Aldrei annað staðið til en að Vanda veiti verðlaunin Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2022 14:04 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki geta heilsað upp á leikmenn Víkings og FH fyrir bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvelli á morgun, eins og hefð er fyrir. Hún verður á Hlíðarenda þegar leikurinn hefst. Þannig vill til að lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun og hefjast leikirnir klukkan 14. Á meðal leikja er leikur Valur og Selfoss á Hlíðarenda. Valskonur fá eftir leik afhentan Íslandsmeistaraskjöldinn og gullmedalíur sínar, eftir að hafa tryggt sér titilinn um síðustu helgi, en það verður um það bil á sama tíma og bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 16. Ljóst er að Vanda getur ekki verið á báðum stöðum í einu og velti Pétur Pétursson, þjálfari Vals, því fyrir sér í viðtali á Fótbolta.net hvort að liðið myndi sjálft þurfa að sækja sér verðlaunin, líkt og á sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni. Svo verður hins vegar ekki. „Ég ætla að sjálfsögðu að fara og veita verðlaun í Bestu deild kvenna. Það hefur aldrei neitt annað staðið til en að ég myndi gera það. Ég verð því á Valsvellinum að veita verðlaun og síðan bruna ég í Laugardalinn og veiti verðlaun á bikarúrslitaleiknum,“ segir Vanda í samtali við Vísi og bætir við: „Varaformaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir, mun heilsa upp á liðin fyrir leik, sem er vaninn að formaðurinn geri.“ Segir enga ósk hafa borist um að færa leikina Aðspurð hvort að hún taki undir þá gagnrýni sem heyrst hefur, að tímasetning leikjanna sé óheppileg og að lokaumferðin í Bestu deild kvenna falli í skuggann af bikarúrslitaleik karla, segir Vanda að ákveðnar skýringar liggi að sjálfsögðu að baki. Hún vísaði að öðru leyti á Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ. Birkir segir sjónvarpsrétthafa ráða miklu um tímasetningu leikja og vildi RÚV hafa bikarúrslitaleikinn klukkan 16. „Það hefði auðvitað verið betra ef við hefðum getað haft þetta aðeins öðruvísi en kostirnir eru ekki margir. Sjónvarpið ræður miklu um tímasetningu leikja, í öllum deildum og mótum. Lokaumferðin var sett á laugardag, og til vara á sunnudag ef þess hefði þurft með tilliti til Evrópukeppni kvenna. Engin ósk barst hins vegar um að færa leikina til sunnudags og því var ekki gripið til þess ráðs,“ segir Birkir. Birkir segir að knattspyrnudeild Vals hafi verið boðið að færa leik sinn við Selfoss til klukkan 13 en því hafi verið hafnað. „Þá var ekki verið að bjóða öðrum upp á það, enda hefði það getað komið liðum sem þurftu að ferðast á milli landshluta til vandræða,“ sagði Birkir en Þór/KA spilar til að mynda útileik gegn KR í Vesturbænum. „Félögin hefðu þó að sjálfsögðu getað óskað eftir því.“ Besta deild kvenna Valur Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Þannig vill til að lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun og hefjast leikirnir klukkan 14. Á meðal leikja er leikur Valur og Selfoss á Hlíðarenda. Valskonur fá eftir leik afhentan Íslandsmeistaraskjöldinn og gullmedalíur sínar, eftir að hafa tryggt sér titilinn um síðustu helgi, en það verður um það bil á sama tíma og bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 16. Ljóst er að Vanda getur ekki verið á báðum stöðum í einu og velti Pétur Pétursson, þjálfari Vals, því fyrir sér í viðtali á Fótbolta.net hvort að liðið myndi sjálft þurfa að sækja sér verðlaunin, líkt og á sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni. Svo verður hins vegar ekki. „Ég ætla að sjálfsögðu að fara og veita verðlaun í Bestu deild kvenna. Það hefur aldrei neitt annað staðið til en að ég myndi gera það. Ég verð því á Valsvellinum að veita verðlaun og síðan bruna ég í Laugardalinn og veiti verðlaun á bikarúrslitaleiknum,“ segir Vanda í samtali við Vísi og bætir við: „Varaformaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir, mun heilsa upp á liðin fyrir leik, sem er vaninn að formaðurinn geri.“ Segir enga ósk hafa borist um að færa leikina Aðspurð hvort að hún taki undir þá gagnrýni sem heyrst hefur, að tímasetning leikjanna sé óheppileg og að lokaumferðin í Bestu deild kvenna falli í skuggann af bikarúrslitaleik karla, segir Vanda að ákveðnar skýringar liggi að sjálfsögðu að baki. Hún vísaði að öðru leyti á Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ. Birkir segir sjónvarpsrétthafa ráða miklu um tímasetningu leikja og vildi RÚV hafa bikarúrslitaleikinn klukkan 16. „Það hefði auðvitað verið betra ef við hefðum getað haft þetta aðeins öðruvísi en kostirnir eru ekki margir. Sjónvarpið ræður miklu um tímasetningu leikja, í öllum deildum og mótum. Lokaumferðin var sett á laugardag, og til vara á sunnudag ef þess hefði þurft með tilliti til Evrópukeppni kvenna. Engin ósk barst hins vegar um að færa leikina til sunnudags og því var ekki gripið til þess ráðs,“ segir Birkir. Birkir segir að knattspyrnudeild Vals hafi verið boðið að færa leik sinn við Selfoss til klukkan 13 en því hafi verið hafnað. „Þá var ekki verið að bjóða öðrum upp á það, enda hefði það getað komið liðum sem þurftu að ferðast á milli landshluta til vandræða,“ sagði Birkir en Þór/KA spilar til að mynda útileik gegn KR í Vesturbænum. „Félögin hefðu þó að sjálfsögðu getað óskað eftir því.“
Besta deild kvenna Valur Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn