Rússar vilja að landsliðsþjálfari Úkraínu fái lífstíðarbann frá fótbolta Atli Arason skrifar 19. september 2022 23:00 Oleksandr Petrakov er landsliðsþjálfari Úkraínu í fótbolta. Getty Images Rússar hafa sent erindi til UEFA, evrópska knattspyrnusambandsins, þar sem þeir hvetja sambandið til að setja Oleksandr Petrakov, landsliðsþjálfara Úkraínu, í bann frá knattspyrnu. Knattspyrnusamband Rússlands heldur því fram að Petrakov hafi brotið gegn reglum UEFA þegar hann bað um að Rússar myndu fá bann frá fótbolta fyrir innrás sína í Úkraínu ásamt því að segjast sjálfur ætla að grípa til vopna til að verja þjóð sína fyrir innrás Rússa. „Ef þeir koma til Kyiv þá mun ég ná í mín vopn og verja mína borg. Ég er 64 ára gamall en mér finnst það samt eðililegt. Vonandi gæti ég tekið tvo eða þrjá óvini með mér,“ sagði Petrakov í apríl. Petrakov fékk hins vegar ekki að taka þátt í hernaðarstöfum sökum aldurs. Nýlega lét Petrakov svo hafa eftir sér að banna ætti alla rússneska íþróttamenn frá íþróttum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það virðist vera kornið sem fyllti mælin hjá Rússum sem telja ummælin brjóta gegn reglum UEFA. „Yfirlýsing landsliðsþjálfa Úkraínu, Oleksander Petrakov, er sett fram í tengslum við pólitískan ágreining milli tveggja þjóða, Rússlands og Úkraínu. Skilaboðin eru af pólitísku eðli sem brýtur gegn grundvallarreglum sambandsins og geta með engu móti talist hlutdræg,“ er skrifað í kvörtun Rússa sem krefjast lífstíðarbanns. Þar er þó engu orði minnst á innrás Rússa í Úkraínu. Talsmaður Úkraínska knattspyrnusambandsins, UAF, vísar þessum kvörtunum Rússa á bug. „Þegar ráðist var inn í landið hans af ófreskjum, þá var Petrakov tilbúinn að verja landið sitt, konur og börn. Hann var þó ekki samþykktur inn í herin vegna skorts á reynslu en gjörðir hans sýna þó kjark og föðurlandsást,“ sagði talsmaður UAF áður en bætt var við. „Hvernig er hægt að tala um mismunin í sambandi við þjóð sem markvíst ræðst inn í annað land til að framkvæma fjöldamorð.“ Rússneskt félagslið og landslið mega ekki keppa í keppnum á vegum FIFA eða UEFA en bannið nær ekki yfir einstaka leikmenn sem mega spila áfram en þó ekki með rússnesku liði. HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Knattspyrnusamband Rússlands heldur því fram að Petrakov hafi brotið gegn reglum UEFA þegar hann bað um að Rússar myndu fá bann frá fótbolta fyrir innrás sína í Úkraínu ásamt því að segjast sjálfur ætla að grípa til vopna til að verja þjóð sína fyrir innrás Rússa. „Ef þeir koma til Kyiv þá mun ég ná í mín vopn og verja mína borg. Ég er 64 ára gamall en mér finnst það samt eðililegt. Vonandi gæti ég tekið tvo eða þrjá óvini með mér,“ sagði Petrakov í apríl. Petrakov fékk hins vegar ekki að taka þátt í hernaðarstöfum sökum aldurs. Nýlega lét Petrakov svo hafa eftir sér að banna ætti alla rússneska íþróttamenn frá íþróttum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það virðist vera kornið sem fyllti mælin hjá Rússum sem telja ummælin brjóta gegn reglum UEFA. „Yfirlýsing landsliðsþjálfa Úkraínu, Oleksander Petrakov, er sett fram í tengslum við pólitískan ágreining milli tveggja þjóða, Rússlands og Úkraínu. Skilaboðin eru af pólitísku eðli sem brýtur gegn grundvallarreglum sambandsins og geta með engu móti talist hlutdræg,“ er skrifað í kvörtun Rússa sem krefjast lífstíðarbanns. Þar er þó engu orði minnst á innrás Rússa í Úkraínu. Talsmaður Úkraínska knattspyrnusambandsins, UAF, vísar þessum kvörtunum Rússa á bug. „Þegar ráðist var inn í landið hans af ófreskjum, þá var Petrakov tilbúinn að verja landið sitt, konur og börn. Hann var þó ekki samþykktur inn í herin vegna skorts á reynslu en gjörðir hans sýna þó kjark og föðurlandsást,“ sagði talsmaður UAF áður en bætt var við. „Hvernig er hægt að tala um mismunin í sambandi við þjóð sem markvíst ræðst inn í annað land til að framkvæma fjöldamorð.“ Rússneskt félagslið og landslið mega ekki keppa í keppnum á vegum FIFA eða UEFA en bannið nær ekki yfir einstaka leikmenn sem mega spila áfram en þó ekki með rússnesku liði.
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira