Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. september 2022 15:56 Formaður félags atvinnurekenda bendir á ýmsa galla er varðar tollalögin, meðal annars hvað varðar franskar kartöflur og súkkulaði. Getty Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. Félag atvinnurekenda hefur hvatt stjórnvöld til að afnema 76 prósenta toll á franskar kartöflur þar sem eini íslenski frönskuframleiðandinn, Þykkvabæjar, er hættur framleiðslu. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins sendi á dögunum bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með erindi um afnám tollsins. Í skriflegu svari Bjarna til fréttastofu vegna málsins segist hann vilja huga að eðlilegu samkeppnisumhverfi. Staða verslunar hafi til dæmis verið stórbætt með niðurfellingu vörugjalda fyrir nokkrum árum. Vafalaust séu dæmi um að tollasamningar þarfnist endurskoðunar og að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga þá að þörfum nútímans. Ólafur segir stjórnvöldum hins vegar í lófa lagið að fella niður umræddan toll á franskar - samningar þarfnist ekki endurskoðunar til þess. „Bara rétt eins og snakktollurinn var felldur niður 2017 og tollar á til dæmis fötum, vörugjöld a raftækjum og fleira á árunum 2016 til 2017. Það þarf ekkert annað til en ákvörðun Alþingis,“ segir Ólafur. Í svari Bjarna segir að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga tollasamninga að þörfum nútímans. Það sé til dæmis slæmt að íslenskir bakarar þurfi hráefni til baksturs sem sé tollað inn í landið, á sama tíma og fullunnar bakaðar vörur koma án tolla inn í landi. Með því ívilni tollafyrirkomulagið erlendu vinnuafli umfram innlent og það sé óásættanlegt. Ólafur fagnar því ef mál sem þessi verði endurskoðuð. „Hann er með þrjú bréf sem varða algjörlega sambærilegt mál, það er að segja að innflutt mjólkursúkkulaði er tollalaust en hráefni, til dæmis mjólkur- og undanrennuduft sem innlendir súkkulaðiframleiðendur þurfa í sína framleiðslu, bera gríðarlega háa tolla.“ Þetta sé sérstaklega mikilvægt nú í verðbólgu. „Það er engin ástæða til að viðhalda verndartollum sem allir eru sammála um að vernda ekki neitt. Það er svo borðleggjandi að stjórnvöld stígi slík skref til að lækka verð.“ Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01 Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur hvatt stjórnvöld til að afnema 76 prósenta toll á franskar kartöflur þar sem eini íslenski frönskuframleiðandinn, Þykkvabæjar, er hættur framleiðslu. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins sendi á dögunum bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með erindi um afnám tollsins. Í skriflegu svari Bjarna til fréttastofu vegna málsins segist hann vilja huga að eðlilegu samkeppnisumhverfi. Staða verslunar hafi til dæmis verið stórbætt með niðurfellingu vörugjalda fyrir nokkrum árum. Vafalaust séu dæmi um að tollasamningar þarfnist endurskoðunar og að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga þá að þörfum nútímans. Ólafur segir stjórnvöldum hins vegar í lófa lagið að fella niður umræddan toll á franskar - samningar þarfnist ekki endurskoðunar til þess. „Bara rétt eins og snakktollurinn var felldur niður 2017 og tollar á til dæmis fötum, vörugjöld a raftækjum og fleira á árunum 2016 til 2017. Það þarf ekkert annað til en ákvörðun Alþingis,“ segir Ólafur. Í svari Bjarna segir að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga tollasamninga að þörfum nútímans. Það sé til dæmis slæmt að íslenskir bakarar þurfi hráefni til baksturs sem sé tollað inn í landið, á sama tíma og fullunnar bakaðar vörur koma án tolla inn í landi. Með því ívilni tollafyrirkomulagið erlendu vinnuafli umfram innlent og það sé óásættanlegt. Ólafur fagnar því ef mál sem þessi verði endurskoðuð. „Hann er með þrjú bréf sem varða algjörlega sambærilegt mál, það er að segja að innflutt mjólkursúkkulaði er tollalaust en hráefni, til dæmis mjólkur- og undanrennuduft sem innlendir súkkulaðiframleiðendur þurfa í sína framleiðslu, bera gríðarlega háa tolla.“ Þetta sé sérstaklega mikilvægt nú í verðbólgu. „Það er engin ástæða til að viðhalda verndartollum sem allir eru sammála um að vernda ekki neitt. Það er svo borðleggjandi að stjórnvöld stígi slík skref til að lækka verð.“
Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01 Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01
Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent