snær Þrastarson var mættur í Þórsbúninginn á föstudagskvöldið. Styrmir Snær fór í nám til Bandaríkjanna eftir að hann hjálpaði Þórsurum að vinna Íslandsmeistaratitilinn árið 2021 og gekk til liðs við körfuboltalið Davidson skólans. Styrmir fékk lítið sem ekkert að spila á sínu fyrsta tímabili en ákvað samt að taka annan vetur í skólanum. Hann entist þó ekki lengur en það að hann er nú kominn aftur heim í Þorlákshöfn í október. Subway Körfuboltakvöld ræddi heimkomu Styrmis sem var með 6 stig og 8 fráköst í fyrsta leik en klikkaði á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gerði miklar vonir „Maður gerði miklar vonir til hans hjá Davidson en hann var lítið að spila. Maður vonaði eins og með alla leikmenn að hann myndi þrauka fjögur ár. Það er gaman að sjá hann í deildinni en maður hefði vilja sjá hann klára hjá Bob McKillop, þeim merkilega þjálfara,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Heimkoma Styrmis „Það virðist vera þannig með stráka sem fara í stóra skóla og stór prógrömm. Þeir eru að koma að því virðist fyrr heim og margir þeirra þótt þeir fari í litlu skólana líka,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Það eru sárafáir íslenskir strákar sem hafa klárað en stelpurnar hafa klárað meira,“ skaut Kjartan inn í. Sævar nefndi dæmi Hauk Helga Pálsson sem fór úr Maryland. Fór sjálfur bara í HR Sævar sagði bara hafa farið í HR á Íslandi og veit ekki hvernig þeim hefur liðið. „Miðað við allar upplýsingarnar sem þú hefur, áður en þú ferð út, þá myndi maður ætla , að menn væru búnir að undirbúa sig undir það sem fram undan er. Mér finnst mjög skrítið að hann komi heim á þessum tímapunkti,“ sagði Sævar. Eitthvað sem við vitum ekki „Hefði hann ekkert fengið að spila í byrjun tímabilsins í Davidson, þá er skiljanlegra að koma heim þá. Það er eitthvað að baki sem við vitum ekki. Það er alveg deginum ljósara,“ sagði Sævar. Það má finna alla umræðuna hér fyrir ofan. Þórsarar byrja reyndar ekki vel með Styrmi því liðið datt síðan út úr bikarkeppninni á sunnudaginn. Tvö töp á þremur dögum í fyrstu tveimur leikjum hans. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Styrmir Snær fór í nám til Bandaríkjanna eftir að hann hjálpaði Þórsurum að vinna Íslandsmeistaratitilinn árið 2021 og gekk til liðs við körfuboltalið Davidson skólans. Styrmir fékk lítið sem ekkert að spila á sínu fyrsta tímabili en ákvað samt að taka annan vetur í skólanum. Hann entist þó ekki lengur en það að hann er nú kominn aftur heim í Þorlákshöfn í október. Subway Körfuboltakvöld ræddi heimkomu Styrmis sem var með 6 stig og 8 fráköst í fyrsta leik en klikkaði á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gerði miklar vonir „Maður gerði miklar vonir til hans hjá Davidson en hann var lítið að spila. Maður vonaði eins og með alla leikmenn að hann myndi þrauka fjögur ár. Það er gaman að sjá hann í deildinni en maður hefði vilja sjá hann klára hjá Bob McKillop, þeim merkilega þjálfara,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Heimkoma Styrmis „Það virðist vera þannig með stráka sem fara í stóra skóla og stór prógrömm. Þeir eru að koma að því virðist fyrr heim og margir þeirra þótt þeir fari í litlu skólana líka,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Það eru sárafáir íslenskir strákar sem hafa klárað en stelpurnar hafa klárað meira,“ skaut Kjartan inn í. Sævar nefndi dæmi Hauk Helga Pálsson sem fór úr Maryland. Fór sjálfur bara í HR Sævar sagði bara hafa farið í HR á Íslandi og veit ekki hvernig þeim hefur liðið. „Miðað við allar upplýsingarnar sem þú hefur, áður en þú ferð út, þá myndi maður ætla , að menn væru búnir að undirbúa sig undir það sem fram undan er. Mér finnst mjög skrítið að hann komi heim á þessum tímapunkti,“ sagði Sævar. Eitthvað sem við vitum ekki „Hefði hann ekkert fengið að spila í byrjun tímabilsins í Davidson, þá er skiljanlegra að koma heim þá. Það er eitthvað að baki sem við vitum ekki. Það er alveg deginum ljósara,“ sagði Sævar. Það má finna alla umræðuna hér fyrir ofan. Þórsarar byrja reyndar ekki vel með Styrmi því liðið datt síðan út úr bikarkeppninni á sunnudaginn. Tvö töp á þremur dögum í fyrstu tveimur leikjum hans.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira