Flúðadraumur Almars úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2022 10:14 Almar Þór Þorgeirsson bakari og eiginkona hans Ólöf Ingibergsdóttir eru öflug í bakstrinum á Suðurlandi. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamenn gráta lokun bakarísins á staðnum. Eftir rúmlega árs rekstur á Flúðum hafa bakarahjónin Almar Þór Þorgeirsson og Ólöf Ingibergsdóttir ákveðið að hætta rekstri. „Þetta var ákveðið tjón fyrir okkur. Stundum þarf maður að sætta sig við ákveðið tap áður en maður tapar meira,“ segir Almar í samtali við Vísi. Málið sé einfalt. Kostnaðurinn hafi verið hár og innkoman of lág. Fjallað var um opnunina á vef Veitingageirans í maí í fyrra. Þá var Ólöf til viðtals. „Almar er draumóramaðurinn í okkar sambandi, hann hafði dreymt um að eiga bakarí og sá draumur rættist 2009 og síðan á hann (við) bakarí í dag, það nýjasta er á Flúðum,“ sagði Ólöf. Þau reka einnig bakarí í Hveragerði, Selfossi og á Hellu. Þar gengur reksturinn vel. „Þar erum við á þjóðvegi 1, í alfaraleið. Flúðir eru ekki alveg í leiðinni,“ segir Almar. Ellefu þúsund íbúar séu í Árborg, þrjú þúsund í Hveragerði og Hella sístækkandi. „Litli staðurinn var ekki alveg að ganga upp hjá mér. Það er erfitt að reka þetta fjóra mánuði í ári,“ segir Almar. Hann vísar til þess hve miklu stærra samfélagið sé á sumrin, með íslenskum og erlendum ferðamönnum. En svona sé staðan víða úti á landi. „Kostnaðarliðirnir eru jafnháir á veturna og sumrin. Leigan lækkar ekki á veturna, þessi fasti kostnaður,“ segir Almar. Nokkur fjöldi hafi lagt leið sína í bakaríið í gær, síðasta opnunardaginn. „Það var fín sala þannig séð. Ég veit að það er mikil eftirsjá hjá Hrunamönnum. Þetta er drepleiðinlegt,“ segir Almar. Hrunamenn séu bara ekki nógu margir, ekki enn þá. Almar horfir þó björtum augum fram á veginn. Þegar einn gluggi lokist þá hljóti annar að opnast, eins og hann kemst að orði. Bakarí Hrunamannahreppur Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
„Þetta var ákveðið tjón fyrir okkur. Stundum þarf maður að sætta sig við ákveðið tap áður en maður tapar meira,“ segir Almar í samtali við Vísi. Málið sé einfalt. Kostnaðurinn hafi verið hár og innkoman of lág. Fjallað var um opnunina á vef Veitingageirans í maí í fyrra. Þá var Ólöf til viðtals. „Almar er draumóramaðurinn í okkar sambandi, hann hafði dreymt um að eiga bakarí og sá draumur rættist 2009 og síðan á hann (við) bakarí í dag, það nýjasta er á Flúðum,“ sagði Ólöf. Þau reka einnig bakarí í Hveragerði, Selfossi og á Hellu. Þar gengur reksturinn vel. „Þar erum við á þjóðvegi 1, í alfaraleið. Flúðir eru ekki alveg í leiðinni,“ segir Almar. Ellefu þúsund íbúar séu í Árborg, þrjú þúsund í Hveragerði og Hella sístækkandi. „Litli staðurinn var ekki alveg að ganga upp hjá mér. Það er erfitt að reka þetta fjóra mánuði í ári,“ segir Almar. Hann vísar til þess hve miklu stærra samfélagið sé á sumrin, með íslenskum og erlendum ferðamönnum. En svona sé staðan víða úti á landi. „Kostnaðarliðirnir eru jafnháir á veturna og sumrin. Leigan lækkar ekki á veturna, þessi fasti kostnaður,“ segir Almar. Nokkur fjöldi hafi lagt leið sína í bakaríið í gær, síðasta opnunardaginn. „Það var fín sala þannig séð. Ég veit að það er mikil eftirsjá hjá Hrunamönnum. Þetta er drepleiðinlegt,“ segir Almar. Hrunamenn séu bara ekki nógu margir, ekki enn þá. Almar horfir þó björtum augum fram á veginn. Þegar einn gluggi lokist þá hljóti annar að opnast, eins og hann kemst að orði.
Bakarí Hrunamannahreppur Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira