Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 21:19 Napoli vann öruggan sigur í kvöld. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. Heimamenn í Ajax byrjuðu betur gegn Napoli og tóku forystuna strax á níundu mínútu með marki frá Mohammed Kudus. Giacomo Raspadori, Giovanni Di Lorenzo og Piotr Zielinski sáu þó til þess að gestirnir fóru með örugga forystu inn í hálfleikinn, staðan 1-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Giacomo Raspadori breytti stöðunni í 1-4 snemma í síðari hálfleik áður en Khvicha Kvaratskhelia skoraði fimmta mark liðsins á 63. mínútu. Ekki batnaði útlitið fyrir heimamenn þegar Dusan Tadic nældi sér í sitt annað gula spjald, og þar með rautt, þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og manni fleiri bættu gestirnir sjötta markinu við þegar Giovanni Simeone skoraði fyrir liðið. Niðurstaðan því 1-6 sigur Napoli sem trónir á toppi A-riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki, sex stigum meira en Ajax sem situr í þriðja sæti. Job done 😍😍😍We love the @ChampionsLeague!90+1 | #AjaxNapoli 1-6💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/bB9vdTGypb— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) October 4, 2022 Þá heldur belgíska liðið Club Brugge áfram að koma á óvart, en liðið trónir á toppi B-riðils með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid í kvöld þar sem Kamal Sowah og Ferran Jutgla. Belgarnir hafa því skorað sjö mörk í þessum fyrstu þrem leikjum sínum og ekki fengið á sig eitt einasta. Liðið er sem áður segir á toppi riðilsins með níu stig af níu mögulegum, sex stigum meira en Atlético Madrid sem rekur lestina í riðlinum. Úrslit kvöldsins A-riðill Ajax 1-6 Napoli Liverpool 2-0 Rangers B-riðill Club Brugge 2-0 Atlético Madrid FC Porto 2-0 Bayer Leverkusen C-riðill Bayern München 5-0 Viktoria Plzen Inter 1-0 Barcelona D-riðill Marseille 4-1 Sporting Frankfurt 0-0 Tottenham Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Heimamenn í Ajax byrjuðu betur gegn Napoli og tóku forystuna strax á níundu mínútu með marki frá Mohammed Kudus. Giacomo Raspadori, Giovanni Di Lorenzo og Piotr Zielinski sáu þó til þess að gestirnir fóru með örugga forystu inn í hálfleikinn, staðan 1-3 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Giacomo Raspadori breytti stöðunni í 1-4 snemma í síðari hálfleik áður en Khvicha Kvaratskhelia skoraði fimmta mark liðsins á 63. mínútu. Ekki batnaði útlitið fyrir heimamenn þegar Dusan Tadic nældi sér í sitt annað gula spjald, og þar með rautt, þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og manni fleiri bættu gestirnir sjötta markinu við þegar Giovanni Simeone skoraði fyrir liðið. Niðurstaðan því 1-6 sigur Napoli sem trónir á toppi A-riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki, sex stigum meira en Ajax sem situr í þriðja sæti. Job done 😍😍😍We love the @ChampionsLeague!90+1 | #AjaxNapoli 1-6💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/bB9vdTGypb— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) October 4, 2022 Þá heldur belgíska liðið Club Brugge áfram að koma á óvart, en liðið trónir á toppi B-riðils með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid í kvöld þar sem Kamal Sowah og Ferran Jutgla. Belgarnir hafa því skorað sjö mörk í þessum fyrstu þrem leikjum sínum og ekki fengið á sig eitt einasta. Liðið er sem áður segir á toppi riðilsins með níu stig af níu mögulegum, sex stigum meira en Atlético Madrid sem rekur lestina í riðlinum. Úrslit kvöldsins A-riðill Ajax 1-6 Napoli Liverpool 2-0 Rangers B-riðill Club Brugge 2-0 Atlético Madrid FC Porto 2-0 Bayer Leverkusen C-riðill Bayern München 5-0 Viktoria Plzen Inter 1-0 Barcelona D-riðill Marseille 4-1 Sporting Frankfurt 0-0 Tottenham
A-riðill Ajax 1-6 Napoli Liverpool 2-0 Rangers B-riðill Club Brugge 2-0 Atlético Madrid FC Porto 2-0 Bayer Leverkusen C-riðill Bayern München 5-0 Viktoria Plzen Inter 1-0 Barcelona D-riðill Marseille 4-1 Sporting Frankfurt 0-0 Tottenham
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira