Luis Suárez varar Darwin Nunez við: Þetta á eftir að verða verra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 10:30 Darwin Nunez gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið í leik Liverpool og Crystal Palace á Anfield. AP/Jon Super Luis Suárez var frábær í búningi Liverpool en það gekk einnig mikið á hjá honum þann tíma sem hann spilaði á Anfield. Nú var landi hans Darwin Nunez fljótur að koma sér í vandræði. Darwin Nunez missti stjórn á skapi sínu í leiknum á móti Crystal Palace um síðustu helgi og lét reka sig út af. Hann skallaði varnarmann Palace og fékk beint rautt spjald. "It's nothing serious, we've all made a mistake. The problem is that he s only just arrived over there and in England, to put it lightly, they make a big deal out of everything."Luis Suarez on Darwin Nunez.https://t.co/7gfgeDHLPB— Paul Gorst (@ptgorst) August 19, 2022 Nunez missir því af næstu leikjum Liverpool og þarf að hafa sig allan við til að losna við stimpilinn vandræðagemlingur. Það hlutverk þekkir Suárez mjög vel. Það er ógleymanlegt þegar Suárez var uppvís að því að bíta andstæðinga sína þegar hann lék með Liverpool liðinu. Suárez hefur nú varað landa sinn við að hann sé nú kominn með orð á sig í enska fótboltanum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Hér eftir munu þeir leita að þér tvisvar að þrisvar sinnum oftar. Þetta kemur frá vitleysingi sem gerði mistök og upplifði erfiða tíma en það gerði mig bara sterkari að standa aftur upp. Ekki gefa þeim fleiri tækifæri því þetta á eftir að verða verra,“ sagði Luis Suárez. Luis Suárez stóð sig frábærlega með Liverpool og skoraði 82 mörk í 132 leikjum fyrir félagið í öllum keppnum frá 2011 til 2014. Hann var seldur til Barcelona haustið eftir að hann beit andstæðing í leik með Úrúgvæ á HM. . pic.twitter.com/nEJyo3cvQe— GOAL (@goal) August 16, 2022 Darwin Nunez hafði skorað í tveimur leikjum í röð eftir að hafa komið inn á sem varamaður en fyrsti byrjunarleikur hans í ensku úrvalsdeildinni endaði illa. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer hjá þessum rándýra sóknarmanni sem Liverpool borgaði 64 milljónir punda fyrir plús mögulega aðrar tuttugu milljónir punda í árangurtengda bónusa. Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Darwin Nunez missti stjórn á skapi sínu í leiknum á móti Crystal Palace um síðustu helgi og lét reka sig út af. Hann skallaði varnarmann Palace og fékk beint rautt spjald. "It's nothing serious, we've all made a mistake. The problem is that he s only just arrived over there and in England, to put it lightly, they make a big deal out of everything."Luis Suarez on Darwin Nunez.https://t.co/7gfgeDHLPB— Paul Gorst (@ptgorst) August 19, 2022 Nunez missir því af næstu leikjum Liverpool og þarf að hafa sig allan við til að losna við stimpilinn vandræðagemlingur. Það hlutverk þekkir Suárez mjög vel. Það er ógleymanlegt þegar Suárez var uppvís að því að bíta andstæðinga sína þegar hann lék með Liverpool liðinu. Suárez hefur nú varað landa sinn við að hann sé nú kominn með orð á sig í enska fótboltanum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Hér eftir munu þeir leita að þér tvisvar að þrisvar sinnum oftar. Þetta kemur frá vitleysingi sem gerði mistök og upplifði erfiða tíma en það gerði mig bara sterkari að standa aftur upp. Ekki gefa þeim fleiri tækifæri því þetta á eftir að verða verra,“ sagði Luis Suárez. Luis Suárez stóð sig frábærlega með Liverpool og skoraði 82 mörk í 132 leikjum fyrir félagið í öllum keppnum frá 2011 til 2014. Hann var seldur til Barcelona haustið eftir að hann beit andstæðing í leik með Úrúgvæ á HM. . pic.twitter.com/nEJyo3cvQe— GOAL (@goal) August 16, 2022 Darwin Nunez hafði skorað í tveimur leikjum í röð eftir að hafa komið inn á sem varamaður en fyrsti byrjunarleikur hans í ensku úrvalsdeildinni endaði illa. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer hjá þessum rándýra sóknarmanni sem Liverpool borgaði 64 milljónir punda fyrir plús mögulega aðrar tuttugu milljónir punda í árangurtengda bónusa.
Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira