Dele Alli lánaður til Tyrklands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2022 20:30 Dele Alli mun leika í tyrknesku úrvalsdeildinni út tímabilið. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur gengið til liðs við tyrkneska liðið Besiktas á láni frá Everton. Dele mun leika með liðinu út tímabilið. Þessi 26 ára leikmaður gekk til liðs við Everton frá Tottenham í febrúar á þessu ári. Hann hefur komið við sögu í ellefu leikjum fyrir félagið, en aðeins byrjað einn þeirra. Besiktas greiðir ekkert lánsfé fyrir leikmanninn, en samningurinn felur í sér möguleika á kaupum. Dele fær þó greiddar tvær milljónir evra fyrir samninginn auk þess að hann fær tíu þúsund evrur fyrir hvern leik sem hann spilar. ✍🏾👌🏾 @dele_official #WelcomeDele pic.twitter.com/l6xjZIxexs— Beşiktaş JK (@Besiktas) August 25, 2022 Eitt mesta efni Evrópu á sínum tíma Dele Alli gekk í raðir Tottenham árið 2015 frá uppeldisfélagi sínu, MK Dons. Alls lék hann 181 deildarleik fyrir Lundúnaliðið og skoraði í þeim 51 mark. Hann var í tvígang valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sömu ár var hann valinn í lið ársins í deildinni. Dele var lengi vel talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu og flestir töldu að hann ætti eftir að afreka stóra hluti á sínum ferli. Hann var um tíma metinn á hundrað milljónir punda og mörg af stórliðum Evrópu fylgdust grannt með stöðu mála hjá leikmanninum. Ferill hans hefur hins vegar verið á stöðugri niðurleið á seinustu árum. Hann fór úr því að vera eftirlætis leikmaður margra stuðningsmanna Tottenham, í það að vera leikmaður sem fæstir vildu sjá í byrjunarliðinu á stuttum tíma. Hann var svo að lokum seldur til Everton í febrúar á þessu ári. Margir vonuðust eftir því að þetta eitt sinn mikla efni myndi ná ferlinum á flug undir stjórn Frank Lampard, en það hefur hins vegar ekki enn gerst. Dele er enn aðeins 26 ára gamall og ætti því að vera að nálgast hápunkt ferilsins, en það verður að koma í ljós hvort miðjumaðurinn nái að kveikja neistann að nýju í Tyrklandi því lengi lifir í gömlum glæðum. Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Þessi 26 ára leikmaður gekk til liðs við Everton frá Tottenham í febrúar á þessu ári. Hann hefur komið við sögu í ellefu leikjum fyrir félagið, en aðeins byrjað einn þeirra. Besiktas greiðir ekkert lánsfé fyrir leikmanninn, en samningurinn felur í sér möguleika á kaupum. Dele fær þó greiddar tvær milljónir evra fyrir samninginn auk þess að hann fær tíu þúsund evrur fyrir hvern leik sem hann spilar. ✍🏾👌🏾 @dele_official #WelcomeDele pic.twitter.com/l6xjZIxexs— Beşiktaş JK (@Besiktas) August 25, 2022 Eitt mesta efni Evrópu á sínum tíma Dele Alli gekk í raðir Tottenham árið 2015 frá uppeldisfélagi sínu, MK Dons. Alls lék hann 181 deildarleik fyrir Lundúnaliðið og skoraði í þeim 51 mark. Hann var í tvígang valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sömu ár var hann valinn í lið ársins í deildinni. Dele var lengi vel talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu og flestir töldu að hann ætti eftir að afreka stóra hluti á sínum ferli. Hann var um tíma metinn á hundrað milljónir punda og mörg af stórliðum Evrópu fylgdust grannt með stöðu mála hjá leikmanninum. Ferill hans hefur hins vegar verið á stöðugri niðurleið á seinustu árum. Hann fór úr því að vera eftirlætis leikmaður margra stuðningsmanna Tottenham, í það að vera leikmaður sem fæstir vildu sjá í byrjunarliðinu á stuttum tíma. Hann var svo að lokum seldur til Everton í febrúar á þessu ári. Margir vonuðust eftir því að þetta eitt sinn mikla efni myndi ná ferlinum á flug undir stjórn Frank Lampard, en það hefur hins vegar ekki enn gerst. Dele er enn aðeins 26 ára gamall og ætti því að vera að nálgast hápunkt ferilsins, en það verður að koma í ljós hvort miðjumaðurinn nái að kveikja neistann að nýju í Tyrklandi því lengi lifir í gömlum glæðum.
Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira