Börnin í sýningunni fóru saman í dansbúðir í Bretlandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elísabet Hanna skrifa 19. september 2022 17:30 Börnin sem taka þátt í sýningunni Langelstur að eilífu fóru saman erlendis í dansbúðir í sumarfríinu. Aðsent „Nú þegar haustið er mætt með tilheyrandi rigningu og roki er tilvalið fyrir fjölskyldur landsins að skella sér í leikhús,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og teiknari. Í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði eru hafnar sýningar á ný á hinni gríðarvinsælu fjölskyldusýningu Langelstur að eilífu. Þar fer stórleikarinn Siggi Sigurjóns á kostum í verkinu sem hinn 97 ára gamli Rögnvaldur en á móti honum leika tólf hæfileikarík börn á aldrinum átta til ellefu ára. „Krakkarnir mæta spennt til leiks eftir sumarfríið,“ segir Bergrún Íris, en hún er höfundur bókanna sem sýningin byggir á. Sýningin hefur fangað hug og hjörtu áhorfenda. „Litlu leikararnir okkar hafa varið sumrinu í útilegur, fótboltamót og ýmis konar sumarnámskeið. Svo er skemmtilegt frá því að segja að öll börnin í sýningunni tóku þátt í frábærum dansbúðum í Bretlandi í sumar, svo þau eru jafnvel enn sterkari dansarar í haust en í vor.“ Vinir fyrir lífstíð Dansbúðirnar sem um ræðir eru á vegum The British Theatre Dance Association og kenna þar margir af bestu danshöfundum Bretlands. „Danshöfundur Langelstur að eilífu, hún Chantelle Carey, er hluti af þessu gríðarstóra og merkilega batteríi og sá til þess að leikhópurinn gæti komið út og tekið þátt. Þetta var mikill skóli fyrir íslensku krakkana, margt að sjá, læra og upplifa og þau komu reynslunni ríkari aftur heim.“ Auk þess að dansa saman fengu krakkarnir kærkomið tækifæri til að verja tíma saman utan veggja leikhússins. „Þau eru orðnir perluvinir. Það er eitt það fallegasta við sýninguna okkar, hvað krakkarnir hafa tengst sterkum vinaböndum. Ég veit að þau verða vinir fyrir lífstíð.“ Í dansbúðunum fengu börnin tækifæri til að læra ýmsar mismunandi danstengundir og var herlegheitunum slúttað með flottri skrúðgöngu þar sem íslenski hópurinn flaggaði þjóðfánanum og söng hástöfum lög úr sýningunni. „Langelstur að eilífu er söngleikur og sjálfur Máni Svavars samdi lög sem eru nú þegar orðin klassík á mörgum heimilum, enda algjört heilalím eins og Mána er einum lagið. Við byrjuðum að sýna aftur um helgina fyrir fullu húsi og sýningar munu ganga áfram eitthvað fram á haustið, eftir því hvernig gengur að fylla sætin. Foreldrarfélög skólanna og fyrirtæki eru byrjuð að bóka fyrir hópa auk þess sem ég veit af mörgum sem ætla að koma aftur, enda sýningin algjör gleðisprengja fyrir alla aldurshópa. Þetta er einfaldlega sýning sem enginn má láta framhjá sér fara,“ segir Bergrún að lokum. Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og Chantelle Carey danshæfundur baksviðs í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Íris Dögg Einarsdóttir Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af leikurum Landgelstur að eilífu á sviði og baksviðs. Íris Dögg EinarsdóttirÍris Dögg EinarsdóttirÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiÍris Dögg Einarsdóttir Krakkar Leikhús Dans Menning Hafnarfjörður Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði eru hafnar sýningar á ný á hinni gríðarvinsælu fjölskyldusýningu Langelstur að eilífu. Þar fer stórleikarinn Siggi Sigurjóns á kostum í verkinu sem hinn 97 ára gamli Rögnvaldur en á móti honum leika tólf hæfileikarík börn á aldrinum átta til ellefu ára. „Krakkarnir mæta spennt til leiks eftir sumarfríið,“ segir Bergrún Íris, en hún er höfundur bókanna sem sýningin byggir á. Sýningin hefur fangað hug og hjörtu áhorfenda. „Litlu leikararnir okkar hafa varið sumrinu í útilegur, fótboltamót og ýmis konar sumarnámskeið. Svo er skemmtilegt frá því að segja að öll börnin í sýningunni tóku þátt í frábærum dansbúðum í Bretlandi í sumar, svo þau eru jafnvel enn sterkari dansarar í haust en í vor.“ Vinir fyrir lífstíð Dansbúðirnar sem um ræðir eru á vegum The British Theatre Dance Association og kenna þar margir af bestu danshöfundum Bretlands. „Danshöfundur Langelstur að eilífu, hún Chantelle Carey, er hluti af þessu gríðarstóra og merkilega batteríi og sá til þess að leikhópurinn gæti komið út og tekið þátt. Þetta var mikill skóli fyrir íslensku krakkana, margt að sjá, læra og upplifa og þau komu reynslunni ríkari aftur heim.“ Auk þess að dansa saman fengu krakkarnir kærkomið tækifæri til að verja tíma saman utan veggja leikhússins. „Þau eru orðnir perluvinir. Það er eitt það fallegasta við sýninguna okkar, hvað krakkarnir hafa tengst sterkum vinaböndum. Ég veit að þau verða vinir fyrir lífstíð.“ Í dansbúðunum fengu börnin tækifæri til að læra ýmsar mismunandi danstengundir og var herlegheitunum slúttað með flottri skrúðgöngu þar sem íslenski hópurinn flaggaði þjóðfánanum og söng hástöfum lög úr sýningunni. „Langelstur að eilífu er söngleikur og sjálfur Máni Svavars samdi lög sem eru nú þegar orðin klassík á mörgum heimilum, enda algjört heilalím eins og Mána er einum lagið. Við byrjuðum að sýna aftur um helgina fyrir fullu húsi og sýningar munu ganga áfram eitthvað fram á haustið, eftir því hvernig gengur að fylla sætin. Foreldrarfélög skólanna og fyrirtæki eru byrjuð að bóka fyrir hópa auk þess sem ég veit af mörgum sem ætla að koma aftur, enda sýningin algjör gleðisprengja fyrir alla aldurshópa. Þetta er einfaldlega sýning sem enginn má láta framhjá sér fara,“ segir Bergrún að lokum. Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og Chantelle Carey danshæfundur baksviðs í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Íris Dögg Einarsdóttir Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af leikurum Landgelstur að eilífu á sviði og baksviðs. Íris Dögg EinarsdóttirÍris Dögg EinarsdóttirÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiÍris Dögg Einarsdóttir
Krakkar Leikhús Dans Menning Hafnarfjörður Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira