Verstappen ræsti fjórtándi en kom langfyrstur í mark Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2022 14:33 Max Verstappen vann belgíska kappaksturinn með yfirburðum. Dan Mullan/Getty Images Heimsmeistarinn Max Verstappen var í algjörum sérflokki þegar belgíski kappaksturinn í Formúlu 1 fór fram í dag. Hollendingurinn var fjórtándi í rásröðinni en tryggði sér þrátt fyrir það afgerandi sigur. Verstappen tók út refsingu þar sem liðið hafði notað of marga vélavarhluti og því þurfti hann að ræsa aftastur. Fimm aðrir ökumenn tóku út samskonar refsingu og því gat Hollendingurinn unnið sig upp í fjórtánda sæti í tímatökunum í gær, sem hann svo gerði. Mikil læti voru í ræsingunni í dag og strax á fyrsta hring keyrði Fernando Alonso aftan á sjöfalda heimsmeistarann Lewis Hamilton með þeim afleiðingum að Mercedes bíll Hamilton fór nánast á flug og hann þurfti að hætta keppni. Það tók ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen ekki nema tólf hringi að vinna sig upp úr fjórtánda sæti og upp í það fyrsta. Ef frá eru taldir örfáir hringir eftir fyrsta þjónustuhlé Hollendingsins var hann í forystu það sem eftir lifði keppninnar og kom að lokum í mark tæpum tuttugu sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Sergio Perez. MAX VERSTAPPEN WINS AT SPA!!! 🏆🇧🇪From P14 to P1… What. A. Performance 💪#BelgianGP #F1 pic.twitter.com/hqFiD4YzvU— Formula 1 (@F1) August 28, 2022 Carlos Sainz kom þriðji í mark á Ferrari bíl sínum og George Russell varð fjórði á Mercedes. Eins og svo oft áður á tímabilinu var Ferrari liðið í algjöru rugli í keppnisáætlun sinni og ákveðið var að kalla Charles Leclerc, helsta keppinaut Verstappen, inn á þjónustusvæðið á næst seinasta hring dagsins til að freista þess að stela hraðasta hring dagsins. Það heppnaðist ekki betur en svo að hann missti Fernando Alonso og Leclerc kom því sjötti í mark á eftir Alonso sem varð fimmti. Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Verstappen tók út refsingu þar sem liðið hafði notað of marga vélavarhluti og því þurfti hann að ræsa aftastur. Fimm aðrir ökumenn tóku út samskonar refsingu og því gat Hollendingurinn unnið sig upp í fjórtánda sæti í tímatökunum í gær, sem hann svo gerði. Mikil læti voru í ræsingunni í dag og strax á fyrsta hring keyrði Fernando Alonso aftan á sjöfalda heimsmeistarann Lewis Hamilton með þeim afleiðingum að Mercedes bíll Hamilton fór nánast á flug og hann þurfti að hætta keppni. Það tók ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen ekki nema tólf hringi að vinna sig upp úr fjórtánda sæti og upp í það fyrsta. Ef frá eru taldir örfáir hringir eftir fyrsta þjónustuhlé Hollendingsins var hann í forystu það sem eftir lifði keppninnar og kom að lokum í mark tæpum tuttugu sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Sergio Perez. MAX VERSTAPPEN WINS AT SPA!!! 🏆🇧🇪From P14 to P1… What. A. Performance 💪#BelgianGP #F1 pic.twitter.com/hqFiD4YzvU— Formula 1 (@F1) August 28, 2022 Carlos Sainz kom þriðji í mark á Ferrari bíl sínum og George Russell varð fjórði á Mercedes. Eins og svo oft áður á tímabilinu var Ferrari liðið í algjöru rugli í keppnisáætlun sinni og ákveðið var að kalla Charles Leclerc, helsta keppinaut Verstappen, inn á þjónustusvæðið á næst seinasta hring dagsins til að freista þess að stela hraðasta hring dagsins. Það heppnaðist ekki betur en svo að hann missti Fernando Alonso og Leclerc kom því sjötti í mark á eftir Alonso sem varð fimmti.
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn