„Færð það sem að þú gefur í þetta“ Árni Konráð Árnason skrifar 28. ágúst 2022 22:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson. Vísir/Vilhelm Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. „Þetta var öflug frammistaða, það sem að þurfti til. Þessi deild er þannig að þú færð það sem að þú gefur í þetta og ég var ánægður með liðið mitt í dag“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Vísi eftir leik. Breiðablik hefur verið afar heppið með meiðsli í sumar þrátt fyrir mikið leikjaálag og eiga leik strax á miðvikudag gegn Víking Reykjavík í bikarnum. „Hann [hópurinn] lítur bara mjög vel út. Ég get lofað því að ég verði með átján manna skýrslu og ég held að standið sé bara ljómandi gott. Ég held að það séu allir heilir, nema einhverjir í lok leiksins hafi meiðst. Ég er svo sem ekki búinn að fá neitt um það, en standið er bara ljómandi gott“ Gísli Eyjólfsson komst loks á blað eftir að hafa verið að glíma við markaþurrð í sumar. Gísli var hæstánægður með að hafa loks skorað er ég talaði við hann eftir leik og spurði hvort að skot sitt í slánna á 7. mínútu hafi ekki verið inni. „Það er bara frábært að hann sé að skora, hann skoraði í bikarnum á móti Skaganum, en Gísli þarf ekki að skora fyrir okkur til þess að vera einn af okkar bestu mönnum og einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann er búinn að vera frábær í sumar og búinn að þroskast gríðarlega sem leikmaður, sem karakter er hann leiðtogi í liðinu,“ sagði Óskar og hélt áfram. „Fyrir mann eins og hann sem að hefur skorað mikið í gegnum tíðina þá er dýrmætt að skora, það er gott fyrir sálina – það nærir sálina. En fyrir mér eru öll návígin, tæklingarnar og pressurnar sem að hann fer í. Boltarnir og mennirnir sem að hann eltir uppi eru mikið mikilvægari fyrir liðið, fyrir mig og fyrir hann en hvort að hann skori eða ekki, en það er alltaf gott að skora.“ Blikar eru með 9 stiga forskot á toppnum og er ansi góðar líkur á að titillinn endi í Kópavogi. „Nei, við erum langt frá því að vera með níu putta á bikarnum. Við erum mögulega með hálfan putta á bikarnum, ég held að það sé allt of mikið eftir til þess að fara að tala um það. Við eigum erfiðan bikarleik á miðvikudaginn og síðan eru þrír leikir eftir í þessari venjulegu deildarkeppni. Við getum ekki annað en tekið einn leik í einu, auðvitað lítur þetta ágætlega út í dag, en við vitum það að það hefur aldrei gefið neitt,“ sagði Óskar. Óskar sagði að endingu að það væru óvissu tímar framundan, október mánuður, sem að hefur ekki verið spilaður hingað til en segir þó ef að Blikar haldi áfram að stíga á bensíngjöfina án þess að fara af henni að þá verður niðurstaðan góð í lok móts. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
„Þetta var öflug frammistaða, það sem að þurfti til. Þessi deild er þannig að þú færð það sem að þú gefur í þetta og ég var ánægður með liðið mitt í dag“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Vísi eftir leik. Breiðablik hefur verið afar heppið með meiðsli í sumar þrátt fyrir mikið leikjaálag og eiga leik strax á miðvikudag gegn Víking Reykjavík í bikarnum. „Hann [hópurinn] lítur bara mjög vel út. Ég get lofað því að ég verði með átján manna skýrslu og ég held að standið sé bara ljómandi gott. Ég held að það séu allir heilir, nema einhverjir í lok leiksins hafi meiðst. Ég er svo sem ekki búinn að fá neitt um það, en standið er bara ljómandi gott“ Gísli Eyjólfsson komst loks á blað eftir að hafa verið að glíma við markaþurrð í sumar. Gísli var hæstánægður með að hafa loks skorað er ég talaði við hann eftir leik og spurði hvort að skot sitt í slánna á 7. mínútu hafi ekki verið inni. „Það er bara frábært að hann sé að skora, hann skoraði í bikarnum á móti Skaganum, en Gísli þarf ekki að skora fyrir okkur til þess að vera einn af okkar bestu mönnum og einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann er búinn að vera frábær í sumar og búinn að þroskast gríðarlega sem leikmaður, sem karakter er hann leiðtogi í liðinu,“ sagði Óskar og hélt áfram. „Fyrir mann eins og hann sem að hefur skorað mikið í gegnum tíðina þá er dýrmætt að skora, það er gott fyrir sálina – það nærir sálina. En fyrir mér eru öll návígin, tæklingarnar og pressurnar sem að hann fer í. Boltarnir og mennirnir sem að hann eltir uppi eru mikið mikilvægari fyrir liðið, fyrir mig og fyrir hann en hvort að hann skori eða ekki, en það er alltaf gott að skora.“ Blikar eru með 9 stiga forskot á toppnum og er ansi góðar líkur á að titillinn endi í Kópavogi. „Nei, við erum langt frá því að vera með níu putta á bikarnum. Við erum mögulega með hálfan putta á bikarnum, ég held að það sé allt of mikið eftir til þess að fara að tala um það. Við eigum erfiðan bikarleik á miðvikudaginn og síðan eru þrír leikir eftir í þessari venjulegu deildarkeppni. Við getum ekki annað en tekið einn leik í einu, auðvitað lítur þetta ágætlega út í dag, en við vitum það að það hefur aldrei gefið neitt,“ sagði Óskar. Óskar sagði að endingu að það væru óvissu tímar framundan, október mánuður, sem að hefur ekki verið spilaður hingað til en segir þó ef að Blikar haldi áfram að stíga á bensíngjöfina án þess að fara af henni að þá verður niðurstaðan góð í lok móts.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira