Þúsundum stolinna listaverka hefur ekki verið skilað Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. september 2022 07:54 Prado-safnið í Madrid Carlos Alvarez/Getty Images Stærsta listasafn Spánar viðurkennir að á safninu sé að finna meira en 60 listaverk sem einræðisstjórn Francos stal af réttmætum eigendum þeirra. Hundruð stolinna listaverka eru enn á söfnum í eigu ríkisins. El Prado í Madrid er langstærsta listasafn Spánar og eitt stærsta listasafn veraldar. Spænska dagblaðið El Diario sendi í síðustu viku fyrirspurn til stjórnenda safnsins um hversu mörg verk á safninu væru illa fengin verk sem falangistastjórn Francos hefði stolið á sínum tíma. Svarið kom í vikunni. Þau eru að minnsta kosti 64. Einræðisstjórn Francos rændi um 16.000 listaverkum Stórkostleg rán falangista á listaverkum í einkaeigu komust í hámæli í fyrra þegar listasöguprófessorinn Arturo Colorado gaf út bók um þessa víðtæku gripdeild. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að á meðan á borgarastríðinu stóð, frá 1936 til 1939, og eftir að einræðisstjórn Francos tók völdin, hafi spænskir fasistar Francos rænt um 16.000 listaverkum. Stjórnendur Prado-safnsins segja í svari sínu að allt verði gert til að koma verkunum til sinna réttmætu eigenda, nokkuð sem hefur ekki verið reynt undanfarna áratugi, ekki fyrr en stuldurinn komst í hámæli. Til samanburðar má geta þess að Louvre-safnið í París hefur nú í meira en áratug unnið að því að koma illa fengnum verkum sem nasistar stálu af gyðingum í seinni heimsstyrjöldum til sinna réttmætu eigenda, eftir að lög þar um voru samþykkt í Frakklandi. Engin áform um að skila verkum á söfnum Hins vegar hefur menningarmálaráðuneyti Spánar engin áform um að koma hundruðum illa fenginna verka sem varðveitt eru á 16 söfnum spænska ríkisins til réttmætra eigenda sinna. Á meðan á borgarastríðinu stóð var hinn heimsfrægi listmálari Pablo Picasso, forstjóri Prado-safnsins, nokkuð sem kemur mörgum á óvart. Hann var hins vegar í sjálfskipaðri útlegð í París í stríðinu og það var því aðstoðarforstjórinn sem hélt utan um gripdeild verkanna. Kirkjan fékk stóran hluta þýfisins Rannsóknir Colorado leiða í ljós að af tæplega 16.000 listaverkum sem Franco og hans menn stálu, hefur rúmlega 6.000 verkum ekki verið skilað aftur. Þau hafa verið gefin á ýmis söfn eða stofnanir, til einstaklinga sem voru Franco þóknanlegir eða til kirkjunnar sem fékk vænan hlut þýfisins eða um 1.300 verk. Um 600 verk er hins vegar ekkert vitað. Spánn Myndlist Söfn Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
El Prado í Madrid er langstærsta listasafn Spánar og eitt stærsta listasafn veraldar. Spænska dagblaðið El Diario sendi í síðustu viku fyrirspurn til stjórnenda safnsins um hversu mörg verk á safninu væru illa fengin verk sem falangistastjórn Francos hefði stolið á sínum tíma. Svarið kom í vikunni. Þau eru að minnsta kosti 64. Einræðisstjórn Francos rændi um 16.000 listaverkum Stórkostleg rán falangista á listaverkum í einkaeigu komust í hámæli í fyrra þegar listasöguprófessorinn Arturo Colorado gaf út bók um þessa víðtæku gripdeild. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að á meðan á borgarastríðinu stóð, frá 1936 til 1939, og eftir að einræðisstjórn Francos tók völdin, hafi spænskir fasistar Francos rænt um 16.000 listaverkum. Stjórnendur Prado-safnsins segja í svari sínu að allt verði gert til að koma verkunum til sinna réttmætu eigenda, nokkuð sem hefur ekki verið reynt undanfarna áratugi, ekki fyrr en stuldurinn komst í hámæli. Til samanburðar má geta þess að Louvre-safnið í París hefur nú í meira en áratug unnið að því að koma illa fengnum verkum sem nasistar stálu af gyðingum í seinni heimsstyrjöldum til sinna réttmætu eigenda, eftir að lög þar um voru samþykkt í Frakklandi. Engin áform um að skila verkum á söfnum Hins vegar hefur menningarmálaráðuneyti Spánar engin áform um að koma hundruðum illa fenginna verka sem varðveitt eru á 16 söfnum spænska ríkisins til réttmætra eigenda sinna. Á meðan á borgarastríðinu stóð var hinn heimsfrægi listmálari Pablo Picasso, forstjóri Prado-safnsins, nokkuð sem kemur mörgum á óvart. Hann var hins vegar í sjálfskipaðri útlegð í París í stríðinu og það var því aðstoðarforstjórinn sem hélt utan um gripdeild verkanna. Kirkjan fékk stóran hluta þýfisins Rannsóknir Colorado leiða í ljós að af tæplega 16.000 listaverkum sem Franco og hans menn stálu, hefur rúmlega 6.000 verkum ekki verið skilað aftur. Þau hafa verið gefin á ýmis söfn eða stofnanir, til einstaklinga sem voru Franco þóknanlegir eða til kirkjunnar sem fékk vænan hlut þýfisins eða um 1.300 verk. Um 600 verk er hins vegar ekkert vitað.
Spánn Myndlist Söfn Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira