Hallgrímur: Erum að skrifa söguna 8. október 2022 18:25 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var skiljanlega svekktur eftir naumt tap á móti Breiðablik í dag. „Bara gríðarlega svekkjandi úr því sem komið var. Mér fannst þegar við jöfnuðum mómentið vera með okkur og fáum á okkur frekar klaufalegt mark. Rodri fær dauðafæri og mér finnst við eiga fá víti í lokin líka og það var svekkjandi en kannski ekkert ósanngjarnt að Breiðablik hafi unnið þegar þú lítur yfir leikinn. Jajalo bjargar okkur tvisvar í fyrri hálfleik. Mér fannst fyrri háfleikurinn ekki nógu góður hjá okkur, seinni hálfleikurinn flottur og bara svekkelsi úr því sem komið var að við höfum ekki náð allavega jafntefli,” sagði Hallgrímur um þróun leiksins. KA menn kölluðu hátt eftir víti í uppbótartíma og það var enginn vafi þar á að mati Hallgríms. „Þannig sá ég það en það getur verið að dómararnir hafi haft annað sjónarhorn. Mér fannst hann bara klæða hann úr treyjunni og fer líka í andlitið á honum og mér fannst það víti já.” Blikar hefðu hæglega geta skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik og KA menn nokkuð heppnir að fá bara eitt mark á sig í hálfleiknum. „Við gerðum vel, markið er pirrandi að fá okkur, fast leikatriði þar sem hann getur tekið hann rólega niður og sett hann, en þeir voru betri í fyrri hálfleik og það sem maður var svekktastur með er að þeir virtust vera miklu betri í návígjum, bæði í jörðinni og í loftinu og það er eitthvað sem er ekki gott. Við vitum að Breiðablik er flott lið og góðir á boltann og myndu kannski hafa boltann aðeins meira en við en þeir eiga ekki að vera sterkari í návígjum hér á okkar heimavelli þannig það er eitthvað sem ég er kannski ekki sáttur með en við lögðum okkur fram og komum til baka og seinni hálfleikur mjög flottur þannig ég er ánægður með strákana en gríðarlega svekkjandi hvernig þetta endaði.” KA horfir áfram á annað sætið en Íslandsmeistaratitilinn er að öllum líkindum Blika í ár. „Ég er sammála því. Blikar eru nánast búnir að vinna þetta mót og hafa bara unnið fyrir því, búnir að vera mjög flottir og þannig er bara staðan, við náum þeim ekki, en við ætlum okkur að ná öðru sætinu.” Er ekkert erfitt að mótivera liðið þegar Evrópusætið er nú þegar tryggt? „Nei, mér finnst það ekki, við mætum hérna besta liði íslands í dag og gefum þeim flottan leik og erum svekktir að hafa ekki náð jafntefli þannig það verður ekki vandamál. Við erum svolítið að skrifa söguna; flest stig í sögu félagsins og flest skoruð mörk og erum búnir að gera vel og menn eru ánægður og stemmdir það verður ekkert vesen.” Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Sjá meira
„Bara gríðarlega svekkjandi úr því sem komið var. Mér fannst þegar við jöfnuðum mómentið vera með okkur og fáum á okkur frekar klaufalegt mark. Rodri fær dauðafæri og mér finnst við eiga fá víti í lokin líka og það var svekkjandi en kannski ekkert ósanngjarnt að Breiðablik hafi unnið þegar þú lítur yfir leikinn. Jajalo bjargar okkur tvisvar í fyrri hálfleik. Mér fannst fyrri háfleikurinn ekki nógu góður hjá okkur, seinni hálfleikurinn flottur og bara svekkelsi úr því sem komið var að við höfum ekki náð allavega jafntefli,” sagði Hallgrímur um þróun leiksins. KA menn kölluðu hátt eftir víti í uppbótartíma og það var enginn vafi þar á að mati Hallgríms. „Þannig sá ég það en það getur verið að dómararnir hafi haft annað sjónarhorn. Mér fannst hann bara klæða hann úr treyjunni og fer líka í andlitið á honum og mér fannst það víti já.” Blikar hefðu hæglega geta skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik og KA menn nokkuð heppnir að fá bara eitt mark á sig í hálfleiknum. „Við gerðum vel, markið er pirrandi að fá okkur, fast leikatriði þar sem hann getur tekið hann rólega niður og sett hann, en þeir voru betri í fyrri hálfleik og það sem maður var svekktastur með er að þeir virtust vera miklu betri í návígjum, bæði í jörðinni og í loftinu og það er eitthvað sem er ekki gott. Við vitum að Breiðablik er flott lið og góðir á boltann og myndu kannski hafa boltann aðeins meira en við en þeir eiga ekki að vera sterkari í návígjum hér á okkar heimavelli þannig það er eitthvað sem ég er kannski ekki sáttur með en við lögðum okkur fram og komum til baka og seinni hálfleikur mjög flottur þannig ég er ánægður með strákana en gríðarlega svekkjandi hvernig þetta endaði.” KA horfir áfram á annað sætið en Íslandsmeistaratitilinn er að öllum líkindum Blika í ár. „Ég er sammála því. Blikar eru nánast búnir að vinna þetta mót og hafa bara unnið fyrir því, búnir að vera mjög flottir og þannig er bara staðan, við náum þeim ekki, en við ætlum okkur að ná öðru sætinu.” Er ekkert erfitt að mótivera liðið þegar Evrópusætið er nú þegar tryggt? „Nei, mér finnst það ekki, við mætum hérna besta liði íslands í dag og gefum þeim flottan leik og erum svekktir að hafa ekki náð jafntefli þannig það verður ekki vandamál. Við erum svolítið að skrifa söguna; flest stig í sögu félagsins og flest skoruð mörk og erum búnir að gera vel og menn eru ánægður og stemmdir það verður ekkert vesen.”
Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Sjá meira