„Þurfum að vinna í kvöld til að halda lífi í einhverri titilbaráttu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 12:30 Ásmundur segir að titilbaráttan geti ráðist í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Ásmundur Arnarsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta, fer ekki í grafgötur með það að Íslandsmótið sé undir þegar hans konur mæta Val í toppslag Bestu deildar kvenna. Valur fer langt með að verja Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Valur er með 35 stig á toppi deildarinnar þegar toppliðin tvo eiga bæði fjóra leiki eftir, en Breiðablik er með 29 stig í öðru sæti. Vinni Valur leikinn nær liðið níu stiga forskoti og aðeins níu stig í pottinum, Blikar minnka bilið aftur á móti í þrjú stig með sigri. „Ég held að það sé alveg ljóst að til að halda lífi í einhverri titilbaráttu þá þurfum við að vinna þennan leik í kvöld. Valskonur hafa verið öflugar í sumar, og eins og var kannski spáð var fyrir mót, að þær ættu að rúlla yfir þetta mót og að keppnin væri um annað sætið,“ segir Ásmundur. „Það eru fjórir leikir eftir og það er ekki alveg dauð titilbaráttan. Okkar verkefni verður að vinna leikinn í kvöld til að halda lífi í þeirri baráttu,“ Breiðablik á enn eftir að vinna Val í ár. Valur vann eftir vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ í vor, og vann 1-0 sigur þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í deildinni í maí. Þá vann Valur 2-1 sigur á Breiðabliki í bikarúrslitum á dögunum. Ásmundur segir þó allt hægt í kvöld. „Þetta eru fjórði mótsleikurinn í ár. Þetta hafa alltaf verið hörkuleikir og jafnir leikir. Þannig að mínu mati getur allt gerst í kvöld,“ Aðspurður um hvernig Blikar munu nálgast leikinn segir Ásmundur: „Við þurfum að nálgast verkefnið ekkert ósvipað og við gerðum í bikarúrslitaleiknum, nema að halda kannski orkustiginu betur út leikinn. Við áttum fínan fyrri hálfleik en koðnuðum niður í seinni og það má ekki gerast,“ Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira
Valur er með 35 stig á toppi deildarinnar þegar toppliðin tvo eiga bæði fjóra leiki eftir, en Breiðablik er með 29 stig í öðru sæti. Vinni Valur leikinn nær liðið níu stiga forskoti og aðeins níu stig í pottinum, Blikar minnka bilið aftur á móti í þrjú stig með sigri. „Ég held að það sé alveg ljóst að til að halda lífi í einhverri titilbaráttu þá þurfum við að vinna þennan leik í kvöld. Valskonur hafa verið öflugar í sumar, og eins og var kannski spáð var fyrir mót, að þær ættu að rúlla yfir þetta mót og að keppnin væri um annað sætið,“ segir Ásmundur. „Það eru fjórir leikir eftir og það er ekki alveg dauð titilbaráttan. Okkar verkefni verður að vinna leikinn í kvöld til að halda lífi í þeirri baráttu,“ Breiðablik á enn eftir að vinna Val í ár. Valur vann eftir vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ í vor, og vann 1-0 sigur þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í deildinni í maí. Þá vann Valur 2-1 sigur á Breiðabliki í bikarúrslitum á dögunum. Ásmundur segir þó allt hægt í kvöld. „Þetta eru fjórði mótsleikurinn í ár. Þetta hafa alltaf verið hörkuleikir og jafnir leikir. Þannig að mínu mati getur allt gerst í kvöld,“ Aðspurður um hvernig Blikar munu nálgast leikinn segir Ásmundur: „Við þurfum að nálgast verkefnið ekkert ósvipað og við gerðum í bikarúrslitaleiknum, nema að halda kannski orkustiginu betur út leikinn. Við áttum fínan fyrri hálfleik en koðnuðum niður í seinni og það má ekki gerast,“ Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira