Selfyssingar senda frá sér yfirlýsingu um meintan rasisma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 20:46 Selfyssingar hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að fyrrverandi leikmaður liðsins greindi frá kynþáttafordómum í hans garð. Selfoss Fótbolti Knattspyrnudeild Selfoss hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Chris Jastrzembski, fyrrverandi leikmaður liðsins, sagði frá kynþáttafordómum sem hann varð fyrir þegar hann spilaði með Selfyssingum. Jastrzembski yfirgaf herbúðir Selfyssinga fyrr í sumar af persónulegum ástæðum. Hann hafði leikið 13 leiki fyrir félagið eftir að hafa gengið í raðir Selfyssinga fyrir tímabilið. Hann sagði síðar frá því í viðtali við Gazeta í heimalandinu, Póllandi, að dvöl hans á Selfossi hafi ekki verið eitthvað sem hann myndi mæla með við aðra pólska leikmenn. Jastrzembski segir meðal annars frá einu atviki þar sem einum manni þótti það ekkert tiltökumál þótt hann myndi deyja, því nóg væri til af Pólverjum á Íslandi. Knattspyrnudeild Selfoss hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um þetta mál. Deildin segir að henni þyki miður að upplifun Jastrzembski af dvöl sinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem birtist í Gazeta. „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss,“ segir enn fremur. Þá segjast Selfyssingar gera sér grein að deildin sé ekki yfir gagnrýni hafin. „Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Selfoss „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss. Hjá deildinni starfa og æfa einstaklingar af öllum kynjum, þjóðernum og frá mismunandi menningarheimum. Sveitarfélagið Árborg er eitt af m+ottökusamfélögum landsins fyrir flóttafólk og leggur knattspyrnudeildin, og ungmennafélagið í heild, sig fram um að bjóða það velkomið í íþróttastarfið. Knattspyrnudeild Selfoss hefur í gegnum tíðina haft fjölda erlendra leikmanna á sínum snærum og hefur samstarfið alla jafna gengið mjög vel. Margir leikmanna hafa myndað sterk tengsl við sveitarfélagið og fest hér rætur. Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best. Einkunnarorð Umf.Selfoss eru; Gleði-Virðing-Fagmennska og fyrir það viljum við standa. Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Jastrzembski yfirgaf herbúðir Selfyssinga fyrr í sumar af persónulegum ástæðum. Hann hafði leikið 13 leiki fyrir félagið eftir að hafa gengið í raðir Selfyssinga fyrir tímabilið. Hann sagði síðar frá því í viðtali við Gazeta í heimalandinu, Póllandi, að dvöl hans á Selfossi hafi ekki verið eitthvað sem hann myndi mæla með við aðra pólska leikmenn. Jastrzembski segir meðal annars frá einu atviki þar sem einum manni þótti það ekkert tiltökumál þótt hann myndi deyja, því nóg væri til af Pólverjum á Íslandi. Knattspyrnudeild Selfoss hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um þetta mál. Deildin segir að henni þyki miður að upplifun Jastrzembski af dvöl sinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem birtist í Gazeta. „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss,“ segir enn fremur. Þá segjast Selfyssingar gera sér grein að deildin sé ekki yfir gagnrýni hafin. „Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Selfoss „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss. Hjá deildinni starfa og æfa einstaklingar af öllum kynjum, þjóðernum og frá mismunandi menningarheimum. Sveitarfélagið Árborg er eitt af m+ottökusamfélögum landsins fyrir flóttafólk og leggur knattspyrnudeildin, og ungmennafélagið í heild, sig fram um að bjóða það velkomið í íþróttastarfið. Knattspyrnudeild Selfoss hefur í gegnum tíðina haft fjölda erlendra leikmanna á sínum snærum og hefur samstarfið alla jafna gengið mjög vel. Margir leikmanna hafa myndað sterk tengsl við sveitarfélagið og fest hér rætur. Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best. Einkunnarorð Umf.Selfoss eru; Gleði-Virðing-Fagmennska og fyrir það viljum við standa.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira