Kristján heill heilsu eftir Covid og vill sýna að verðlaunin voru verðskulduð Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2022 08:01 Kristján Örn Kristjánsson var valinn besta hægri skytta frönsku 1. deildarinnar, einnar bestu deildar heims, á síðustu leiktíð. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Kristján Örn Kristjánsson endaði síðasta tímabil í Frakklandi á því að vera valinn besta hægri skytta deildarinnar, þrátt fyrir að hafa stóran hluta leiktíðar verið að jafna sig af því að veikjast illa vegna kórónuveirusmits sem hafði mikil áhrif á hann. Kristján, eða Donni eins og hann er kallaður, hefur byrjað nýja leiktíð vel með liði sínu PAUC og var markahæstur með sjö mörk í sigri gegn Istres í síðustu viku. Eftir því sem blaðamaður kemst næst er hann eini Íslendingurinn sem valinn hefur verið í úrvalslið frönsku deildarinnar og það sem gerir þann mikla árangur síðustu leiktíðar enn athyglisverðari er að þessi 24 ára handknattleiksmaður gat lengi vel ekki beitt sér af fullum krafti vegna alvarlegra eftirkasta kórónuveirusmits. Kristján veiktist í lok mars í fyrra en var samt enn rétt að jafna sig þegar Ísland spilaði á EM í janúar á þessu ári. Hann segist nú vera orðinn heill heilsu. Hættara við því að verða lasinn „Síðasta tímabil fór fyrri helmingur tímabilsins svolítið í að ná þolinu upp, því ég tapaði því öllu þegar ég fékk Covid. Seinni helminginn var maður orðinn mjög þokkalegur og núna er heilsan eiginlega öll komin aftur myndi ég segja,“ segir Kristján í samtali við Vísi. „Ég er þó næmari fyrir því að verða lasinn og er til dæmis í dag frekar slappur,“ bætir hann við, en Vísir ræddi við Kristján í byrjun vikunnar. Fékk að „pústa“ á tíu mínútna fresti Þessi öfluga skytta átti erfitt með að beita sér lengur en í tíu mínútur í einu fyrstu mánuði síðustu leiktíðar en vann sig upp úr veikindunum í góðu samstarfi við þjálfara PAUC og liðsfélagana: „Ég náði að vinna þetta frekar vel með liðinu. Við vorum tvær hægri skyttur en hin var svolítið oft meidd. En ég náði stundum að taka „stuttu skiptinguna“, sleppa vörninni og spila bara sóknina, og það er alltaf rosalega „flashy“ að skora mörkin. Við náðum að púsla þessu vel saman í leikjum, þannig að ég fengi að pústa aðeins á tíu mínútna fresti, og þetta gekk mjög vel,“ segir Kristján sem ein sog fyrr segir var svo gott sem búinn að jafna sig þegar Evrópumótið fór fram í janúar, þar sem hálft landsliðið smitaðist hins vegar af veirunni, og átti frábæran seinni hluta leiktíðar í Frakklandi. Nú er ný leiktíð hafin og Kristján strax byrjaður að raða inn mörkum fyrir PAUC sem náði afar góðum árangri á síðustu leiktíð og endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar, sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ætlar að verða aftur besta skyttan „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun. Ég tók sumarið mjög vel hérna úti og undirbjó mig vel fyrir tímabilið, eftir að það síðasta endaði svona vel. Ég vil fylgja því eftir. Ég væri líka til í að fá þessa viðurkenningu aftur, sem besta hægri skytta, til að stimpla þetta inn og sýna að þetta var ekki bara einhver heppni. Mann langar alltaf í meira,“ segir Kristján sem er uppalinn hjá Fjölni en fór þaðan til ÍBV og svo til PAUC sumarið 2020. „Það eru búnar að vera miklar breytingar á liðinu í sumar þannig að gengið verður kannski alveg eins og síðustu tvö árin en við reynum náttúrulega að gera okkar besta. Markmiðin eru enn há. Við stefnum á að vinna Evrópukeppni og helst titil hérna í Frakklandi líka, þar sem við erum með deildina og tvær bikarkeppnir. Það væri líka fullkomið að ná sæti í Meistaradeild Evrópu en ég myndi alveg sætta mig við eitt af fjórum efstu sætunum í frönsku deildinni,“ segir Kristján. Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Kristján, eða Donni eins og hann er kallaður, hefur byrjað nýja leiktíð vel með liði sínu PAUC og var markahæstur með sjö mörk í sigri gegn Istres í síðustu viku. Eftir því sem blaðamaður kemst næst er hann eini Íslendingurinn sem valinn hefur verið í úrvalslið frönsku deildarinnar og það sem gerir þann mikla árangur síðustu leiktíðar enn athyglisverðari er að þessi 24 ára handknattleiksmaður gat lengi vel ekki beitt sér af fullum krafti vegna alvarlegra eftirkasta kórónuveirusmits. Kristján veiktist í lok mars í fyrra en var samt enn rétt að jafna sig þegar Ísland spilaði á EM í janúar á þessu ári. Hann segist nú vera orðinn heill heilsu. Hættara við því að verða lasinn „Síðasta tímabil fór fyrri helmingur tímabilsins svolítið í að ná þolinu upp, því ég tapaði því öllu þegar ég fékk Covid. Seinni helminginn var maður orðinn mjög þokkalegur og núna er heilsan eiginlega öll komin aftur myndi ég segja,“ segir Kristján í samtali við Vísi. „Ég er þó næmari fyrir því að verða lasinn og er til dæmis í dag frekar slappur,“ bætir hann við, en Vísir ræddi við Kristján í byrjun vikunnar. Fékk að „pústa“ á tíu mínútna fresti Þessi öfluga skytta átti erfitt með að beita sér lengur en í tíu mínútur í einu fyrstu mánuði síðustu leiktíðar en vann sig upp úr veikindunum í góðu samstarfi við þjálfara PAUC og liðsfélagana: „Ég náði að vinna þetta frekar vel með liðinu. Við vorum tvær hægri skyttur en hin var svolítið oft meidd. En ég náði stundum að taka „stuttu skiptinguna“, sleppa vörninni og spila bara sóknina, og það er alltaf rosalega „flashy“ að skora mörkin. Við náðum að púsla þessu vel saman í leikjum, þannig að ég fengi að pústa aðeins á tíu mínútna fresti, og þetta gekk mjög vel,“ segir Kristján sem ein sog fyrr segir var svo gott sem búinn að jafna sig þegar Evrópumótið fór fram í janúar, þar sem hálft landsliðið smitaðist hins vegar af veirunni, og átti frábæran seinni hluta leiktíðar í Frakklandi. Nú er ný leiktíð hafin og Kristján strax byrjaður að raða inn mörkum fyrir PAUC sem náði afar góðum árangri á síðustu leiktíð og endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar, sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ætlar að verða aftur besta skyttan „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun. Ég tók sumarið mjög vel hérna úti og undirbjó mig vel fyrir tímabilið, eftir að það síðasta endaði svona vel. Ég vil fylgja því eftir. Ég væri líka til í að fá þessa viðurkenningu aftur, sem besta hægri skytta, til að stimpla þetta inn og sýna að þetta var ekki bara einhver heppni. Mann langar alltaf í meira,“ segir Kristján sem er uppalinn hjá Fjölni en fór þaðan til ÍBV og svo til PAUC sumarið 2020. „Það eru búnar að vera miklar breytingar á liðinu í sumar þannig að gengið verður kannski alveg eins og síðustu tvö árin en við reynum náttúrulega að gera okkar besta. Markmiðin eru enn há. Við stefnum á að vinna Evrópukeppni og helst titil hérna í Frakklandi líka, þar sem við erum með deildina og tvær bikarkeppnir. Það væri líka fullkomið að ná sæti í Meistaradeild Evrópu en ég myndi alveg sætta mig við eitt af fjórum efstu sætunum í frönsku deildinni,“ segir Kristján.
Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira