„Komin upp á hólinn og þurfum að taka sverðin úr slíðrinu“ Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2022 13:30 Stjörnukonur hafa verið á flugi í sumar og eiga góða möguleika á Evrópusæti. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það verður tekist á í þessum leik, það er alveg ljóst,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar í rútunni á leið norður í leik við Þór/KA. Stjarnan er allt í einu komin í kjörstöðu í baráttunni um Evrópusæti í Bestu deild kvenna í fótbolta. Eftir tap Breiðabliks gegn Selfossi í gær er Stjarnan með örlögin í eigin höndum og getur með sigri gegn Þór/KA í dag, og gegn Keflavík í lokaumferðinni, tryggt sér 2. sæti deildarinnar. Þar með færi Stjarnan í undankeppni Meistaradeildar Evrópu næsta haust, með tilheyrandi von um leiki við bestu lið álfunnar og evrur í kassann. „Staðan breyttist auðvitað eftir úrslitin í gær og maður fann það alveg að stemningin á æfingunni í gær var aðeins öðruvísi. En hópurinn er mjög einbeittur. Við höfum unnið mjög faglega að okkar markmiðum allt keppnistímabilið og liðið staðið sig hrikalega vel,“ segir Kristján og minnir á að leikmenn megi ekki gleyma því að enn séu stór ljón í veginum fyrir því að Stjarnan nái Evrópusæti. „Við munum ræða þetta aðeins á leiðinni og snertum aðeins á þessu í gær, á æfingunni. Það hefur í rauninni ekkert breyst. Við þurfum alltaf að vinna okkar leiki. Það er aukaatriði hvernig hinir leikirnir fóru en núna sjáum við aftur á móti að við erum komin upp á hólinn og þurfum að taka sverðin úr slíðrinu, og klára þetta skref sem liðið telur sig geta tekið.“ „Hefði nú verið fín að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli“ Stjarnan og Þór/KA áttu að mætast í gær en leiknum var frestað vegna veðurs. Nú er ljóst að leikurinn fer fram klukkan 17.30 og verður spilaður inni í Boganum. „Það verður allt öðruvísi leikur en ef við hefðum spilað úti á grasvellinum en mér skilst að grasvöllurinn sé alveg farinn og ekkert hægt að spila á honum. Það hefði nú verið fínt að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli þar [á KA-svæðinu] en við stjórnum því ekki. Við höfum spilað í Boganum áður og þurfum aðeins að laga leik okkar að því,“ segir Kristján sem býr sig undir erfiðan leik á Akureyri í dag: „Þór/KA lítur mjög vel út og hefur fengið sjö stig af níu úr síðustu þremur leikjum. Það er mikil orka, kraftur og hjarta í liðinu í síðustu þremur umferðum og mér finnst liðið vera í sínum besta kafla á mótinu núna. Þær líta mjög vel út. Það verður tekist á í þessum leik, það er alveg ljóst.“ Leikur Þórs/KA og Stjörnunnar hefst klukkan 17:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Eftir tap Breiðabliks gegn Selfossi í gær er Stjarnan með örlögin í eigin höndum og getur með sigri gegn Þór/KA í dag, og gegn Keflavík í lokaumferðinni, tryggt sér 2. sæti deildarinnar. Þar með færi Stjarnan í undankeppni Meistaradeildar Evrópu næsta haust, með tilheyrandi von um leiki við bestu lið álfunnar og evrur í kassann. „Staðan breyttist auðvitað eftir úrslitin í gær og maður fann það alveg að stemningin á æfingunni í gær var aðeins öðruvísi. En hópurinn er mjög einbeittur. Við höfum unnið mjög faglega að okkar markmiðum allt keppnistímabilið og liðið staðið sig hrikalega vel,“ segir Kristján og minnir á að leikmenn megi ekki gleyma því að enn séu stór ljón í veginum fyrir því að Stjarnan nái Evrópusæti. „Við munum ræða þetta aðeins á leiðinni og snertum aðeins á þessu í gær, á æfingunni. Það hefur í rauninni ekkert breyst. Við þurfum alltaf að vinna okkar leiki. Það er aukaatriði hvernig hinir leikirnir fóru en núna sjáum við aftur á móti að við erum komin upp á hólinn og þurfum að taka sverðin úr slíðrinu, og klára þetta skref sem liðið telur sig geta tekið.“ „Hefði nú verið fín að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli“ Stjarnan og Þór/KA áttu að mætast í gær en leiknum var frestað vegna veðurs. Nú er ljóst að leikurinn fer fram klukkan 17.30 og verður spilaður inni í Boganum. „Það verður allt öðruvísi leikur en ef við hefðum spilað úti á grasvellinum en mér skilst að grasvöllurinn sé alveg farinn og ekkert hægt að spila á honum. Það hefði nú verið fínt að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli þar [á KA-svæðinu] en við stjórnum því ekki. Við höfum spilað í Boganum áður og þurfum aðeins að laga leik okkar að því,“ segir Kristján sem býr sig undir erfiðan leik á Akureyri í dag: „Þór/KA lítur mjög vel út og hefur fengið sjö stig af níu úr síðustu þremur leikjum. Það er mikil orka, kraftur og hjarta í liðinu í síðustu þremur umferðum og mér finnst liðið vera í sínum besta kafla á mótinu núna. Þær líta mjög vel út. Það verður tekist á í þessum leik, það er alveg ljóst.“ Leikur Þórs/KA og Stjörnunnar hefst klukkan 17:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira