Tuchel dæmdur í bann en Conte sleppur með sekt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 20:31 Thomas Tuchel og Antonio Conte létu skapið hlaupa með sig í gönur. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Mikill hiti var í leik Chelsea og Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar um seinustu helgi. Eftir að leikurinn var flautaður af lenti þjálfurum liðanna, þeim Thomas Tuchel og Antonio Conte, saman með þeim afleiðingum að báðir fengu að líta rauða spjaldið. Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Tuchel verði dæmdur í eins leiks bann frá hliðarlínunni, ásamt því að þurfa að greiða 35 þúsund punda sekt, en það samsvarar tæplega sex milljónum króna. Kollegi hans hjá Tottenham, Antonio Conte, sleppur hins vegar við bann, en þarf að greiða 15 þúsund punda sekt sem samsvarar tæplega tveim og hálfri milljón króna. 🚨 BREAKING 🚨⚪️ Antonio Conte has been fined £15,000 following his clash with Tuchel at Stamford Bridge🔵 Thomas Tuchel has been fined £35,000 and receives one-game touchline ban following improper conduct pic.twitter.com/3USKUnEgc3— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022 Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann mun Tuchel þó geta verið á hliðarlínunni þegar Chelsea heimsækir Leeds á sunnudaginn. Ástæðan er sú að enska knattspyrnusambandið ákvað að fresta banninu þar til rituð ástæða fyrir ákvörðuninni hefur borist. Tuchel og Conte fengu báðir að líta rauða spjaldið eftir að flautað hafði verið til leiksloka í leik Chelsea og Tottenham eins og áður segir. Þeim hafði lent saman fyrr í leiknum, en eftir að lokaflautið gall tókust þeir í hendur, en Tuchel leyfði kollega sínum ekki að sleppa fyrr en Ítalinn myndi líta í augu hans. Úr varð mikið fjaðrafok og leikmenn og starfsmenn þurftu að hafa sig alla við til að stía stjóranna í sundur. Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25 Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36 Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Tuchel verði dæmdur í eins leiks bann frá hliðarlínunni, ásamt því að þurfa að greiða 35 þúsund punda sekt, en það samsvarar tæplega sex milljónum króna. Kollegi hans hjá Tottenham, Antonio Conte, sleppur hins vegar við bann, en þarf að greiða 15 þúsund punda sekt sem samsvarar tæplega tveim og hálfri milljón króna. 🚨 BREAKING 🚨⚪️ Antonio Conte has been fined £15,000 following his clash with Tuchel at Stamford Bridge🔵 Thomas Tuchel has been fined £35,000 and receives one-game touchline ban following improper conduct pic.twitter.com/3USKUnEgc3— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022 Þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í eins leiks bann mun Tuchel þó geta verið á hliðarlínunni þegar Chelsea heimsækir Leeds á sunnudaginn. Ástæðan er sú að enska knattspyrnusambandið ákvað að fresta banninu þar til rituð ástæða fyrir ákvörðuninni hefur borist. Tuchel og Conte fengu báðir að líta rauða spjaldið eftir að flautað hafði verið til leiksloka í leik Chelsea og Tottenham eins og áður segir. Þeim hafði lent saman fyrr í leiknum, en eftir að lokaflautið gall tókust þeir í hendur, en Tuchel leyfði kollega sínum ekki að sleppa fyrr en Ítalinn myndi líta í augu hans. Úr varð mikið fjaðrafok og leikmenn og starfsmenn þurftu að hafa sig alla við til að stía stjóranna í sundur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25 Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36 Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Tuchel vill ekki sjá Taylor dæma hjá Chelsea aftur Thomas Tuchel var ekki par hrifinn af frammistöðu Anthony Taylor, dómara, í leik Chelsea gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 23:25
Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 14. ágúst 2022 17:36
Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. 19. ágúst 2022 07:01