Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 18:31 Jamie Carragher er ekki viss um að Potter sé rétti maðurinn í starfið hjá Chelsea. Adam Davy/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. Chelsea rak í morgun Thomas Tuchel úr starfi knattspyrnustjóra en liðið hefur farið illa af stað heima fyrir og tapaði fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í gærkvöld, 1-0 fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu. Todd Boehly er stjórnarformaður félagsins og fer fyrir nýjum eigendahópi sem keypti liðið fyrir þremur mánuðum. Það eyddi heimsmetafjárhæð, 260 milljónum punda, í sumarglugganum og ljóst að þolinmæðin er ekki mikil. Graham Potter er sagður efstur á óskalista hópsins og hefur Chelsea hafið viðræður við hann. Verði gengið frá ráðningu hans mun það kosta Chelsea 16 milljónir punda. "It's a very ruthless club" Jamie Carragher says he 'fears' for Graham Potter and he 'should be very wary' should he be appointed Chelsea manager following the sacking of Thomas Tuchel... pic.twitter.com/KWjoq6LoOX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 7, 2022 „Ég er ekki viss um að hann sé rétti maðurinn fyrir félagið, en kannski vilja Chelsea boða breytingar fyrir framtíðina, með því að ráða meiri þjálfara heldur en framkvæmdastjóra,“ segir Jamie Carragher á Sky Sports. „En ef ég væri Graham Potter ætti ég erfitt með að trúa því, að ný stjórn félagsins muni breyta til og að hann verði frekar þarna í tvö til þrjú ár. Þeir voru að reka stjóra eftir einungis sex leiki við stjórnvölin,“ „Auðvitað væri þetta frábært skref og skref sem hann vill taka á einhverjum tímapunkti á sínum ferli,“ Carragher segist óttast að Potter endi á sama stað og aðrir fyrrum þjálfarar liðsins. Í eigendatíð Roman Abramovich entust þjálfarar yfirleitt ekki mikið lengur en í tvö til þrjú ár. „En maður óttast fyrir hönd Graham Potter að hann lendi í sömu stöðu og allir aðrir þjálfarar Chelsea síðustu tíu ár. Ef hann nær ekki árangri strax munu þeir finna nýjan mann í starfið innan tólf mánaða,“ „Það hefur verið erfitt að gagnrýna félagið því það hefur náð árangri í hvert sinn sem það skipti um þjálfara í tíð Abramovich, þar sem félagið var mjög miskunnarlaust í garð þjálfara,“ segir Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. 7. september 2022 14:10 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Chelsea rak í morgun Thomas Tuchel úr starfi knattspyrnustjóra en liðið hefur farið illa af stað heima fyrir og tapaði fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í gærkvöld, 1-0 fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu. Todd Boehly er stjórnarformaður félagsins og fer fyrir nýjum eigendahópi sem keypti liðið fyrir þremur mánuðum. Það eyddi heimsmetafjárhæð, 260 milljónum punda, í sumarglugganum og ljóst að þolinmæðin er ekki mikil. Graham Potter er sagður efstur á óskalista hópsins og hefur Chelsea hafið viðræður við hann. Verði gengið frá ráðningu hans mun það kosta Chelsea 16 milljónir punda. "It's a very ruthless club" Jamie Carragher says he 'fears' for Graham Potter and he 'should be very wary' should he be appointed Chelsea manager following the sacking of Thomas Tuchel... pic.twitter.com/KWjoq6LoOX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 7, 2022 „Ég er ekki viss um að hann sé rétti maðurinn fyrir félagið, en kannski vilja Chelsea boða breytingar fyrir framtíðina, með því að ráða meiri þjálfara heldur en framkvæmdastjóra,“ segir Jamie Carragher á Sky Sports. „En ef ég væri Graham Potter ætti ég erfitt með að trúa því, að ný stjórn félagsins muni breyta til og að hann verði frekar þarna í tvö til þrjú ár. Þeir voru að reka stjóra eftir einungis sex leiki við stjórnvölin,“ „Auðvitað væri þetta frábært skref og skref sem hann vill taka á einhverjum tímapunkti á sínum ferli,“ Carragher segist óttast að Potter endi á sama stað og aðrir fyrrum þjálfarar liðsins. Í eigendatíð Roman Abramovich entust þjálfarar yfirleitt ekki mikið lengur en í tvö til þrjú ár. „En maður óttast fyrir hönd Graham Potter að hann lendi í sömu stöðu og allir aðrir þjálfarar Chelsea síðustu tíu ár. Ef hann nær ekki árangri strax munu þeir finna nýjan mann í starfið innan tólf mánaða,“ „Það hefur verið erfitt að gagnrýna félagið því það hefur náð árangri í hvert sinn sem það skipti um þjálfara í tíð Abramovich, þar sem félagið var mjög miskunnarlaust í garð þjálfara,“ segir Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. 7. september 2022 14:10 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. 7. september 2022 14:10
Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11