Þurfa að afsanna fullyrðingar Íslandsmeistaranna Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2022 14:01 Breiðablik er með pálmann í höndunum fyrir lokakaflann í Bestu deildinni en leikur kvöldsins getur haft mikið að segja. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stórleikur er á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld er Breiðablik og Valur eigast við á Kópavogsvelli klukkan 19:15. Blikar geta komist í vænlega stöðu á toppi deildarinnar með sigri. Breiðablik stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið þráir eftir að hafa séð eftir honum í hendur Víkinga í fyrra, þar sem aðeins einu stigi munaði á liðunum. Blikar hafa unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni eftir óvænt stórtap fyrir Stjörnunni og jafntefli við Víkinga. Leikmenn liðsins vilja eflaust halda sigurhrinunni gangandi, og sýna hvað í þeim býr eftir slæmt 3-0 tap fyrir Víkingi í undanúrslitum bikarkeppninnar á miðvikudaginn var. Tapið þýðir að Blikar hafa einungis deildarkeppnina að einbeita sér að og þar er titillinn í þeirra höndum. Breiðablik er með 45 stig á toppi deildarinnar og geta náð ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld. Bæði KA og Víkingur töpuðu stigum í gær en sýndu þó bæði mikinn karakter þar sem þau jöfnuðu bæði leiki sína í uppbótartíma. Valsarar geta að sama skapi nýtt sér töpuð stig liðanna og blandað sér af fullum krafti í baráttu um titilinn og Evrópusæti með sigri í kvöld. Eftir þrjá sigra í röð hafa fylgt tvö svekkjandi jafntefli í síðustu leikjum en Valsmenn komast aðeins stigi á eftir Víkingi með sigri í kvöld, og tíu stigum frá Blikum á toppnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ætlaði sér sigur í bikarleiknum við Breiðablik í síðustu viku. Hann sagði sigur þar muna hjálpa Víkingum í baráttunni í deildinni og brjóta hjörtu Blika, sem gætu koðnað niður í kjölfarið. Nú er Kópavogspilta að afsanna fullyrðingar þjálfara Íslandsmeistaranna og sýna hvað í þeim býr. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan fer yfir leikinn og umferðina alla að leik loknum. Besta deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Breiðablik stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið þráir eftir að hafa séð eftir honum í hendur Víkinga í fyrra, þar sem aðeins einu stigi munaði á liðunum. Blikar hafa unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni eftir óvænt stórtap fyrir Stjörnunni og jafntefli við Víkinga. Leikmenn liðsins vilja eflaust halda sigurhrinunni gangandi, og sýna hvað í þeim býr eftir slæmt 3-0 tap fyrir Víkingi í undanúrslitum bikarkeppninnar á miðvikudaginn var. Tapið þýðir að Blikar hafa einungis deildarkeppnina að einbeita sér að og þar er titillinn í þeirra höndum. Breiðablik er með 45 stig á toppi deildarinnar og geta náð ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld. Bæði KA og Víkingur töpuðu stigum í gær en sýndu þó bæði mikinn karakter þar sem þau jöfnuðu bæði leiki sína í uppbótartíma. Valsarar geta að sama skapi nýtt sér töpuð stig liðanna og blandað sér af fullum krafti í baráttu um titilinn og Evrópusæti með sigri í kvöld. Eftir þrjá sigra í röð hafa fylgt tvö svekkjandi jafntefli í síðustu leikjum en Valsmenn komast aðeins stigi á eftir Víkingi með sigri í kvöld, og tíu stigum frá Blikum á toppnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ætlaði sér sigur í bikarleiknum við Breiðablik í síðustu viku. Hann sagði sigur þar muna hjálpa Víkingum í baráttunni í deildinni og brjóta hjörtu Blika, sem gætu koðnað niður í kjölfarið. Nú er Kópavogspilta að afsanna fullyrðingar þjálfara Íslandsmeistaranna og sýna hvað í þeim býr. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan fer yfir leikinn og umferðina alla að leik loknum.
Besta deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira