Óli Stef ætlaði að verða eins og Sócrates Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2022 09:00 Vart finnast áhugaverðari íþróttamenn en Ólafur Stefánsson og Sócrates. vísir/getty Ólafur Stefánsson ætlaði að feta í fótspor hetjunnar sinnar, allt þar til símtal frá þýsku félagsliði kom. Ólafur, sem er jafnan talinn einn besti handboltamaður allra tíma, segir sögu sína á heimasíðu Evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þar segir hann meðal annars frá því þegar hann breytti um kúrs um miðjan 10. áratug síðustu aldar og ákvað að leggja atvinnumennsku í handbolta fyrir sig. Faðir Ólafs, Stefán Eggertsson, lærði læknisfræði í Svíþjóð og hann ætlaði að feta í fótspor hans. Ólafur átti sér líka aðra fyrirmynd sem var læknismenntaður íþróttamaður. „Ein af fyrirmyndunum mínum á þessum tíma var brasilískur fótboltamaður, Sócrates, sem starfaði sem barnalæknir og það ætlaði ég líka að gera,“ skrifaði Ólafur. „En þá fengum við Dagur [Sigurðsson] símtal frá þýska félaginu Wuppertal og okkur var boðinn atvinnumannasamningur. Við samþykktum tilboð þeirra, aðallega því Wuppertal var með íslenskan þjálfara, Viggó Sigurðsson.“ : The most inspirational story you'll read A tale of life, where curiosity and humanity are the heroes. From #ehfcl champion to school storyteller, from Reykjavik to the Andes mountains Read: https://t.co/ACwoEcXLJp pic.twitter.com/9xajrPlKsI— EHF Champions League (@ehfcl) September 15, 2022 Hjá Wuppertal spiluðu þeir Ólafur og Dagur einnig með Geir Sveinssyni og Valdimar Grímssyni. Ólafur var tvö ár í herbúðum Wuppertal. Á því fyrsta komst liðið upp úr B-deildinni í úrvalsdeildina. Eftir eitt tímabil þar gekk hann svo til liðs við Magdeburg þar sem hann naut mikillar velgengni. Sócrates, sá sem Ólafur leit svo mikið upp til, lék sextíu leiki fyrir brasilíska landsliðið og skoraði 22 mörk. Hann lék með Botafogo, Corinthians, Flamengo og Santos í heimalandinu og Fiorentina á Ítalíu. Auk þess að vera fótboltamaður og læknir var Sócrates mikill hugsuður og strangtrúaður kommúnisti. Hann lést 1. desember 2011, 57 ára að aldri. Hann lét eftir sig eiginkonu og sex börn. Ólafur er í dag aðstoðarþjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen. Hann tók við starfinu í mars síðastliðnum. Hann hafði þá verið í fríi frá þjálfun í nokkur ár. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Ólafur, sem er jafnan talinn einn besti handboltamaður allra tíma, segir sögu sína á heimasíðu Evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þar segir hann meðal annars frá því þegar hann breytti um kúrs um miðjan 10. áratug síðustu aldar og ákvað að leggja atvinnumennsku í handbolta fyrir sig. Faðir Ólafs, Stefán Eggertsson, lærði læknisfræði í Svíþjóð og hann ætlaði að feta í fótspor hans. Ólafur átti sér líka aðra fyrirmynd sem var læknismenntaður íþróttamaður. „Ein af fyrirmyndunum mínum á þessum tíma var brasilískur fótboltamaður, Sócrates, sem starfaði sem barnalæknir og það ætlaði ég líka að gera,“ skrifaði Ólafur. „En þá fengum við Dagur [Sigurðsson] símtal frá þýska félaginu Wuppertal og okkur var boðinn atvinnumannasamningur. Við samþykktum tilboð þeirra, aðallega því Wuppertal var með íslenskan þjálfara, Viggó Sigurðsson.“ : The most inspirational story you'll read A tale of life, where curiosity and humanity are the heroes. From #ehfcl champion to school storyteller, from Reykjavik to the Andes mountains Read: https://t.co/ACwoEcXLJp pic.twitter.com/9xajrPlKsI— EHF Champions League (@ehfcl) September 15, 2022 Hjá Wuppertal spiluðu þeir Ólafur og Dagur einnig með Geir Sveinssyni og Valdimar Grímssyni. Ólafur var tvö ár í herbúðum Wuppertal. Á því fyrsta komst liðið upp úr B-deildinni í úrvalsdeildina. Eftir eitt tímabil þar gekk hann svo til liðs við Magdeburg þar sem hann naut mikillar velgengni. Sócrates, sá sem Ólafur leit svo mikið upp til, lék sextíu leiki fyrir brasilíska landsliðið og skoraði 22 mörk. Hann lék með Botafogo, Corinthians, Flamengo og Santos í heimalandinu og Fiorentina á Ítalíu. Auk þess að vera fótboltamaður og læknir var Sócrates mikill hugsuður og strangtrúaður kommúnisti. Hann lést 1. desember 2011, 57 ára að aldri. Hann lét eftir sig eiginkonu og sex börn. Ólafur er í dag aðstoðarþjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen. Hann tók við starfinu í mars síðastliðnum. Hann hafði þá verið í fríi frá þjálfun í nokkur ár.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira