SÞ segja Kínverja mögulega seka um glæpi gegn mannkyninu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 1. september 2022 07:48 Sameinuðu þjóðirnar segja meðferð Kína á múslimum í Xinjiang geta flokkast sem glæpi gegn mannkyninu. AP Photo/Mahmud Hossain Opu Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu. Skýrsla Bachelet um málið kom út aðeins nokkrum mínútum áður en hún lét af störfum hjá Sameinuðu þjóðunum. Birting hennar frestaðist vegna viðbragða Kínverja, sem eru sagðir hafa gert allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir útgáfu skýrslunnar. Þeir segja hana ekkert nema and-kínverskan áróður en mannréttindahópar Úígúra hafa tekið skýrslunni fagnandi og segja um að ræða vatnaskil hvað varðar viðbrögð umheimsins. Skýrslan er afar gagnrýnin á meðferð kínverskra stjórnvalda á Úígúrum, sem hafa sætt handahófskenndum fangelsunum og ýmsum öðrum mannréttindabrotum, sem Bachalet segir mögulega varða við alþjóðalög. Segjast draga úr öfgavæðingu með endurmenntunarbúðunum Í opinberu svari Kína við skýrslunni segir að hún byggi á falsupplýsingum og lygum sem búnar hafi verið til af andkínverskum öflum. Skýrslan sé til þess gerð að láta Kína líta illa út og að hún fjalli um innanríkismál landsins. Með svarinu létu Kínverjar fylgja 121 blaðsíðu gagnskýrslu. Í henni bera kínverjar því við að aðgerðir þeirra séu átak gegn hryðjuverkum og áætlun til að dragar úr öfgavæðingu. Það sem aðrir hafa kallað fangabúðir kalla Kínverjar menntunar- og þjálfunarmiðstöðvar. Eitt af fangelsunum sem Kínverjar segja endurmenntunarmiðstöð fyrir Úígúra.AP Photo/Mark Schiefelbein Undanfarin fimm ár hafa reglulega komið fram fréttir um stöðu Úígúra í Kína en talið er að kínversk stjórnvöld hafi sent minnst milljón Úígúra og aðra sem teljast til kínverskra minnihlutahópa í fangelsin. Sumum þeirra hefur á þessu tímabili verið lokað en enn er talið að nokkur hundruð þúsund séu enn fangelsaðir. Hundruð dæma eru um að fólk hafi horfið nánast sporlaust og ekkert hafi heyrst frá því svo árum skipti. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna tóku skýrslu af 26 fyrrverandi föngum og tveir þriðju þeirra sögðust hafa orðið fyrir pyntingum eða öðrum raunum sem teljast til slæmrar meðferar á föngum. Meðal þess sem þeir segjast hafa orðið fyrir eru barsmíðar með rafmagnskylfum og að hafa verið tjóðraðir niður í stól á höndum og fótum. Þeim hafi verið haldið í einangrun í lengri tíma og yfirheyrðir á meðan vatni var helt yfir andlit þeirra. Kínverskir múslimar neyddir í ófrjósemisaðgerðir Fjöldi ríkja, þar á meðal Bandaríkin, hafa sagt aðför kínverskra stjórnvalda að Úígúrum og öðrum múslímum flokkast til þjóðarmorðs. Fregnir hafa borist af því á undanförnum árum að kínversk stjórnvöld hafi eyðilagt moskur og heilu samfélög múslíma í Xinjiang auk þess að hafa neytt kínverska múslíma í þungunarrof og ófrjósemisaðgerðir. Í skýrslu SÞ er hvergi minnst á þjóðarmorðs en þar segir að ásakanir um pyntingar, kynferðisofbeldi og læknisfræðilegar aðgerðir sem fólk hafi verið neytt í séu allar trúverðugar. Þá segir í skýrslunni að yfirvöld hafi litið á brot á hinni opinberu þriggja barna reglu sem merki um öfgavæðingu, sem hafi leitt til fangelsunar. „Nokkrar konur sem OHCHR tók viðtal við sögðust hafa verið neyddar til að nota getnaðarvarnir, sér í lagi hafi þær verið neyddar í lykkjuuppsetningu og mögulega verið neyddar í ófrjósemisaðgerðir. Sumar þeirra nefndu að þeim hafi verið refsað harkalega, til dæmis með fangelsun, fyrir að brjóta reglur stjórnvalda um leyfilegan barnafjölda,“ segir í skýrslunni. „Meðal þessara kvenna voru nokkrar neyddar í þungunarrof eða til lykkjuuppsetninga eftir að þær höfðu eignast þrjú börn. Þessir vitnisburðir, þó þeir séu fáir, eru taldir mjög trúverðugir.“ Í skýrslunni er tekið fram að í Kína gangist að meðaltali 32 af hverjum 100 þúsund undir ófrjósemisaðgerðir en í Xinjang sé hlutfallið 243 af hverjum 100 þúsund. Skýrslu Sameinuðu þjóðanna má finna í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_Sameinuðu_Þjóðanna_um_stöðu_Úígúra_í_KínaPDF4.7MBSækja skjal Kína Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Trúmál Tengdar fréttir Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. 29. maí 2022 14:30 Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51 Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Skýrsla Bachelet um málið kom út aðeins nokkrum mínútum áður en hún lét af störfum hjá Sameinuðu þjóðunum. Birting hennar frestaðist vegna viðbragða Kínverja, sem eru sagðir hafa gert allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir útgáfu skýrslunnar. Þeir segja hana ekkert nema and-kínverskan áróður en mannréttindahópar Úígúra hafa tekið skýrslunni fagnandi og segja um að ræða vatnaskil hvað varðar viðbrögð umheimsins. Skýrslan er afar gagnrýnin á meðferð kínverskra stjórnvalda á Úígúrum, sem hafa sætt handahófskenndum fangelsunum og ýmsum öðrum mannréttindabrotum, sem Bachalet segir mögulega varða við alþjóðalög. Segjast draga úr öfgavæðingu með endurmenntunarbúðunum Í opinberu svari Kína við skýrslunni segir að hún byggi á falsupplýsingum og lygum sem búnar hafi verið til af andkínverskum öflum. Skýrslan sé til þess gerð að láta Kína líta illa út og að hún fjalli um innanríkismál landsins. Með svarinu létu Kínverjar fylgja 121 blaðsíðu gagnskýrslu. Í henni bera kínverjar því við að aðgerðir þeirra séu átak gegn hryðjuverkum og áætlun til að dragar úr öfgavæðingu. Það sem aðrir hafa kallað fangabúðir kalla Kínverjar menntunar- og þjálfunarmiðstöðvar. Eitt af fangelsunum sem Kínverjar segja endurmenntunarmiðstöð fyrir Úígúra.AP Photo/Mark Schiefelbein Undanfarin fimm ár hafa reglulega komið fram fréttir um stöðu Úígúra í Kína en talið er að kínversk stjórnvöld hafi sent minnst milljón Úígúra og aðra sem teljast til kínverskra minnihlutahópa í fangelsin. Sumum þeirra hefur á þessu tímabili verið lokað en enn er talið að nokkur hundruð þúsund séu enn fangelsaðir. Hundruð dæma eru um að fólk hafi horfið nánast sporlaust og ekkert hafi heyrst frá því svo árum skipti. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna tóku skýrslu af 26 fyrrverandi föngum og tveir þriðju þeirra sögðust hafa orðið fyrir pyntingum eða öðrum raunum sem teljast til slæmrar meðferar á föngum. Meðal þess sem þeir segjast hafa orðið fyrir eru barsmíðar með rafmagnskylfum og að hafa verið tjóðraðir niður í stól á höndum og fótum. Þeim hafi verið haldið í einangrun í lengri tíma og yfirheyrðir á meðan vatni var helt yfir andlit þeirra. Kínverskir múslimar neyddir í ófrjósemisaðgerðir Fjöldi ríkja, þar á meðal Bandaríkin, hafa sagt aðför kínverskra stjórnvalda að Úígúrum og öðrum múslímum flokkast til þjóðarmorðs. Fregnir hafa borist af því á undanförnum árum að kínversk stjórnvöld hafi eyðilagt moskur og heilu samfélög múslíma í Xinjiang auk þess að hafa neytt kínverska múslíma í þungunarrof og ófrjósemisaðgerðir. Í skýrslu SÞ er hvergi minnst á þjóðarmorðs en þar segir að ásakanir um pyntingar, kynferðisofbeldi og læknisfræðilegar aðgerðir sem fólk hafi verið neytt í séu allar trúverðugar. Þá segir í skýrslunni að yfirvöld hafi litið á brot á hinni opinberu þriggja barna reglu sem merki um öfgavæðingu, sem hafi leitt til fangelsunar. „Nokkrar konur sem OHCHR tók viðtal við sögðust hafa verið neyddar til að nota getnaðarvarnir, sér í lagi hafi þær verið neyddar í lykkjuuppsetningu og mögulega verið neyddar í ófrjósemisaðgerðir. Sumar þeirra nefndu að þeim hafi verið refsað harkalega, til dæmis með fangelsun, fyrir að brjóta reglur stjórnvalda um leyfilegan barnafjölda,“ segir í skýrslunni. „Meðal þessara kvenna voru nokkrar neyddar í þungunarrof eða til lykkjuuppsetninga eftir að þær höfðu eignast þrjú börn. Þessir vitnisburðir, þó þeir séu fáir, eru taldir mjög trúverðugir.“ Í skýrslunni er tekið fram að í Kína gangist að meðaltali 32 af hverjum 100 þúsund undir ófrjósemisaðgerðir en í Xinjang sé hlutfallið 243 af hverjum 100 þúsund. Skýrslu Sameinuðu þjóðanna má finna í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_Sameinuðu_Þjóðanna_um_stöðu_Úígúra_í_KínaPDF4.7MBSækja skjal
Kína Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Trúmál Tengdar fréttir Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. 29. maí 2022 14:30 Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51 Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. 29. maí 2022 14:30
Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51
Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54