Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2022 10:00 Gengi Aftureldingar ræðst að miklu leyti á frammistöðu Blæs Hinrikssonar. vísir/vilhelm Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur og að Mosfellingar fari því upp um tvö sæti milli ára. Síðasta tímabil lofaði svo góðu fyrir Aftureldingu en endaði á versta mögulega hátt. Mosfellingar töpuðu fjölmörgum jöfnum leikjum og smám saman gufaði allt sjálfstraust upp hjá liðinu. Eftir því sem á tímabilið leið varð staðan alltaf verri og verri og á endanum varð 9. sætið niðurstaðan eftir tap fyrir Fram í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferðinni. Mosfellingar voru því ekki á meðal átta bestu liða landsins í fyrsta sinn síðan þeir komu upp í Olís-deildina 2014. Meiðsladraugurinn hefur verið með lögheimili að Varmá undanfarin ár og hrakfarirnar sem leikmenn Aftureldingar hafa lent í eru efni í heila bók. Sem fyrr er meiðslastaðan stóra spurningarmerkið fyrir tímabilið hjá Aftureldingu. Með alla heila geta Mosfellingar stillt upp öflugu byrjunarliði en breiddin er lítil og Afturelding mátti ekki við því að missa Svein Andra Sveinsson. Hann fór til þýska B-deildarliðsins Rostock við takmarkaða ánægju Gunnars Magnússonar sem er að hefja sitt þriðja tímabil með Aftureldingu. Markvarsla Aftureldingar á síðasta tímabili var slök en menn þar á bæ vonast til að hinn þrautreyndi Jovan Kukobat hjálpi til í þeim efnum. Pétur Júníusson kom einnig frá Víkingi og Böðvar Páll Ásgeirsson og Sveinn Aron Sveinsson tóku einnig fram skóna. Ekki vantar reynsluna hjá þessum köppum en spurning hversu mikið er til á tankinum. Gengi Aftureldingar undanfarinn áratug 2021-22: 9. sæti 2020-21: 8. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 6. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 4. sæti+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+úrslit 2014-15: 2. sæti+úrslit 2013-14: B-deild (1. sæti) 2012-13: 8. sæti Lykilmaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson ætti að öllu eðlilegu að vera einn besti leikmaður Olís-deildarinnar.vísir/daníel Eftir frábært tímabil með KA 2020-21, þar sem hann var markakóngur og valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar, sneri Árni Bragi Eyjólfsson aftur í Mosfellsbæinn fyrir síðasta tímabil. Ekkert var upp á hann að klaga en í fimmtán deildarleikjum skoraði Árni Bragi 5,3 mörk að meðaltali. En hann fór úr axlarlið í lok febrúar og sneri ekki aftur fyrr en í lokaumferðinni. Árni Bragi hefur hingað til á ferlinum sloppið nokkuð vel við meiðsli, sérstaklega miðað við sveitunga sína, og stuðningsmenn Aftureldingar vonast til að hann komi endurnærður til leiks í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Pétur Júníusson frá Víkingi Jovan Kukobat frá Víkingi Sveinn Aron Sveinsson byrjaður aftur Böðvar Páll Ásgeirsson byrjaður aftur Farnir: Andri Sigmarsson Scheving í nám erlendis Agnar Ingi Rúnarsson til Víkings Þrándur Gíslason hættur Sveinn Andri Sveinsson til Rostock (Þýskalandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Markvarslan var hausverkur hjá Aftureldingu á síðasta tímabili en Bergsveinn Bergsveinsson gæti verið íbúfenið við honum. Hann varði mark Aftureldingar á gullaldarárum liðsins í kringum aldamótin. Bergsveinn var meðal annars aðalmörkvörður Mosfellinga þegar þeir unnu þrefalt tímabilið 1998-99. Hann varð einnig deildarmeistari með liðinu 2000. Olís-deild karla Afturelding Mosfellsbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur og að Mosfellingar fari því upp um tvö sæti milli ára. Síðasta tímabil lofaði svo góðu fyrir Aftureldingu en endaði á versta mögulega hátt. Mosfellingar töpuðu fjölmörgum jöfnum leikjum og smám saman gufaði allt sjálfstraust upp hjá liðinu. Eftir því sem á tímabilið leið varð staðan alltaf verri og verri og á endanum varð 9. sætið niðurstaðan eftir tap fyrir Fram í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferðinni. Mosfellingar voru því ekki á meðal átta bestu liða landsins í fyrsta sinn síðan þeir komu upp í Olís-deildina 2014. Meiðsladraugurinn hefur verið með lögheimili að Varmá undanfarin ár og hrakfarirnar sem leikmenn Aftureldingar hafa lent í eru efni í heila bók. Sem fyrr er meiðslastaðan stóra spurningarmerkið fyrir tímabilið hjá Aftureldingu. Með alla heila geta Mosfellingar stillt upp öflugu byrjunarliði en breiddin er lítil og Afturelding mátti ekki við því að missa Svein Andra Sveinsson. Hann fór til þýska B-deildarliðsins Rostock við takmarkaða ánægju Gunnars Magnússonar sem er að hefja sitt þriðja tímabil með Aftureldingu. Markvarsla Aftureldingar á síðasta tímabili var slök en menn þar á bæ vonast til að hinn þrautreyndi Jovan Kukobat hjálpi til í þeim efnum. Pétur Júníusson kom einnig frá Víkingi og Böðvar Páll Ásgeirsson og Sveinn Aron Sveinsson tóku einnig fram skóna. Ekki vantar reynsluna hjá þessum köppum en spurning hversu mikið er til á tankinum. Gengi Aftureldingar undanfarinn áratug 2021-22: 9. sæti 2020-21: 8. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 6. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 4. sæti+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+úrslit 2014-15: 2. sæti+úrslit 2013-14: B-deild (1. sæti) 2012-13: 8. sæti Lykilmaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson ætti að öllu eðlilegu að vera einn besti leikmaður Olís-deildarinnar.vísir/daníel Eftir frábært tímabil með KA 2020-21, þar sem hann var markakóngur og valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar, sneri Árni Bragi Eyjólfsson aftur í Mosfellsbæinn fyrir síðasta tímabil. Ekkert var upp á hann að klaga en í fimmtán deildarleikjum skoraði Árni Bragi 5,3 mörk að meðaltali. En hann fór úr axlarlið í lok febrúar og sneri ekki aftur fyrr en í lokaumferðinni. Árni Bragi hefur hingað til á ferlinum sloppið nokkuð vel við meiðsli, sérstaklega miðað við sveitunga sína, og stuðningsmenn Aftureldingar vonast til að hann komi endurnærður til leiks í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Pétur Júníusson frá Víkingi Jovan Kukobat frá Víkingi Sveinn Aron Sveinsson byrjaður aftur Böðvar Páll Ásgeirsson byrjaður aftur Farnir: Andri Sigmarsson Scheving í nám erlendis Agnar Ingi Rúnarsson til Víkings Þrándur Gíslason hættur Sveinn Andri Sveinsson til Rostock (Þýskalandi) Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Markvarslan var hausverkur hjá Aftureldingu á síðasta tímabili en Bergsveinn Bergsveinsson gæti verið íbúfenið við honum. Hann varði mark Aftureldingar á gullaldarárum liðsins í kringum aldamótin. Bergsveinn var meðal annars aðalmörkvörður Mosfellinga þegar þeir unnu þrefalt tímabilið 1998-99. Hann varð einnig deildarmeistari með liðinu 2000.
2021-22: 9. sæti 2020-21: 8. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti+átta liða úrslit 2017-18: 6. sæti+átta liða úrslit 2016-17: 4. sæti+bikarúrslit 2015-16: 3. sæti+úrslit 2014-15: 2. sæti+úrslit 2013-14: B-deild (1. sæti) 2012-13: 8. sæti
Komnir: Pétur Júníusson frá Víkingi Jovan Kukobat frá Víkingi Sveinn Aron Sveinsson byrjaður aftur Böðvar Páll Ásgeirsson byrjaður aftur Farnir: Andri Sigmarsson Scheving í nám erlendis Agnar Ingi Rúnarsson til Víkings Þrándur Gíslason hættur Sveinn Andri Sveinsson til Rostock (Þýskalandi) Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla Afturelding Mosfellsbær Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00