„Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2022 18:23 Aron Einar Gunnarsson snéri aftur í íslenska landsliðið í dag. Getty/Laszlo Szirtesi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. Þetta var í fyrsta sinn sem Aron leikur í íslenska landsliðsbúningnum síðan í 2-2 jafntefli við Pólland í vináttulandsleik 8. júní í fyrra,en þetta var 98. landsleikur Arons. „Þetta var bara ánægjulegt. Þó að þetta sé æfingaleikur þá vorum við að reyna ýmislegt sem við ætlum að nota í framtíðinni,“ sagði fyrirliðinn í samtali við Viaplay að leik loknum. „Vinnusemin var mikil í þessum leik og við eyddum mikilli orku í að loka á þá. Mér fannst þeir aldrei ná að brjóta okkur niður eða fá einhver færi í þessum leik þannig við getum verið mjög sáttir með það. Við fengum ekki mark á okkur og færin voru okkar þannig við getum tekið margt úr þessum leik og byggt á því.“ Aron lék í stöðu miðvarðar í dag við hlið Guðlaugs Victors Pálssonar og Harðar Björgvins Magnússonar, en það er staða sem hann er ekki endilega vanur að spila með íslenska landsliðinu. „Ég leysi bara þá stöðu sem mér er sagt að spila. Ég er búinn að spila þessa stöðu úti í Katar núna síðasta árið þannig ég er að læra inn á hana. Það er margt sem ég á eftir að læra inn á að spila í þessarri stöðu en það er gott að hafa Gulla þarna að djöflast mér á hægri og Höddi var flottur í þessum leik.“ „Við vorum með fínt skipulag á þessu og mér fannst þeir aldrei ógna okkur almennilega, nema kannski aðeins í lokin þegar við hleyptum þessu upp í smá æsing. En ég er virkilega ánægður með sigur og við þurfum bara að venjast því að vinna leiki og finna þá tilfinningu.“ Þá hrósaði Aron ungu leikmönnum liðsins fyrir sína vakt í kvöld og segir að nóg sé af leiðtogum innan liðsins. „Það eru margir leiðtogar í þessu liði. Þó að það heyrist kannski ekki mikið í þessum ungu þá hafa þeir alveg efni á því að tala líka og hjálpa liðinu. Ég vinn bara mitt starf eins vel og ég get framkvæmt hverju sinni og að spila aftur fyrir Íslands hönd hefur verið bara gaman. Það var gott að ná sigri og ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Aron að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem Aron leikur í íslenska landsliðsbúningnum síðan í 2-2 jafntefli við Pólland í vináttulandsleik 8. júní í fyrra,en þetta var 98. landsleikur Arons. „Þetta var bara ánægjulegt. Þó að þetta sé æfingaleikur þá vorum við að reyna ýmislegt sem við ætlum að nota í framtíðinni,“ sagði fyrirliðinn í samtali við Viaplay að leik loknum. „Vinnusemin var mikil í þessum leik og við eyddum mikilli orku í að loka á þá. Mér fannst þeir aldrei ná að brjóta okkur niður eða fá einhver færi í þessum leik þannig við getum verið mjög sáttir með það. Við fengum ekki mark á okkur og færin voru okkar þannig við getum tekið margt úr þessum leik og byggt á því.“ Aron lék í stöðu miðvarðar í dag við hlið Guðlaugs Victors Pálssonar og Harðar Björgvins Magnússonar, en það er staða sem hann er ekki endilega vanur að spila með íslenska landsliðinu. „Ég leysi bara þá stöðu sem mér er sagt að spila. Ég er búinn að spila þessa stöðu úti í Katar núna síðasta árið þannig ég er að læra inn á hana. Það er margt sem ég á eftir að læra inn á að spila í þessarri stöðu en það er gott að hafa Gulla þarna að djöflast mér á hægri og Höddi var flottur í þessum leik.“ „Við vorum með fínt skipulag á þessu og mér fannst þeir aldrei ógna okkur almennilega, nema kannski aðeins í lokin þegar við hleyptum þessu upp í smá æsing. En ég er virkilega ánægður með sigur og við þurfum bara að venjast því að vinna leiki og finna þá tilfinningu.“ Þá hrósaði Aron ungu leikmönnum liðsins fyrir sína vakt í kvöld og segir að nóg sé af leiðtogum innan liðsins. „Það eru margir leiðtogar í þessu liði. Þó að það heyrist kannski ekki mikið í þessum ungu þá hafa þeir alveg efni á því að tala líka og hjálpa liðinu. Ég vinn bara mitt starf eins vel og ég get framkvæmt hverju sinni og að spila aftur fyrir Íslands hönd hefur verið bara gaman. Það var gott að ná sigri og ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Aron að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira