Pétur: „Verð áfram á Hlíðarenda nema stjórnin ákveði annað" Hjörvar Ólafsson skrifar 1. október 2022 17:16 Guðlaugur Pétur Pétursson var að vonum kampakátur að leik loknum. Visir/Diego Guðlaugur Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, var sáttur við leik liðs síns þegar það gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Valur hafði fyrir leikinn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta var bara flottur leikur hjá okkur, sérstaklega miðað við aðstæður og í ljósi þess álags sem hefur verið á liðinu undanfarið. Það verður aldrei þreytt að vinna titla og ávallt mjög góð stund þegar sigurverðlaunin fara á loft," sagði Pétur eftir að skjöldurinn fór á loft. Valur var að leika sinn þriðja leik í vikunni en nóg hefur verið að gera síðustu vikurnar hjá liðinu. Fyrr á tímabilinu tryggði liðið sér bikarmeistaratitilinn og í miðri viku féll liðið á svekkjandi hátt úr leik í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Heilt yfir er ég bara mjög ánægður með tímabilið. Það er meira en að segja það að verja Íslandsmeistaratitil sem er erfiðasti titillin að nái. Að vinna tvöfalt í titilvörn sinni er svo eitthvað sem ekki mörg lið í sögunni hafa gert. Vissulega voru það mikil vonbrigði að falla úr leik í Meistaradeildinni, sérstaklega þar sem það munaði svo litlu að við kæmumst áfram og við áttum skilið að fara lengra í þeirri keppni að mínu mati. Við þurfum bara að gera betur þar á næstu leiktíð," sagði þjálfarinn þegar hann var beðinn um að fara yfir nýlokið tímabil. „Ég er með samning hér á Hlíðarenda áfram og það er ekkert fararsnið á mér. Ég hef ekkert annað að gera en að þjálfa eftir að ég hætti í golfi. Það er ekki nema stjórnin ákveði að láta mig fara sem ég á þó ekki von á," sagði Pétur léttur í lundu um framhaldið. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira
„Þetta var bara flottur leikur hjá okkur, sérstaklega miðað við aðstæður og í ljósi þess álags sem hefur verið á liðinu undanfarið. Það verður aldrei þreytt að vinna titla og ávallt mjög góð stund þegar sigurverðlaunin fara á loft," sagði Pétur eftir að skjöldurinn fór á loft. Valur var að leika sinn þriðja leik í vikunni en nóg hefur verið að gera síðustu vikurnar hjá liðinu. Fyrr á tímabilinu tryggði liðið sér bikarmeistaratitilinn og í miðri viku féll liðið á svekkjandi hátt úr leik í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Heilt yfir er ég bara mjög ánægður með tímabilið. Það er meira en að segja það að verja Íslandsmeistaratitil sem er erfiðasti titillin að nái. Að vinna tvöfalt í titilvörn sinni er svo eitthvað sem ekki mörg lið í sögunni hafa gert. Vissulega voru það mikil vonbrigði að falla úr leik í Meistaradeildinni, sérstaklega þar sem það munaði svo litlu að við kæmumst áfram og við áttum skilið að fara lengra í þeirri keppni að mínu mati. Við þurfum bara að gera betur þar á næstu leiktíð," sagði þjálfarinn þegar hann var beðinn um að fara yfir nýlokið tímabil. „Ég er með samning hér á Hlíðarenda áfram og það er ekkert fararsnið á mér. Ég hef ekkert annað að gera en að þjálfa eftir að ég hætti í golfi. Það er ekki nema stjórnin ákveði að láta mig fara sem ég á þó ekki von á," sagði Pétur léttur í lundu um framhaldið.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira