Mjög stoltur en vill enda með bræðrunum á Húsavík Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2022 11:00 Hallgrímur Mar Steingrímsson í viðtali á nýja vellinum sem KA hóf að spila heimaleiki sína á í sumar. Stöð 2 Hallgrímur Mar Steingrímsson bætti met Erlings Kristjánssonar á dögunum sem leikjahæsti leikmaður KA í efstu deild í fótbolta. Hann á nú öll helstu leikja- og markamet KA í fótbolta karla. „Ég kom inn í KA 2009 sem óþroskaður krakki í rauninni, og gerði mér enga grein fyrir því að ég ætti möguleika á að ná þessum áföngum hjá eins stóru félagi og KA er. Ég er því mjög stoltur af að hafa náð þessum áföngum,“ segir Hallgrímur. Hann hefur nú leikið 128 leiki í efstu deild, einum fleiri en Erlingur sem reyndar er áfram leikjahæsti leikmaður í sögu handknattleiksdeildar KA með 577 leiki. „Ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri“ Hallgrímur hefur alls leikið 277 knattspyrnuleiki fyrir KA, sem er félagsmet, og skorað 85 mörk sem er einnig félagsmet. Þar af eru 43 mörk í efstu deild sem er enn eitt félagsmetið. „Ég var svo sem ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri. Meira að pæla í að leggja upp. Ég var í raun aldrei markaskorari og tel mig ekkert vera markaskorara, þó að mörkin hafi orðið fleiri og fleiri síðustu ár. Það er bara gaman en leikjametið finnst mér skemmtilegra,“ segir Hallgrímur en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Hallgrímur um KA-metin Hallgrímur á sinn þátt í uppgangi KA síðustu ár og frábæru tímabili liðsins til þessa en það er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. Hver er galdurinn? „Við erum með drullugott lið. Þetta er held ég besta lið sem ég hef verið partur af frá því að ég kom í KA. Þetta er betri hópur og það hafa geggjaðir strákar verið að koma upp undanfarin ár. Svo er það umgjörðin í kringum KA í heild sinni, frá því að við stefndum að því að komast upp 2016,“ segir Hallgrímur sem er einnig afar ánægður með nýja heimavöllinn og gervigrasið sem KA spilar á, á sínu félagssvæði. Draumurinn að ljúka ferlinum á Húsavík Hallgrímur, sem verður 32 ára á sunnudaginn, er frá Húsavík og hóf ferilinn með Völsungi. Þar vill hann líka ljúka ferlinum, helst með bræðrum sínum en Hrannar yngri bróðir Hallgríms spilar með honum hjá KA. „Draumurinn minn er auðvitað að spila að minnsta kosti eitt tímabil á Húsavík, þá helst með yngsta bróður mínum, Andra, og vonandi fleirum. Ég veit að Hrannar bróður minn kitlar í að spila einhver ár á Húsavík. En ég vil samt spila eins lengi og ég get í efstu deild. Við gefum þessu 4-5 ár áður en ég fer að leita eitthvað annað,“ segir Hallgrímur. Besta deild karla KA Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
„Ég kom inn í KA 2009 sem óþroskaður krakki í rauninni, og gerði mér enga grein fyrir því að ég ætti möguleika á að ná þessum áföngum hjá eins stóru félagi og KA er. Ég er því mjög stoltur af að hafa náð þessum áföngum,“ segir Hallgrímur. Hann hefur nú leikið 128 leiki í efstu deild, einum fleiri en Erlingur sem reyndar er áfram leikjahæsti leikmaður í sögu handknattleiksdeildar KA með 577 leiki. „Ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri“ Hallgrímur hefur alls leikið 277 knattspyrnuleiki fyrir KA, sem er félagsmet, og skorað 85 mörk sem er einnig félagsmet. Þar af eru 43 mörk í efstu deild sem er enn eitt félagsmetið. „Ég var svo sem ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri. Meira að pæla í að leggja upp. Ég var í raun aldrei markaskorari og tel mig ekkert vera markaskorara, þó að mörkin hafi orðið fleiri og fleiri síðustu ár. Það er bara gaman en leikjametið finnst mér skemmtilegra,“ segir Hallgrímur en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Hallgrímur um KA-metin Hallgrímur á sinn þátt í uppgangi KA síðustu ár og frábæru tímabili liðsins til þessa en það er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. Hver er galdurinn? „Við erum með drullugott lið. Þetta er held ég besta lið sem ég hef verið partur af frá því að ég kom í KA. Þetta er betri hópur og það hafa geggjaðir strákar verið að koma upp undanfarin ár. Svo er það umgjörðin í kringum KA í heild sinni, frá því að við stefndum að því að komast upp 2016,“ segir Hallgrímur sem er einnig afar ánægður með nýja heimavöllinn og gervigrasið sem KA spilar á, á sínu félagssvæði. Draumurinn að ljúka ferlinum á Húsavík Hallgrímur, sem verður 32 ára á sunnudaginn, er frá Húsavík og hóf ferilinn með Völsungi. Þar vill hann líka ljúka ferlinum, helst með bræðrum sínum en Hrannar yngri bróðir Hallgríms spilar með honum hjá KA. „Draumurinn minn er auðvitað að spila að minnsta kosti eitt tímabil á Húsavík, þá helst með yngsta bróður mínum, Andra, og vonandi fleirum. Ég veit að Hrannar bróður minn kitlar í að spila einhver ár á Húsavík. En ég vil samt spila eins lengi og ég get í efstu deild. Við gefum þessu 4-5 ár áður en ég fer að leita eitthvað annað,“ segir Hallgrímur.
Besta deild karla KA Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira