Aðeins ein uppalin í byrjunarliðunum í úrslitaleiknum Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2022 14:30 Valskonur unnu verðskuldaðan sigur á Blikum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og þar með langþráðan bikarmeistaratitil. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Turnarnir tveir í knattspyrnu kvenna á Íslandi, Valur og Breiðablik, mættust í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardag. Af þeim 22 leikmönnum sem hófu leikinn var aðeins einn að spila úrslitaleik fyrir sitt uppeldisfélag. Daði Rafnsson, yfirmaður knattspyrnuþróunar hjá HK og fagstjóri afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, bendir á þessa staðreynd á Twitter. Valur og Breiðablik eru ekki aðeins sigursælustu lið landsins í kvennaboltanum heldur hafa þau alið marga góða leikmenn af sér í gegnum tíðina. Því var áhugavert að sjá aðeins einn leikmann hefja leik fyrir uppeldislið sitt í úrslitaleiknum í gær. pic.twitter.com/ZOwA5DAC7I— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) August 28, 2022 Aðeins Blikinn Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, sem reyndar spilaði fyrr í sumar í keppninni sem lánsmaður með Keflavík, var í byrjunarliði síns uppeldisfélags í bikarúrslitaleiknum. Í byrjunarliði bikarmeistaranna, Valskvenna, var enginn uppalinn leikmaður félagsins. Hlutirnir breyttust aðeins hjá Blikum þegar leið á leikinn og fjórir uppaldir Blikar komu inn á sem varamenn. Á varamannabekk Vals biðu hins vegar einu tveir uppöldu leikmennirnir í hóp Vals á laugardaginn; markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir og landsliðskonan Elín Metta Jensen. Það má reyndar segja að Breiðablik hafi átt fjóra uppalda leikmenn í byrjunarliðunum tveimur á laugardaginn, því í byrjunarliði Vals voru þær Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (sem skipti úr FH í Breiðablik 14 ára) og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Segja má að ÍBV hafi átt þrjá fulltrúa úr sínu yngri flokka starfi í byrjunarliðunum tveimur, þær Elísu Viðarsdóttur og Clöru Sigurðardóttur sem og Rangæinginn Karitas Tómasdóttur sem lék með sameinuðu liði ÍBV og KFR í yngri flokkum. Afturelding átti tvo fulltrúa, þær Mist Edvardsdóttur og Láru Kristínu Pedersen, og FH tvo í þeim Helenu Ósk Hálfdánardóttur og Þórdísi Hrönn. Breiðablik komst yfir í bikarúrslitaleiknum með marki Birtu Georgsdóttur sem er uppalin í Stjörnunni. Hin bandaríska Cyera Hintzen jafnaði metin og nýja landsliðskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir, uppalin í KR, tryggði Val 2-1 sigur. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Daði Rafnsson, yfirmaður knattspyrnuþróunar hjá HK og fagstjóri afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, bendir á þessa staðreynd á Twitter. Valur og Breiðablik eru ekki aðeins sigursælustu lið landsins í kvennaboltanum heldur hafa þau alið marga góða leikmenn af sér í gegnum tíðina. Því var áhugavert að sjá aðeins einn leikmann hefja leik fyrir uppeldislið sitt í úrslitaleiknum í gær. pic.twitter.com/ZOwA5DAC7I— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) August 28, 2022 Aðeins Blikinn Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, sem reyndar spilaði fyrr í sumar í keppninni sem lánsmaður með Keflavík, var í byrjunarliði síns uppeldisfélags í bikarúrslitaleiknum. Í byrjunarliði bikarmeistaranna, Valskvenna, var enginn uppalinn leikmaður félagsins. Hlutirnir breyttust aðeins hjá Blikum þegar leið á leikinn og fjórir uppaldir Blikar komu inn á sem varamenn. Á varamannabekk Vals biðu hins vegar einu tveir uppöldu leikmennirnir í hóp Vals á laugardaginn; markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir og landsliðskonan Elín Metta Jensen. Það má reyndar segja að Breiðablik hafi átt fjóra uppalda leikmenn í byrjunarliðunum tveimur á laugardaginn, því í byrjunarliði Vals voru þær Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (sem skipti úr FH í Breiðablik 14 ára) og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Segja má að ÍBV hafi átt þrjá fulltrúa úr sínu yngri flokka starfi í byrjunarliðunum tveimur, þær Elísu Viðarsdóttur og Clöru Sigurðardóttur sem og Rangæinginn Karitas Tómasdóttur sem lék með sameinuðu liði ÍBV og KFR í yngri flokkum. Afturelding átti tvo fulltrúa, þær Mist Edvardsdóttur og Láru Kristínu Pedersen, og FH tvo í þeim Helenu Ósk Hálfdánardóttur og Þórdísi Hrönn. Breiðablik komst yfir í bikarúrslitaleiknum með marki Birtu Georgsdóttur sem er uppalin í Stjörnunni. Hin bandaríska Cyera Hintzen jafnaði metin og nýja landsliðskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir, uppalin í KR, tryggði Val 2-1 sigur.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn