De Jong ósáttur hjá Barcelona | Liverpool hefur áhuga Atli Arason skrifar 16. október 2022 14:00 Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona. EPA-EFE/Alejandro Garcia Hollendingurinn Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, er sagður óánægður með stöðu sína hjá Barcelona og farinn að íhuga að brottför frá félaginu. Leikmaðurinn var helsta umræðuefnið í félagaskiptaglugganum í sumar en lengi var talið að hann myndi fara til Manchester United. Barcelona og Manchester United náðu samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en De Jong vildi sjálfur ekki yfirgefa Barcelona. Nú er hins vegar staðan önnur og Liverpool hefur blandað sér í kapphlaupið um De Jong miðað við nýjustu tíðindi frá Englandi. Liverpool hefur verið að leita sér að nýjum miðjumanni undanfarið. Félagið var á eftir Aurelien Tchouameni í sumar sem á endanum valdi Real Madrid fram yfir Liverpool. Þá sótti félagið Arthur Melo á lánssamningi frá Juventus á lokadegi félagaskiptagluggans en Arthur meiddist skömmu síðar og verður frá keppni í allt að fjóra mánuði. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur þó enn þá áhuga á leikmanninum þrátt fyrir að hann neitaði United í sumar. Það gæti því stefnt í áhugaverða baráttu Liverpool og Manchester United um undirskrift De Jong í janúar. Ósáttur með framkomu Barcelona Barcelona vildi losna við De Jong í félagaskiptaglugganum í sumar en De Jong hefur greint frá því að bæði knattspyrnustjóri liðsins, Xavi, og forseti félagsins, Joan Laporta, þrýstu á hann að yfirgefa félagið. Á þessu tímabili hefur De Jong oftar en ekki þurft að sætta sig við að koma inn af varamannabekk Barcelona og það angrar Hollendinginn að fá ekki að taka þátt í mikilvægum leikjum félagsins. Frenkie de Jong er hins vegar í byrjunarliði Barcelona sem mætir Real Madrid í stærsta leik Spánar. Leikurinn hefst klukkan 14.15. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira
Leikmaðurinn var helsta umræðuefnið í félagaskiptaglugganum í sumar en lengi var talið að hann myndi fara til Manchester United. Barcelona og Manchester United náðu samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en De Jong vildi sjálfur ekki yfirgefa Barcelona. Nú er hins vegar staðan önnur og Liverpool hefur blandað sér í kapphlaupið um De Jong miðað við nýjustu tíðindi frá Englandi. Liverpool hefur verið að leita sér að nýjum miðjumanni undanfarið. Félagið var á eftir Aurelien Tchouameni í sumar sem á endanum valdi Real Madrid fram yfir Liverpool. Þá sótti félagið Arthur Melo á lánssamningi frá Juventus á lokadegi félagaskiptagluggans en Arthur meiddist skömmu síðar og verður frá keppni í allt að fjóra mánuði. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur þó enn þá áhuga á leikmanninum þrátt fyrir að hann neitaði United í sumar. Það gæti því stefnt í áhugaverða baráttu Liverpool og Manchester United um undirskrift De Jong í janúar. Ósáttur með framkomu Barcelona Barcelona vildi losna við De Jong í félagaskiptaglugganum í sumar en De Jong hefur greint frá því að bæði knattspyrnustjóri liðsins, Xavi, og forseti félagsins, Joan Laporta, þrýstu á hann að yfirgefa félagið. Á þessu tímabili hefur De Jong oftar en ekki þurft að sætta sig við að koma inn af varamannabekk Barcelona og það angrar Hollendinginn að fá ekki að taka þátt í mikilvægum leikjum félagsins. Frenkie de Jong er hins vegar í byrjunarliði Barcelona sem mætir Real Madrid í stærsta leik Spánar. Leikurinn hefst klukkan 14.15.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira