„Vorum bara yfirburðarlið á vellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 20:13 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var að vonum kátur eftir öruggan 6-0 sigur liðsins gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Hann gekk svo langt að segja að leikurinn hafi nánast gengið fullkomlega upp. „Jú ég held það. Heilt yfir var þetta bara mjög góður leikur hjá okkur og við vorum bara yfirburðarlið á vellinum,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Við spiluðum flottan, kröftugan og aggresívan leik og sköpuðum fullt af færum og skoruðum flott mörk þannig ég er bara sáttur.“ Sara Björk Gunnarsdóttir kom íslenska liðinu í forystu þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og tvöfaldaði forystuna síðan tveimur mínútum síðar. Þorsteinn segir að það hafi verið hluti af leikplaninu að byrja af krafti. „Við töluðum um það að við þyrftum að fara inn í leikinn þannig að þeim myndi aldrei líða vel í byrjun. Mér fannst við gera það og þær fengu aldrei andrými til að líða vel á boltanum og það heppnaðist bara vel.“ Þorsteinn gaf ungum stelpum sénsinn í kvöld og hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir nýtti tækifærið vel úti á vinstri kanti. „Hún spilaði vel og skapaði og gerði í raun og veru það sem ég var að vonast að hún myndi gera. Það var spilað í kringum hana og hún fékk leiðir í sóknarleiknum og opnanir og gerði það bara vel þannig ég er virkilega sáttur við hennar framlag.“ Þá var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í vinstri bakverði í kvöld og vinstri vængur liðsins því samtals undir 40 ára að aldri. „Munda er náttúrulega ekki að spila sína fyrstu landsleiki en hún kom bara vel inn í þetta og gerði þetta vel. Þær unnu vel saman og náðu að tengja við aðra og voru bara að skapa og halda spilinu gangandi. Eins og ég segi þá fengu Hvít-Rússar aldrei tækifæri til að ná andrými á móti okkur og partur af því var að þær voru að halda boltanum vel á vængnum.“ Eins og flestir vita mætir íslenska liðið Hollendingum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Þrátt fyrir að mikill geturmunur sé á Hvít-Rússum og Hollendingum þá segir Þorsteinn að leikurinn í kvöld gefi liðinu, og ungu leikmönnunum, mikið fyrir úrslitaleikinn. „Mér sýndist það allavega í þessum leik að við ætlum okkur eitthvað meira en þetta. Það var bara markmiðið með þessum leik að vinna hann og gera það sannfærandi og af krafti. Við þurftum að spila vel í dag til að taka gott veganesti til Hollands og vera fyrir ofan Hollendinga þegar við mætum þangað. Við þurfum að gera virkilega vel til að vinna Holland.“ Að lokum var Þorsteinn Spurður út í dómgæsluna í leiknum, en margir klóruðu sér í hausnum þegar mark Amöndu Andradóttur var dæmt af vegna rangstöðu í fyrri hálfleik. Þorsteinn vildi þó ekki tjá sig um þau mál. „Svona er þetta bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
„Jú ég held það. Heilt yfir var þetta bara mjög góður leikur hjá okkur og við vorum bara yfirburðarlið á vellinum,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Við spiluðum flottan, kröftugan og aggresívan leik og sköpuðum fullt af færum og skoruðum flott mörk þannig ég er bara sáttur.“ Sara Björk Gunnarsdóttir kom íslenska liðinu í forystu þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og tvöfaldaði forystuna síðan tveimur mínútum síðar. Þorsteinn segir að það hafi verið hluti af leikplaninu að byrja af krafti. „Við töluðum um það að við þyrftum að fara inn í leikinn þannig að þeim myndi aldrei líða vel í byrjun. Mér fannst við gera það og þær fengu aldrei andrými til að líða vel á boltanum og það heppnaðist bara vel.“ Þorsteinn gaf ungum stelpum sénsinn í kvöld og hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir nýtti tækifærið vel úti á vinstri kanti. „Hún spilaði vel og skapaði og gerði í raun og veru það sem ég var að vonast að hún myndi gera. Það var spilað í kringum hana og hún fékk leiðir í sóknarleiknum og opnanir og gerði það bara vel þannig ég er virkilega sáttur við hennar framlag.“ Þá var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í vinstri bakverði í kvöld og vinstri vængur liðsins því samtals undir 40 ára að aldri. „Munda er náttúrulega ekki að spila sína fyrstu landsleiki en hún kom bara vel inn í þetta og gerði þetta vel. Þær unnu vel saman og náðu að tengja við aðra og voru bara að skapa og halda spilinu gangandi. Eins og ég segi þá fengu Hvít-Rússar aldrei tækifæri til að ná andrými á móti okkur og partur af því var að þær voru að halda boltanum vel á vængnum.“ Eins og flestir vita mætir íslenska liðið Hollendingum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Þrátt fyrir að mikill geturmunur sé á Hvít-Rússum og Hollendingum þá segir Þorsteinn að leikurinn í kvöld gefi liðinu, og ungu leikmönnunum, mikið fyrir úrslitaleikinn. „Mér sýndist það allavega í þessum leik að við ætlum okkur eitthvað meira en þetta. Það var bara markmiðið með þessum leik að vinna hann og gera það sannfærandi og af krafti. Við þurftum að spila vel í dag til að taka gott veganesti til Hollands og vera fyrir ofan Hollendinga þegar við mætum þangað. Við þurfum að gera virkilega vel til að vinna Holland.“ Að lokum var Þorsteinn Spurður út í dómgæsluna í leiknum, en margir klóruðu sér í hausnum þegar mark Amöndu Andradóttur var dæmt af vegna rangstöðu í fyrri hálfleik. Þorsteinn vildi þó ekki tjá sig um þau mál. „Svona er þetta bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50