Katarína prinsessa flýr stúdentaíbúð sína vegna öryggisógnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2022 07:51 Amalía hóf nám við háskólann í Amsterdam í september. Getty/P van Katwijk Katarína Amalía krónprinsessa Hollands hefur þurft að yfrgefa stúdentaíbúðina sem hún hefur búið í í Amsterdam í haust vegna öryggisógnar. Þetta segir konungsfjölskyldan í yfirlýsingu en prinsessan hefur nú snúið aftur í konungshöllina. Prinsessan, sem er all jafna kölluð Amalía, hóf nám við háskólann í Amsterdam í september og tók ákvörðun um að búa i stúdentaíbúð í Amsterdam á meðan. Að sögn konungshjónanna var Amalía að einbeita sér að náminu og gerði fátt annað en að mæta í tíma en öryggi hennar var samt ógnað. Vilhjálmur Alexander konungur sagði í opinberri heimsókn í Svíþjóð í gær að staðan væri mjög flókin en Maxíma drottning sagði að Amalía hafi varla þorað út úr húsi. „Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyurir líf hennar. Þetta þýðir að hún getur ekki búið í Amsterdam og að hún getur í rauninni ekki farið út úr húsi,“ sagði drottningin. „Afleiðingarnar eru mjög erfiðar fyrir hana. Hún getur ekki lifað stúdentalífinu eins og aðrir stúdentar... Það er ekki gaman að sjá barnið sitt lifa þannig. Hún getur stundað námið en það er það eina.“ Amalía flutti vegna ógnanna aftur heim til foreldra sinna í Huis ten Bosch höllina í Haag. Ekki hefur verið greint frá hvers eðlis ógnanirnar voru en í síðasta mánuði birtu nokkrir hollenskir fjölmiðlar fréttir um að öryggisgæsla prinsessunnar hafi verið efld vegna hættu á að glæpagengi beindu spjótum sínum að henni, annað hvort til að ræna henni eða ráðast á hana. Amalía krónprinsessa hefur verið gífurlega vinsæl meðal hollensku þjóðarinnar en í fyrra óskaði hún eftir því við forsætisráðherrann að fá ekki 1,6 milljóna evra árslaun sem hún á rétt á, sem nemur um 226 milljónum króna, til að halda heimili og í persónuleg útgjöld. Ástæða þess var að henni þætti óþægilegt að taka við fénu á meðan hún sinnti ekki starfi fyrir konungsfjölskylduna. Kóngafólk Holland Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Prinsessan, sem er all jafna kölluð Amalía, hóf nám við háskólann í Amsterdam í september og tók ákvörðun um að búa i stúdentaíbúð í Amsterdam á meðan. Að sögn konungshjónanna var Amalía að einbeita sér að náminu og gerði fátt annað en að mæta í tíma en öryggi hennar var samt ógnað. Vilhjálmur Alexander konungur sagði í opinberri heimsókn í Svíþjóð í gær að staðan væri mjög flókin en Maxíma drottning sagði að Amalía hafi varla þorað út úr húsi. „Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyurir líf hennar. Þetta þýðir að hún getur ekki búið í Amsterdam og að hún getur í rauninni ekki farið út úr húsi,“ sagði drottningin. „Afleiðingarnar eru mjög erfiðar fyrir hana. Hún getur ekki lifað stúdentalífinu eins og aðrir stúdentar... Það er ekki gaman að sjá barnið sitt lifa þannig. Hún getur stundað námið en það er það eina.“ Amalía flutti vegna ógnanna aftur heim til foreldra sinna í Huis ten Bosch höllina í Haag. Ekki hefur verið greint frá hvers eðlis ógnanirnar voru en í síðasta mánuði birtu nokkrir hollenskir fjölmiðlar fréttir um að öryggisgæsla prinsessunnar hafi verið efld vegna hættu á að glæpagengi beindu spjótum sínum að henni, annað hvort til að ræna henni eða ráðast á hana. Amalía krónprinsessa hefur verið gífurlega vinsæl meðal hollensku þjóðarinnar en í fyrra óskaði hún eftir því við forsætisráðherrann að fá ekki 1,6 milljóna evra árslaun sem hún á rétt á, sem nemur um 226 milljónum króna, til að halda heimili og í persónuleg útgjöld. Ástæða þess var að henni þætti óþægilegt að taka við fénu á meðan hún sinnti ekki starfi fyrir konungsfjölskylduna.
Kóngafólk Holland Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein