Atli Viðar kallar eftir símtali í einn mann: Það lélegasta hjá FH í tuttugu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2022 12:30 Markhæsti leikmaðurinn í sögu FH í efstu deild vill að Forsvarsmenn FH hringi neyðarkall í Pétur Viðarsson. Vísir/Hulda Margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, spilaði með FH-liðinu í næstum því tuttugu ár og er markahæsti og næstleikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Atli þekkir því FH út og inn og hann bauð upp á sannkallaða eldræðu eftir enn eitt tap FH-liðins í Bestu deildinni, nú 4-1 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum. „Ég er búinn að hugsa þetta svolítið mikið í dag og ég held að mér sé alveg óhætt að segja að fyrri hálfleikurinn sé það lélegasta sem FH hefur í sýnt í tuttugu ár,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Á þessari öld síðan FH kom aftur upp þá fann ég ekki lélegri frammistöðu hjá FH heldur en þennan fyrri hálfleik. Ég hef séð býsna marga af þessum leikjum,“ sagði Atli Viðar. „ÍBV var komið í 2-0 eftir tólf mínútur. Áður en þeir skora fyrsta markið sitt á níundu mínútu þá eru þeir búnir að fá tvö dauðafæri. Þjálfararnir hjá FH lýstu því yfir fyrir leikinn að þeir væru að fara til Eyja í stríð. Fyrir mér eru það mistök því þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð,“ sagði Atli Viðar. „Þú verður einhvern veginn að nálgast þennan leik aðeins öðruvísi því þú sást langar leiðir hvað þeir voru gíraðir og tilbúnir í þetta. Þessi yfirlýsing að FH ætluðu að koma til Vestmannaeyja til að fara í stríð gerði ekkert annað en að vera bensín á það bál að þeir yrðu gíraðir í þennan leik,“ sagði Atli Viðar eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Atli Viðar: Þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð Atli Viðar skoðaði einnig slæma líkamstjáningu leikmanna FH-liðsins og fór yfir það sérstaklega þegar Stúkan ræddi það hvort Hafnfirðingar séu á heljarþröm. „Ég sé vandamál í hverju horni en þegar maður rýndi í leikinn í gær þá horfði ég mikið í líkamstjáningu leikmanna. Mér finnst eldri menn, svona fimm leikmenn í byrjunarliðinu á móti ÍBV, vera leikmenn sem þurfa að axla meiri ábyrgð en þeir eru að gera. Mér finnst þeir allir bera sig eins og þeir séu með allar heimsins áhyggjur á herðunum. Það er enginn þeirra sem er líklegur til að stíga upp og bera liðið í gegnum þennan skafl sem þeir eru í,“ sagði Atli Viðar. Hann er þar að tala um reynsluboltana Steven Lennon, Kristinn Freyr Sigurðsson, Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson og Guðmundur Kristjánsson. „Þessir leikmenn verða að breyta líkamstjáningu og hvernig þeir koma fram ef þeir ætla að ná að snúa þessu við. Ég hef pínulítið á tilfinningunni að þeir séu búnir að gefast upp sjálfir. Þeir hafa ekki trú á því að þeir geti snúið þessu við og erum að bíða eftir utanaðkomandi hjálp,“ sagði Atli Viðar. „Forsvarsmenn FH ættu að leggja allt stolt til hliðar núna. Það er bara massíft björgunarstarf fram undan í tvo mánuði við að bjarga félaginu frá falli. Partur af því er að hringja í Pétur Viðarsson. Pétur hefur þá eiginleika sem vantar í FH-liðið í dag. Hann sýnir stolt, hann mun berja inn liðsheild og hann mun koma inn með baráttu og sýna að honum er ekki sama. Það eru atriði sem vantar í FH-liðið í dag,“ sagði Atli Viðar en það má sjá allt innslagið um stöðu FH hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Hafnfirðingar á heljarþröm Besta deild karla FH Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Atli þekkir því FH út og inn og hann bauð upp á sannkallaða eldræðu eftir enn eitt tap FH-liðins í Bestu deildinni, nú 4-1 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum. „Ég er búinn að hugsa þetta svolítið mikið í dag og ég held að mér sé alveg óhætt að segja að fyrri hálfleikurinn sé það lélegasta sem FH hefur í sýnt í tuttugu ár,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Á þessari öld síðan FH kom aftur upp þá fann ég ekki lélegri frammistöðu hjá FH heldur en þennan fyrri hálfleik. Ég hef séð býsna marga af þessum leikjum,“ sagði Atli Viðar. „ÍBV var komið í 2-0 eftir tólf mínútur. Áður en þeir skora fyrsta markið sitt á níundu mínútu þá eru þeir búnir að fá tvö dauðafæri. Þjálfararnir hjá FH lýstu því yfir fyrir leikinn að þeir væru að fara til Eyja í stríð. Fyrir mér eru það mistök því þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð,“ sagði Atli Viðar. „Þú verður einhvern veginn að nálgast þennan leik aðeins öðruvísi því þú sást langar leiðir hvað þeir voru gíraðir og tilbúnir í þetta. Þessi yfirlýsing að FH ætluðu að koma til Vestmannaeyja til að fara í stríð gerði ekkert annað en að vera bensín á það bál að þeir yrðu gíraðir í þennan leik,“ sagði Atli Viðar eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Atli Viðar: Þú skorar ekki á Eyjamenn í stríð Atli Viðar skoðaði einnig slæma líkamstjáningu leikmanna FH-liðsins og fór yfir það sérstaklega þegar Stúkan ræddi það hvort Hafnfirðingar séu á heljarþröm. „Ég sé vandamál í hverju horni en þegar maður rýndi í leikinn í gær þá horfði ég mikið í líkamstjáningu leikmanna. Mér finnst eldri menn, svona fimm leikmenn í byrjunarliðinu á móti ÍBV, vera leikmenn sem þurfa að axla meiri ábyrgð en þeir eru að gera. Mér finnst þeir allir bera sig eins og þeir séu með allar heimsins áhyggjur á herðunum. Það er enginn þeirra sem er líklegur til að stíga upp og bera liðið í gegnum þennan skafl sem þeir eru í,“ sagði Atli Viðar. Hann er þar að tala um reynsluboltana Steven Lennon, Kristinn Freyr Sigurðsson, Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson og Guðmundur Kristjánsson. „Þessir leikmenn verða að breyta líkamstjáningu og hvernig þeir koma fram ef þeir ætla að ná að snúa þessu við. Ég hef pínulítið á tilfinningunni að þeir séu búnir að gefast upp sjálfir. Þeir hafa ekki trú á því að þeir geti snúið þessu við og erum að bíða eftir utanaðkomandi hjálp,“ sagði Atli Viðar. „Forsvarsmenn FH ættu að leggja allt stolt til hliðar núna. Það er bara massíft björgunarstarf fram undan í tvo mánuði við að bjarga félaginu frá falli. Partur af því er að hringja í Pétur Viðarsson. Pétur hefur þá eiginleika sem vantar í FH-liðið í dag. Hann sýnir stolt, hann mun berja inn liðsheild og hann mun koma inn með baráttu og sýna að honum er ekki sama. Það eru atriði sem vantar í FH-liðið í dag,“ sagði Atli Viðar en það má sjá allt innslagið um stöðu FH hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Hafnfirðingar á heljarþröm
Besta deild karla FH Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira