„Frammistaðan er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. september 2022 18:44 Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var hálf svekktur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfyssingum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. „Okkur tókst ekki að búa til nógu mörg góð færi í leiknum. Við vorum nálægt því að komast í færi, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján að leik loknum. „Við eigum góðan kafla í byrjun leiksins, en svo svona jafnast það út. Við áttum okkur ekki alveg á leiknum fyrr en við jöfnum og þá breyttum við aðeins skipulaginu. Þá náðum við stjórn á leiknum út fyrri hálfleikinn og allan seinni hálfleikinn líka. Það gekk hægt að búa til færi, en við fengum held ég tvö sem verða að teljast góð færi sem við eigum að skora úr.“ Eins og Kristján segir þá voru Stjörnukonur með ágætis stjórn á leiknum í upphafi og alveg þangað til Selfyssingar taka forystuna eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Markið er klaufalegt. Ég er ekki alveg með það í kollinum en það klaufalegt. Mér fannst okkar leikmenn samt bregðast bara nokkuð vel við því og settu meiri þrýsting sem endaði með því að við jöfnuðum leikinn.“ „Við tókum svo alveg yfir í seinni hálfleik og frammistaðan hjá liðinu er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur.“ Stjarnan situr í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir leik dagsins, stigi á eftir Breiðablik sem situr í öðru sæti. Þrátt fyrir það að hafa ekki náð að lyfta sér upp fyrir Blikana í dag segist Kristján frekar ætla að horfa á stigið sem liðið fékk, frekar en stigin sem liðið fékk ekki. „Ég ætla bara að horfa á þetta þannig að þetta var mjög gott stig. Það þýðir ekkert annað. Þó að frammistaðan bjóði upp á að við eigum að vinna þá er það ekki alltaf gefið þó liðið spili vel.“ Breiðablik mætir toppliði Vals næstkomandi mánudag og getur með sigri í þeim leik aukið bilið á liðin fyrir neðan sig í fjögur stig. „Það eru fleiri en við sem erum að elta Breiðablik. Það eru lið sem eru með áþekkan stigafjölda og við sem eiga alveg möguleika á að fara í þennan eltingaleik við Blikana, og kannski Val,“ sagði Kristján og hló. „En við verðum bara að sjá. Við verðum bara fyrst og fremst að vinna í okkar leikjum og okkur bara kemur ekkert við hvað gerist á hinum stöðunum,“ sagði Kristján að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
„Okkur tókst ekki að búa til nógu mörg góð færi í leiknum. Við vorum nálægt því að komast í færi, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján að leik loknum. „Við eigum góðan kafla í byrjun leiksins, en svo svona jafnast það út. Við áttum okkur ekki alveg á leiknum fyrr en við jöfnum og þá breyttum við aðeins skipulaginu. Þá náðum við stjórn á leiknum út fyrri hálfleikinn og allan seinni hálfleikinn líka. Það gekk hægt að búa til færi, en við fengum held ég tvö sem verða að teljast góð færi sem við eigum að skora úr.“ Eins og Kristján segir þá voru Stjörnukonur með ágætis stjórn á leiknum í upphafi og alveg þangað til Selfyssingar taka forystuna eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Markið er klaufalegt. Ég er ekki alveg með það í kollinum en það klaufalegt. Mér fannst okkar leikmenn samt bregðast bara nokkuð vel við því og settu meiri þrýsting sem endaði með því að við jöfnuðum leikinn.“ „Við tókum svo alveg yfir í seinni hálfleik og frammistaðan hjá liðinu er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur.“ Stjarnan situr í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir leik dagsins, stigi á eftir Breiðablik sem situr í öðru sæti. Þrátt fyrir það að hafa ekki náð að lyfta sér upp fyrir Blikana í dag segist Kristján frekar ætla að horfa á stigið sem liðið fékk, frekar en stigin sem liðið fékk ekki. „Ég ætla bara að horfa á þetta þannig að þetta var mjög gott stig. Það þýðir ekkert annað. Þó að frammistaðan bjóði upp á að við eigum að vinna þá er það ekki alltaf gefið þó liðið spili vel.“ Breiðablik mætir toppliði Vals næstkomandi mánudag og getur með sigri í þeim leik aukið bilið á liðin fyrir neðan sig í fjögur stig. „Það eru fleiri en við sem erum að elta Breiðablik. Það eru lið sem eru með áþekkan stigafjölda og við sem eiga alveg möguleika á að fara í þennan eltingaleik við Blikana, og kannski Val,“ sagði Kristján og hló. „En við verðum bara að sjá. Við verðum bara fyrst og fremst að vinna í okkar leikjum og okkur bara kemur ekkert við hvað gerist á hinum stöðunum,“ sagði Kristján að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07