Spánverjar komu til baka og fara í undanúrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 17:08 Willy Hernángomez var stigahæstur Spánverja. Soeren Stache/picture alliance via Getty Images Spánverjar eru komnir í undanúrslit á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, eftir 100-90 sigur á Finnum í 8-liða úrslitum í Berlín í dag. Þeir mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitunum. 8-liða úrslitin fóru af stað með leik Finnlands og Spánar í dag. Finnar höfðu lagt Króata 94-86 í 16-liða úrslitum í fyrradag en degi fyrr hafði Spánn betur 102-94 gegn Litáen eftir framlengdan leik. Þeir finnsku fóru töluvert betur af stað og náði snemma undirhöndinni. Magnaður flautuþristur Mikaels Jantunen frá eigin vallarhelmingi gaf Finnlandi ellefu stiga forskot, 30-19, að fyrsta leikhluta loknum. SHOW ME THE MONEEEEEEY! @mikaeljantunen with the half-court #TissotBuzzerBeater! #EuroBasket x #BringTheNoise pic.twitter.com/eAF32Vayyh— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Spánverjum gekk illa að brúa bilið í öðrum leikhluta og þegar hálfleiksflautið gall var munurinn níu stig, 52-43 fyrir Finnland. Útlitið alls ekki gott fyrir Spánverja sem voru alls ekki sannfærandi í fyrri hálfleik. Eftir hálfleikshléið tóku Spánverjar við sér. Þeir skoruðu átta af fyrstu níu stigum leikhlutans til að minnka muninn í 53-51 og tókst svo að jafna 57-57. Þeir léu kné fylgja kviði og leiddu með 73-67. Year 18 of clutch Rudy Fernandez threes#EuroBasket x #BringTheNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/fz1x7JbbDg— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Þeir spænsku létu kné fylgja kviði og þrátt fyrir að þeir hafi lítið bætt við forystuna virtist aldrei líklegt að Finnar myndu minnka muninn eða jafna leikinn. Ef vonin var einhver þá slökkti Rudy Fernández í þeim vonarneista með tveimur flottum þriggja stiga körfum á lokakafla leiks sem Spánn vann 100-90. Willly Hernángomez stóð upp úr hjá Spánverjum með 27 stig, en Lorenzo Brown skoraði tíu stig og gaf ellefu stoðsendingar. Lauri Markkanen skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Finna. Spánverjar mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitum en þau eigast við í 8-liða úrslitunum í kvöld. EuroBasket 2022 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
8-liða úrslitin fóru af stað með leik Finnlands og Spánar í dag. Finnar höfðu lagt Króata 94-86 í 16-liða úrslitum í fyrradag en degi fyrr hafði Spánn betur 102-94 gegn Litáen eftir framlengdan leik. Þeir finnsku fóru töluvert betur af stað og náði snemma undirhöndinni. Magnaður flautuþristur Mikaels Jantunen frá eigin vallarhelmingi gaf Finnlandi ellefu stiga forskot, 30-19, að fyrsta leikhluta loknum. SHOW ME THE MONEEEEEEY! @mikaeljantunen with the half-court #TissotBuzzerBeater! #EuroBasket x #BringTheNoise pic.twitter.com/eAF32Vayyh— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Spánverjum gekk illa að brúa bilið í öðrum leikhluta og þegar hálfleiksflautið gall var munurinn níu stig, 52-43 fyrir Finnland. Útlitið alls ekki gott fyrir Spánverja sem voru alls ekki sannfærandi í fyrri hálfleik. Eftir hálfleikshléið tóku Spánverjar við sér. Þeir skoruðu átta af fyrstu níu stigum leikhlutans til að minnka muninn í 53-51 og tókst svo að jafna 57-57. Þeir léu kné fylgja kviði og leiddu með 73-67. Year 18 of clutch Rudy Fernandez threes#EuroBasket x #BringTheNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/fz1x7JbbDg— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Þeir spænsku létu kné fylgja kviði og þrátt fyrir að þeir hafi lítið bætt við forystuna virtist aldrei líklegt að Finnar myndu minnka muninn eða jafna leikinn. Ef vonin var einhver þá slökkti Rudy Fernández í þeim vonarneista með tveimur flottum þriggja stiga körfum á lokakafla leiks sem Spánn vann 100-90. Willly Hernángomez stóð upp úr hjá Spánverjum með 27 stig, en Lorenzo Brown skoraði tíu stig og gaf ellefu stoðsendingar. Lauri Markkanen skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Finna. Spánverjar mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitum en þau eigast við í 8-liða úrslitunum í kvöld.
EuroBasket 2022 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum