Ármann fékk loks að fara á æfingu í Laugardalshöll: „Vonandi er þetta komið til að vera“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2022 20:00 Fyrsta æfingin í tvö ár fór fram í Laugardalshöll í dag. Vísir/Sigurjón Fyrsta íþróttaæfingin í tvö ár fór fram í Laugardalshöll í dag eftir langvinnar framkvæmdir á húsnæðinu. Frekari vinnu er þó þörf í aðstæðum barnastarfs í Laugardal. Körfuknattleiksdeild Ármanns er sú stærsta á höfuðborgarsvæðinu og hefur missirinn af Laugardalshöll því reynst félaginu erfiður. Liðið hefur þurft að æfa í smáum húsum í Laugarnes- og Langholtsskóla auk íþróttahúss Kennaraháskólans sem er utan hverfisins sem Ármann þjónustar. Oddur Jóhannsson, yfirþjálfari Ármanns.Vísir/Sigurjón Oddur Jóhannsson, yfirþjálfari hjá Ármanni segir erfiða tíma að baki: „Tveggja ára bið og búin að vera rosaleg eftirvænting að komast hingað inn. Mikil tilhlökkun í öllum. Lýst mjög vel á höllina, lítur vel út eins og við sjáum. Þetta verður frábært þegar við fáum að vera hérna inni.“ Aðspurður hvort þetta sé ekki búið að vera bölvað hark þá stóð ekki á svörum: „Algjört neyðarástand, alveg hræðilegt hjá okkur í rauninn. Við erum glöð að vera loksins komin aftur og geta haldið áfram með starfið. Það hefur haldist gangandi en með herkjum, það hefur verið erfitt síðustu tvö ár. Vonandi er þetta komið til að vera.“ „Betur má ef duga skal“ „Þetta mun umturna starfsemi félagsins. Félagið er nú þegar stærsta körfuknattleiksdeild Reykjavíkur og sú næststærsta á landinu. Þannig að betur má ef duga skal í íþróttahúsamálum, þetta er bara brot af okkar starfsemi sem fer hérna inn.“ „Þetta er gífurlegur munur og nær að setja okkur aftur nær eðlilegri starfsemi en þetta er bara plástur á sár. Deildin mun stækka á næstu árum, markmiðið er að tvöfaldast á næstu árum og það eru góðar líkur á því. Höllin hjálpar okkur náttúrulega að vaxa, erum inn í okkar hverfi. Krakkarnir geta mætt og stunda aðrar íþróttir líka, með körfunni. Við búumst við að fjöldinn aukist töluvert,“ sagði Oddur að lokum í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Körfubolti Ármann Ný þjóðarhöll Íþróttir barna Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Ármanns er sú stærsta á höfuðborgarsvæðinu og hefur missirinn af Laugardalshöll því reynst félaginu erfiður. Liðið hefur þurft að æfa í smáum húsum í Laugarnes- og Langholtsskóla auk íþróttahúss Kennaraháskólans sem er utan hverfisins sem Ármann þjónustar. Oddur Jóhannsson, yfirþjálfari Ármanns.Vísir/Sigurjón Oddur Jóhannsson, yfirþjálfari hjá Ármanni segir erfiða tíma að baki: „Tveggja ára bið og búin að vera rosaleg eftirvænting að komast hingað inn. Mikil tilhlökkun í öllum. Lýst mjög vel á höllina, lítur vel út eins og við sjáum. Þetta verður frábært þegar við fáum að vera hérna inni.“ Aðspurður hvort þetta sé ekki búið að vera bölvað hark þá stóð ekki á svörum: „Algjört neyðarástand, alveg hræðilegt hjá okkur í rauninn. Við erum glöð að vera loksins komin aftur og geta haldið áfram með starfið. Það hefur haldist gangandi en með herkjum, það hefur verið erfitt síðustu tvö ár. Vonandi er þetta komið til að vera.“ „Betur má ef duga skal“ „Þetta mun umturna starfsemi félagsins. Félagið er nú þegar stærsta körfuknattleiksdeild Reykjavíkur og sú næststærsta á landinu. Þannig að betur má ef duga skal í íþróttahúsamálum, þetta er bara brot af okkar starfsemi sem fer hérna inn.“ „Þetta er gífurlegur munur og nær að setja okkur aftur nær eðlilegri starfsemi en þetta er bara plástur á sár. Deildin mun stækka á næstu árum, markmiðið er að tvöfaldast á næstu árum og það eru góðar líkur á því. Höllin hjálpar okkur náttúrulega að vaxa, erum inn í okkar hverfi. Krakkarnir geta mætt og stunda aðrar íþróttir líka, með körfunni. Við búumst við að fjöldinn aukist töluvert,“ sagði Oddur að lokum í viðtali við Stöð 2 og Vísi.
Körfubolti Ármann Ný þjóðarhöll Íþróttir barna Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum