Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara Ester Ósk Árnadóttir skrifar 6. október 2022 22:40 Jónatan Magnússon var sáttur við sína menn í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Ég er mjög sáttur. Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir erfiðan leik, ÍR hefur verið að spila vel þannig ég er bara ánægður með nánast allt í þessum leik,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 38-25 marka sigur á ÍR í KA heimilinu í kvöld. „Varnarleikurinn var góður og Nicholas Satchwell var náttúrulega frábær í markinu sem gefur okkur ákveðið traust. Við náðum að halda tempóinu sem þeir vilja halda í leiknum, við vorum fljótir til baka en það var það sem við lögðum áherslu á. Þeir áttu erfitt með að skora og við náðum að svara með að keyra á þá. Heildarbragurinn var bara mjög góður í dag.“ Margir leikmenn áttu góðan leik í KA liðinu í kvöld en hornamennirnir voru í miklu stuði Dagur Gautason skoraði 10 mörk úr 10 skotum og Gauti Gunnarsson skoraði 9 mörk úr 11 skotum. „Hornamennirnir voru góðir sem þýðir líka að þeir eru að fá góð færi og það gerist þegar við náum að spila góðan sóknarleik. Þessi leikur var bara góður sama hvað hefur verið sagt um hvað við erum að gera, við höfum verið að reyna að horfa á frammistöðuna milli leikja og í dag small flest allt.“ „Við vorum góðir í dag en vorum ekki góðir á móti Val, við horfum bara á þetta á milli vikna og erum alltaf að verða betri í hlutunum. ÍR var búið að vera að spila vel og við þurftum að spila vel til að vinna þá og bara mjög vel til að vinna þá svona stórt.“ Það voru margir ungir leikmenn sem hófu leikinn fyrir KA í kvöld og þjálfarateymi KA náði að rúlla vel á liðinu. „Við erum með 16 – 17 manna hóp og við höfum verið að reyna að koma öllum inn í hlutina og gefa mönnum tækifæri. Hilmar kemur til dæmis inn í þetta í kvöld þar sem Einar Birgir er meiddur, hann er ekki með mikla reynslu en gerði þetta mjög vel. Við erum með fínasta hóp, efnilega stráka eins og hefur verið talað um. Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara, við erum að hlusta sem minnst á einhverja gagnrýni og reynum þá bara að svara henni inn á vellinum ef gagnrýnin er til staðar.“ Jónatan nefndi það í lokinn að hann hefði viljað sjá fleiri áhorfendur á vellinum í kvöld. „Á heimavelli viljum við verja okkar heimavöll og við erum allavega komnir með þrjú stig. Ég hefði viljað fá fleira fólk hér í kvöld, áhorfendur voru frábærir en ég hefði viljað fá fleiri. Það er svo sem margt í gangi í íþróttunum núna en ég vona innilega að á næsta heimaleik verði fleiri áhorfendur af því mér finnst strákarnir mínir hafa sýnt það að þeir eiga skilið að fá stuðning.“ KA Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Enski boltinn Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Chelsea - Bournemouth | Síðasti leikur Semenyo? Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ Sjá meira
„Varnarleikurinn var góður og Nicholas Satchwell var náttúrulega frábær í markinu sem gefur okkur ákveðið traust. Við náðum að halda tempóinu sem þeir vilja halda í leiknum, við vorum fljótir til baka en það var það sem við lögðum áherslu á. Þeir áttu erfitt með að skora og við náðum að svara með að keyra á þá. Heildarbragurinn var bara mjög góður í dag.“ Margir leikmenn áttu góðan leik í KA liðinu í kvöld en hornamennirnir voru í miklu stuði Dagur Gautason skoraði 10 mörk úr 10 skotum og Gauti Gunnarsson skoraði 9 mörk úr 11 skotum. „Hornamennirnir voru góðir sem þýðir líka að þeir eru að fá góð færi og það gerist þegar við náum að spila góðan sóknarleik. Þessi leikur var bara góður sama hvað hefur verið sagt um hvað við erum að gera, við höfum verið að reyna að horfa á frammistöðuna milli leikja og í dag small flest allt.“ „Við vorum góðir í dag en vorum ekki góðir á móti Val, við horfum bara á þetta á milli vikna og erum alltaf að verða betri í hlutunum. ÍR var búið að vera að spila vel og við þurftum að spila vel til að vinna þá og bara mjög vel til að vinna þá svona stórt.“ Það voru margir ungir leikmenn sem hófu leikinn fyrir KA í kvöld og þjálfarateymi KA náði að rúlla vel á liðinu. „Við erum með 16 – 17 manna hóp og við höfum verið að reyna að koma öllum inn í hlutina og gefa mönnum tækifæri. Hilmar kemur til dæmis inn í þetta í kvöld þar sem Einar Birgir er meiddur, hann er ekki með mikla reynslu en gerði þetta mjög vel. Við erum með fínasta hóp, efnilega stráka eins og hefur verið talað um. Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara, við erum að hlusta sem minnst á einhverja gagnrýni og reynum þá bara að svara henni inn á vellinum ef gagnrýnin er til staðar.“ Jónatan nefndi það í lokinn að hann hefði viljað sjá fleiri áhorfendur á vellinum í kvöld. „Á heimavelli viljum við verja okkar heimavöll og við erum allavega komnir með þrjú stig. Ég hefði viljað fá fleira fólk hér í kvöld, áhorfendur voru frábærir en ég hefði viljað fá fleiri. Það er svo sem margt í gangi í íþróttunum núna en ég vona innilega að á næsta heimaleik verði fleiri áhorfendur af því mér finnst strákarnir mínir hafa sýnt það að þeir eiga skilið að fá stuðning.“
KA Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Enski boltinn Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Chelsea - Bournemouth | Síðasti leikur Semenyo? Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ Sjá meira