Lokadagur félagsskiptagluggans: Arthur til Liverpool og Aubameyang snýr aftur til Lundúna Íþróttadeild Vísis skrifar 1. september 2022 23:25 Artur Melo er mættur til Liverpool og Pierre-Emerick Aubameyang er genginn til liðs við Chelsea. Vísir/Getty/Twitter Félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokaði í kvöld og var nóg um að vera. Mörg félög sóttust eftir að styrkja sinn leikmannahóp áður en tíminn rann út og þar ber hæst að nefna félagsskipti Arthur Melo til Liverpool og Pierre-Emerick Aubameyang til Chelsea. Glugginn lokaði í fimm stærstu deildum Evrópu í dag en misjafnt er þó hversu langan tíma liðin höfðu til stefnu eftir því hvar þau eru staðsett. Lok glugga í Evrópu: Bundesliga - kl. 15.00 Serie A - kl. 15.00 Ligue 1 - kl. 21.00 Premier League - kl. 22.00 La Liga - kl. 22.00 Helstu félagsskipti dagsins eru þau að brasilíski miðjumaðurinn Arthur Melo er mættur til Liverpool á láni frá Juventus. Fyrstu fréttir voru þær að lánssamningurinn fól ekki í sér möguleika á kaupum að honum loknum, en samkvæmt tilkynningu Juventus getur Liverpool keypt leikmanninn fyrir 37,5 milljónir punda næsta sumar. Þá var framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang á leiðinni til Chelsea frá Barcelona í allan dag og þau félagsskipti voru loksins kyntt tæpri einni og hálfri klukkustund eftir að glugganum var lokað. Aubameyang var þó ekki eini leikmaðurinn sem stuðningsmenn Chelsea bíða eftir því miðjumaðurinn Denis Zakaria var einnig á leið til liðsins frá Juventus í dag. Our newest recruit, Pierre-Emerick Aubameyang! 😎 #AubameyangIsChelsea pic.twitter.com/ptrjqecDz2— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 1, 2022 Önnur áhugaverð félagsskipti sem áttu sér stað í dag eru þau að Brassinn Willian er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina, en þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea er genginn í raðir Fulham frá Corinthias í heimalandinu. Englendingurinn Daniel James fór einnig til Fulham frá Leeds. Martin Dubravka er mættur í Manchester United frá Newcastle og á að veita David de Gea samkeppni um markmansstöðuna, Hector Bellerin fór frá Arsenal til Barcelona, Memphis Depay og Frenkie de Jong verða um kyrrt hjá Börsungum og margt fleira, en allt það helsta sem gerðist í dag má sjá í lýsingunni hér fyrir neðan.
Glugginn lokaði í fimm stærstu deildum Evrópu í dag en misjafnt er þó hversu langan tíma liðin höfðu til stefnu eftir því hvar þau eru staðsett. Lok glugga í Evrópu: Bundesliga - kl. 15.00 Serie A - kl. 15.00 Ligue 1 - kl. 21.00 Premier League - kl. 22.00 La Liga - kl. 22.00 Helstu félagsskipti dagsins eru þau að brasilíski miðjumaðurinn Arthur Melo er mættur til Liverpool á láni frá Juventus. Fyrstu fréttir voru þær að lánssamningurinn fól ekki í sér möguleika á kaupum að honum loknum, en samkvæmt tilkynningu Juventus getur Liverpool keypt leikmanninn fyrir 37,5 milljónir punda næsta sumar. Þá var framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang á leiðinni til Chelsea frá Barcelona í allan dag og þau félagsskipti voru loksins kyntt tæpri einni og hálfri klukkustund eftir að glugganum var lokað. Aubameyang var þó ekki eini leikmaðurinn sem stuðningsmenn Chelsea bíða eftir því miðjumaðurinn Denis Zakaria var einnig á leið til liðsins frá Juventus í dag. Our newest recruit, Pierre-Emerick Aubameyang! 😎 #AubameyangIsChelsea pic.twitter.com/ptrjqecDz2— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 1, 2022 Önnur áhugaverð félagsskipti sem áttu sér stað í dag eru þau að Brassinn Willian er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina, en þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea er genginn í raðir Fulham frá Corinthias í heimalandinu. Englendingurinn Daniel James fór einnig til Fulham frá Leeds. Martin Dubravka er mættur í Manchester United frá Newcastle og á að veita David de Gea samkeppni um markmansstöðuna, Hector Bellerin fór frá Arsenal til Barcelona, Memphis Depay og Frenkie de Jong verða um kyrrt hjá Börsungum og margt fleira, en allt það helsta sem gerðist í dag má sjá í lýsingunni hér fyrir neðan.
Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira